Blind börn fá loksins réttu hjálpartækin Erla Hlynsdóttir skrifar 4. október 2010 15:51 Kristinn Halldór Einarsson segir skjótt hafa verið brugðist við ábendingum hans vegna hjálpartækja fyrir blind og sjónskert börn Mynd: Pjetur Kristinn Halldór Einarsson, formaður Blindrafélags Íslands, fagnar skjótum viðbrögðum hjá Reykjavíkurborg eftir að hann benti á að mannréttindi væri brotin á blindum og sjónskertum börnum í grunnskólum borgarinnar. Blind og sjónskert börn þurfa mörg hver á sérstökum hjálpartækjum að halda við nám og kaupa skólarnir þau tæki samkvæmt ráðleggingum fagfólks. Starfsfólk Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar metur þörf á hjálpartækjum en á undanförnum mánuðum hefur það upplifað stefnubreytingu af hálfu borgarinnar þar sem ekki hafa verið keypt þau tæki sem óskað var eftir. „Það voru bara keypt einhver allt önnur tæki sem síðan lágu ónotuð," segir Kristinn. Kristinn ljáði máls á brotunum á Facebook-síðunni Dagbók borgarstjóra á fimmtudag og í morgun fékk hann símtal frá menntasviði borgarinnar þar sem óskað var nánari upplýsinga. „Tveimur tímum síðar fékk ég aftur símtal og þá var búið að leysa málið," segir hann. Málið kom inn á hans borð sem formanns Blindrafélagsi ns og spurði hann í framhaldinu Jón Gnarr á vefnum hvort þessi stefnubreyting væri komin frá nýjum meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar „Viðbrögðin komu svo í morgun. Þá var haft samband við mig frá menntasviði Reykjavíkur og ég beðinn um frekari skýringar," segir Kristinn. Að hans sögn hefur hingað til alltaf verið farið í einu og öllu að ráðleggingum fagfólks. Hann segist ekki geta útskýrt af hverju breyting hafi orðið þar á. „Það er bara einhver embættismaður sem ákveður að gera eitthvað annað og þykist vita betur en fagfólkið," segir hann. Um var að ræða nokkur tilfelli þar sem röng hjálpartæki voru keypt en dæmi um hjálpartæki fyrir blind og sjónskert börn eru stækkunartæki, hallandi lesborð og bækur með blindraletri. „Þau tæki sem keypt voru dugðu ekki til að nemendur gætu fylgt jafnöldrum sínum eftir í námi. Það er ekkert annað en mannréttindabrot," segir Kristinn. Eftir að Kristinn fékk staðfest frá menntasviði borgarinnar að rétt tæki yrðu keypt skrifaði hann aðra athugasemd í Dagbók borgarstjóra: „Mér er bæði ljúft og skylt að greina frá því á þessum vettvangi að brugðist hefur verið við athugasemdum mínum, frá því fyrir helgi, varðandi rétt sem brotuinn var á blindum og sjónskertum börnum í grunnskólum Reykjavíkur. Viðbrögðin voru skjót og ráðstafanir hafa nú verið gerðar til að fara að ráðum fagfólks varðandi kaup á hjálpartækjum. Fyrir það ber að þakka." Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Kristinn Halldór Einarsson, formaður Blindrafélags Íslands, fagnar skjótum viðbrögðum hjá Reykjavíkurborg eftir að hann benti á að mannréttindi væri brotin á blindum og sjónskertum börnum í grunnskólum borgarinnar. Blind og sjónskert börn þurfa mörg hver á sérstökum hjálpartækjum að halda við nám og kaupa skólarnir þau tæki samkvæmt ráðleggingum fagfólks. Starfsfólk Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar metur þörf á hjálpartækjum en á undanförnum mánuðum hefur það upplifað stefnubreytingu af hálfu borgarinnar þar sem ekki hafa verið keypt þau tæki sem óskað var eftir. „Það voru bara keypt einhver allt önnur tæki sem síðan lágu ónotuð," segir Kristinn. Kristinn ljáði máls á brotunum á Facebook-síðunni Dagbók borgarstjóra á fimmtudag og í morgun fékk hann símtal frá menntasviði borgarinnar þar sem óskað var nánari upplýsinga. „Tveimur tímum síðar fékk ég aftur símtal og þá var búið að leysa málið," segir hann. Málið kom inn á hans borð sem formanns Blindrafélagsi ns og spurði hann í framhaldinu Jón Gnarr á vefnum hvort þessi stefnubreyting væri komin frá nýjum meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar „Viðbrögðin komu svo í morgun. Þá var haft samband við mig frá menntasviði Reykjavíkur og ég beðinn um frekari skýringar," segir Kristinn. Að hans sögn hefur hingað til alltaf verið farið í einu og öllu að ráðleggingum fagfólks. Hann segist ekki geta útskýrt af hverju breyting hafi orðið þar á. „Það er bara einhver embættismaður sem ákveður að gera eitthvað annað og þykist vita betur en fagfólkið," segir hann. Um var að ræða nokkur tilfelli þar sem röng hjálpartæki voru keypt en dæmi um hjálpartæki fyrir blind og sjónskert börn eru stækkunartæki, hallandi lesborð og bækur með blindraletri. „Þau tæki sem keypt voru dugðu ekki til að nemendur gætu fylgt jafnöldrum sínum eftir í námi. Það er ekkert annað en mannréttindabrot," segir Kristinn. Eftir að Kristinn fékk staðfest frá menntasviði borgarinnar að rétt tæki yrðu keypt skrifaði hann aðra athugasemd í Dagbók borgarstjóra: „Mér er bæði ljúft og skylt að greina frá því á þessum vettvangi að brugðist hefur verið við athugasemdum mínum, frá því fyrir helgi, varðandi rétt sem brotuinn var á blindum og sjónskertum börnum í grunnskólum Reykjavíkur. Viðbrögðin voru skjót og ráðstafanir hafa nú verið gerðar til að fara að ráðum fagfólks varðandi kaup á hjálpartækjum. Fyrir það ber að þakka."
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira