Skoðun

Blekking um ESB og deilistofna

Það er blekking að aðild að ESB styrki samningsstöðu Íslands um hlutdeild í deilistofnum eins og sumir aðildarsinnar hafa haldið fram. Ýjað er að þessu í niðurlagi leiðara Fréttablaðsins þann 11. ágúst sl., þar sem fjallað er um makrílveiðar og hugsanleg staða gagnvart Noregi tekin sem dæmi.

Þjóðir innan ESB hafa hingað til veitt stærstan hluta makrílsins. Glíman um réttlátan hlut Íslands úr makrílnum er því aðallega við helstu fiskveiðiþjóðir sambandsins. Við inngöngu í ESB færðist glíman við þær á annan vettvang.

Helsta vopn okkar í samningum um stjórn og nýtingu deilistofna eins og makríls er að sem fullvalda þjóð getum við sjálf ákveðið veiðar úr þessum stofnum í lögsögu okkar ef ekki nást ásættanlegir samningar. Þetta vopn yrði slegið úr höndum okkar við inngöngu í ESB.

Menn geta svo velt því fyrir sér hvað þá yrði um kröfur okkar um sanngjarnan hlut úr makrílnum í viðræðum við Breta, Dani, Íra, Spánverja, Portúgala og Hollendinga sem fengju minna í sinn hlut en nú.




Skoðun

Sjá meira


×