Íslenski boltinn

Blikar töpuðu 0-2 á móti FCK

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Blika.
Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Blika. Vísir/Vilhelm
Danska Íslendingaliðið FCK Kaupmannahöfn vann 2-0 sigur á Breiðabliki í Atlantshafs-bikarnum í Algarve í Portúgal í kvöld. Þetta var fyrsta tap Blika á mótinu.

Daniel Braaten skoraði fyrra mark FCK á 9. mínútu og seinna markið var sjálfsmark Blika eftir fimm mínútna leik í seinni hálfleik.

FCK Kaupmannahöfn er þar með búið að vinna tvo fyrstu leiki sína á mótinu en liðið vann 4-0 sigur á Slovan Liberec í fyrsta leik.

Breiðablik gerði 1-1 jafntefli við SV Mattersburg í fyrsta leik en vann síðan 2-1 sigur á danska liðinu FC Midtjylland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×