Blikur á lofti? Valdimar Ármann skrifar 19. febrúar 2013 16:11 Undanfarin misseri hefur efnahagsbatinn hérlendis vakið alþjóðlega athygli og svo virtist sem landið væri tekið að rísa mun hraðar en hjá öðrum vestrænum ríkjum. En af nýjustu hagtölum að dæma virðist sem aflvélin sé farin að hiksta og staðan virðist vera þrengri en ætlað var. Fljótt á litið er mesta áhyggjuefnið hversu lítil fjárfesting hefur átt sér stað í atvinnuvegum landsins og engra stórra breytinga virðist vera að vænta á því í bráð. Þvert á móti virðist sem fjárfesting sé aftur tekin að dala samkvæmt hagspá Seðlabanka Íslands í síðustu Peningamálum. Fjárfesting er forsenda hagvaxtar og atvinnu og þó tækifærin virðist víða til staðar þá eru þau ekki gripin. Aukinheldur er hagvöxtur að minnka og hagvaxtarspár að lækka og er nú svo komið að hann er rétt rúmlega 2% sem stendur vart undir mannfjöldaþróun og framleiðniaukningu. Skuldastaða ríkissjóðs er aukið áhyggjuefni en heildarskuldir hans nema nú tæplega einni landsframleiðslu eða um 1.500 milljörðum króna. Sífellt stærri hluti skatttekna fer í vaxtagreiðslur og erfitt mun reynast að vinna á skuldastabbanum nema með róttækum hagræðingaraðgerðum. Í ofanálag eru blikur á lofti í gjaldeyrismálum þar sem nú er nánast bersýnt að gjaldeyrishöftin eru orðin að myllusteini um hálsinn á atvinnulífinu en veita ekki lengur skjól til uppbyggingar. Kristallast þetta í gjörbreytingu á gjaldeyrisstefnu Seðlabankans úr því að safna í gjaldeyrisforða í að styðja við gengi krónunnar með sölu úr forðanum. Útflutningur hefur lítið sem ekkert aukist á síðustu 4 árum og meðal annars af þeim sökum er viðskiptaafgangurinn að ganga niður frá því hann náði hámarki í um 10% af landsframleiðslu á árunum 2008-2009 en útlit er fyrir að hann sé nú orðinn um helmingi minni vegna aukins innflutnings. Þrátt fyrir ofangreind áhyggjuefni sýnir væntingavísitala Gallup að bjartsýni Íslendinga er að aukast þó enn séu fleiri svarendur könnunarinnar neikvæðir heldur en jákvæðir. Bjartsýnin hefur þó verið að þokast hratt upp frá því hún náði lágmarki 2008 og 2009. Einnig fjölgaði landsmönnum um 2.282 árið 2012 sem er fjölgun upp á 0,7% og höfum við aldrei verið fleiri. Líkur eru á því að áframhaldandi úttekt séreignarsparnaðar muni halda áfram að örva einkaneyslu sem og önnur leiðrétting á gengislánum sem er nú í þann veginn að hefjast muni skila sér sterkt út í hagkerfið. Ef litið er til björtu hliðanna, virðist ferðaþjónustan skærasta stjarnan. Farþegafjöldi Icelandair í janúar jókst um 21,6% frá fyrra ári og bókunarstaðan fyrir sumarið er góð. Enda er lagt mikið kapp á að fjölga komum ferðmanna utan háannatímans. Árið í fyrra var mesta ferðamannaár í sögu landsins og þetta ár ætlar alls ekki að vera síðra. Alls hafa 16 flugfélög tilkynnt að þau muni fljúga til landsins í sumar og gert er ráð fyrir um 10% auknum umsvifum. Þessi síaukni erlendi ferðamannastraumur er farinn að hafa veruleg áhrif á íslenskt hagkerfi og t.d. farinn að skila sér í því að kortavelta erlendra aðila á Íslandi er orðin lítillega meiri heldur en kortavelta Íslendinga erlendis. Augljóst er að kraftur uppsveiflunnar fer nú dvínandi en framhaldið er þó mjög óvíst, þ.e. hvort hagkerfið muni aftur sækja í sig veðrið þegar líður á þetta ár eður ei. Til að tryggja að um tímabundna kælingu sé að ræða verður að auka fljótlega við fjárfestingu í atvinnuvegum samhliða því að hlúa áfram að ferðaþjónustunni. Hagvöxtur er eina lausnin á atvinnuleysi og skuldavandræðum; það þarf því að hlúa að rótum hans með öllum tiltækum ráðum. Í ofanálag gæti staðan breyst hratt til batnaðar í framhaldi af kosningum, með áframhaldandi hækkun á lánshæfi Íslands og erlendri fjármögnun bankakerfisins. Höfundur er sjóðsstjóri hjá GAMMA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur efnahagsbatinn hérlendis vakið alþjóðlega athygli og svo virtist sem landið væri tekið að rísa mun hraðar en hjá öðrum vestrænum ríkjum. En af nýjustu hagtölum að dæma virðist sem aflvélin sé farin að hiksta og staðan virðist vera þrengri en ætlað var. Fljótt á litið er mesta áhyggjuefnið hversu lítil fjárfesting hefur átt sér stað í atvinnuvegum landsins og engra stórra breytinga virðist vera að vænta á því í bráð. Þvert á móti virðist sem fjárfesting sé aftur tekin að dala samkvæmt hagspá Seðlabanka Íslands í síðustu Peningamálum. Fjárfesting er forsenda hagvaxtar og atvinnu og þó tækifærin virðist víða til staðar þá eru þau ekki gripin. Aukinheldur er hagvöxtur að minnka og hagvaxtarspár að lækka og er nú svo komið að hann er rétt rúmlega 2% sem stendur vart undir mannfjöldaþróun og framleiðniaukningu. Skuldastaða ríkissjóðs er aukið áhyggjuefni en heildarskuldir hans nema nú tæplega einni landsframleiðslu eða um 1.500 milljörðum króna. Sífellt stærri hluti skatttekna fer í vaxtagreiðslur og erfitt mun reynast að vinna á skuldastabbanum nema með róttækum hagræðingaraðgerðum. Í ofanálag eru blikur á lofti í gjaldeyrismálum þar sem nú er nánast bersýnt að gjaldeyrishöftin eru orðin að myllusteini um hálsinn á atvinnulífinu en veita ekki lengur skjól til uppbyggingar. Kristallast þetta í gjörbreytingu á gjaldeyrisstefnu Seðlabankans úr því að safna í gjaldeyrisforða í að styðja við gengi krónunnar með sölu úr forðanum. Útflutningur hefur lítið sem ekkert aukist á síðustu 4 árum og meðal annars af þeim sökum er viðskiptaafgangurinn að ganga niður frá því hann náði hámarki í um 10% af landsframleiðslu á árunum 2008-2009 en útlit er fyrir að hann sé nú orðinn um helmingi minni vegna aukins innflutnings. Þrátt fyrir ofangreind áhyggjuefni sýnir væntingavísitala Gallup að bjartsýni Íslendinga er að aukast þó enn séu fleiri svarendur könnunarinnar neikvæðir heldur en jákvæðir. Bjartsýnin hefur þó verið að þokast hratt upp frá því hún náði lágmarki 2008 og 2009. Einnig fjölgaði landsmönnum um 2.282 árið 2012 sem er fjölgun upp á 0,7% og höfum við aldrei verið fleiri. Líkur eru á því að áframhaldandi úttekt séreignarsparnaðar muni halda áfram að örva einkaneyslu sem og önnur leiðrétting á gengislánum sem er nú í þann veginn að hefjast muni skila sér sterkt út í hagkerfið. Ef litið er til björtu hliðanna, virðist ferðaþjónustan skærasta stjarnan. Farþegafjöldi Icelandair í janúar jókst um 21,6% frá fyrra ári og bókunarstaðan fyrir sumarið er góð. Enda er lagt mikið kapp á að fjölga komum ferðmanna utan háannatímans. Árið í fyrra var mesta ferðamannaár í sögu landsins og þetta ár ætlar alls ekki að vera síðra. Alls hafa 16 flugfélög tilkynnt að þau muni fljúga til landsins í sumar og gert er ráð fyrir um 10% auknum umsvifum. Þessi síaukni erlendi ferðamannastraumur er farinn að hafa veruleg áhrif á íslenskt hagkerfi og t.d. farinn að skila sér í því að kortavelta erlendra aðila á Íslandi er orðin lítillega meiri heldur en kortavelta Íslendinga erlendis. Augljóst er að kraftur uppsveiflunnar fer nú dvínandi en framhaldið er þó mjög óvíst, þ.e. hvort hagkerfið muni aftur sækja í sig veðrið þegar líður á þetta ár eður ei. Til að tryggja að um tímabundna kælingu sé að ræða verður að auka fljótlega við fjárfestingu í atvinnuvegum samhliða því að hlúa áfram að ferðaþjónustunni. Hagvöxtur er eina lausnin á atvinnuleysi og skuldavandræðum; það þarf því að hlúa að rótum hans með öllum tiltækum ráðum. Í ofanálag gæti staðan breyst hratt til batnaðar í framhaldi af kosningum, með áframhaldandi hækkun á lánshæfi Íslands og erlendri fjármögnun bankakerfisins. Höfundur er sjóðsstjóri hjá GAMMA.
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun