Enski boltinn

Blásið á orðróm um ofurlaunakröfur Gylfa

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gylfi Sigurðsson mun velja það lið sem hentar honum best fótboltalega séð. Frá þessu greinir enski vefmiðillinn Mirror í kvöld og vitnar í Sigurð Aðalsteinsson, föður Gylfa.

„Ég hef séð fréttir þess efnis að hann krefjist ákveðinna vikulauna og þær eru uppspuni. Hann vill bara venjuleg laun svipuð þeim sem aðrir leikmenn hjá félaginu," segir Sigurður en þau ummæli eru í takt við frétt íþróttadeildar Stöðvar 2 frá því fyrr í kvöld.

Þar kom fram að Liverpool væri ekki tilbúið að greiða Gylfa sömu laun og hann hafði hjá Swansea. Orðrómur um háar launakröfur Gylfa voru sagðar rangar í fréttinni.

Fréttina má sjá hér.

Sigurður segir í samtali við Mirror að það skipti máli að þekkja stjóra á borð við Brendan Rodgers.

„Hann er frábær þjálfari. Þýðir það að Gylfi gangi til liðs við Liverpool? Kannski, kannski ekki," segir Sigurður sem segir ákvörðunar að vænta á morgun.



Frétt Mirro má sjá hér.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×