Kristinn Jónsson verður ekki með Breiðabliki í Pepsi-deild karla í fótbolta næsta sumar en Valtýr Björn Valtýsson greindi frá því í kvöldfréttum Stöðvar tvö að landsliðsmaðurinn verður í láni í sænsku úrvalsdeildinni á komandi tímabili.
Sænska úrvalsdeildarfélagið Brommapojkarna fær Kristinn að láni frá og með 1. janúar 2014 en hann æfði með félaginu á dögunum. Kristinn er 23 ára gamall og hefur verið fastamaður í liði Blika undanfarin sex tímabil.
Kristinn lék 20 af 22 leikjum Breiðabliks í Pepsi-deild karla í sumar og var með eitt mark og fjórar stoðsendingar í þeim. Hann hefur alls leiki 118 leiki fyrir Breiðablik í efstu deild og er orðinn fimmti leikjahæsti leikmaður félagsins þrátt fyrir ungan aldur.
Kristinn Jónsson er enn einn leikmaður Breiðabliks sem fer út í atvinnumennsku en Kópavogsfélagið hefur misst lykilmenn á hverju ári.
Blikar lána Kristinn Jónsson til Brommapojkarna
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Bruno segist gera hlutina á sinn hátt
Enski boltinn

Allt klárt fyrir úrslitakeppnina
Körfubolti



Leifur Andri leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn

Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn


Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn
