Blóðskilun nýrnasjúkra í fyrsta skipti á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. nóvember 2014 11:08 Nýja aðstaðan á Selfossi er til fyrirmyndar en hér eru tvær sjúklingar í blóðskilun og starfsfólk deildarinnar, ásamt Birni Magnússyni, lækni. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum alveg í skýjunum, fyrsta blóðskilun fór fram á Suðurlandi á föstudaginn með opnun nýrrar deildar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi þar sem okkar fólk fær m.a. þjónustu“, segir Kristín Sæunn Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Félags nýrnasjúkra. Fram að þessu hafa íbúar á Suðurlandi þurft að fara til Reykjavíkur í blóðskilun. „Félag nýrnasjúkra hefur árum saman barist fyrir því að boðið verði uppá blóðskilun nýrnasjúkra utan Reykjavíkur. Nýrnasjúkir í blóðskilun fá þá þjónustu í Reykjavík. Þrisvar í viku mæta þeir og eru í vélinni í 4 -5 klst. í senn. Fólk sem býr utan Reykjavíkur ferðast á milli eða flytur jafnvel á höfuðborgarsvæðið. Blóðskilun nálægt sjúklingum er til mikils hagræðis og einnig öryggisatriði þar sem að ekki viðrar alltaf vel á Íslandi og svo eru sjúklingar oft mjög slappir eftir skilunina“, segir Kristín Sæunn.Blóðskilun á skemmtiferða skipum Það hefur líka verið sorglegt að fólk, sem háð er þessari þjónustu og á bókstaflega líf sitt undir henni hefur ekki getað ferðast innanlands til þessa nema dagsferðir eða svo Það er hins vegar hægt að ferðast víða um heim og fá blóðskilun, jafnvel á skemmtiferða skipun. Nú er sem sagt búið að opna skilunardeild á Selfossi og er það mikið fagnaðarefni. Nýrnalæknateymið á Landspítala ber ábyrgð á faglegu starfi þarna og á miklar þakkir skilið fyrir þetta en ekki síður Björn Magnússon læknir með sínu fólki á Selfossi. Björn sá einnig til þess ásamt sínu fólki, að einn sjúklingur á Neskaupstað fær blóðskilun þar. Með vorinu eigum við svo von á að boðið verði uppá blóðskilun á Akureyri“, segir Kristín Sæunn ennfremur. Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
„Við erum alveg í skýjunum, fyrsta blóðskilun fór fram á Suðurlandi á föstudaginn með opnun nýrrar deildar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi þar sem okkar fólk fær m.a. þjónustu“, segir Kristín Sæunn Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Félags nýrnasjúkra. Fram að þessu hafa íbúar á Suðurlandi þurft að fara til Reykjavíkur í blóðskilun. „Félag nýrnasjúkra hefur árum saman barist fyrir því að boðið verði uppá blóðskilun nýrnasjúkra utan Reykjavíkur. Nýrnasjúkir í blóðskilun fá þá þjónustu í Reykjavík. Þrisvar í viku mæta þeir og eru í vélinni í 4 -5 klst. í senn. Fólk sem býr utan Reykjavíkur ferðast á milli eða flytur jafnvel á höfuðborgarsvæðið. Blóðskilun nálægt sjúklingum er til mikils hagræðis og einnig öryggisatriði þar sem að ekki viðrar alltaf vel á Íslandi og svo eru sjúklingar oft mjög slappir eftir skilunina“, segir Kristín Sæunn.Blóðskilun á skemmtiferða skipum Það hefur líka verið sorglegt að fólk, sem háð er þessari þjónustu og á bókstaflega líf sitt undir henni hefur ekki getað ferðast innanlands til þessa nema dagsferðir eða svo Það er hins vegar hægt að ferðast víða um heim og fá blóðskilun, jafnvel á skemmtiferða skipun. Nú er sem sagt búið að opna skilunardeild á Selfossi og er það mikið fagnaðarefni. Nýrnalæknateymið á Landspítala ber ábyrgð á faglegu starfi þarna og á miklar þakkir skilið fyrir þetta en ekki síður Björn Magnússon læknir með sínu fólki á Selfossi. Björn sá einnig til þess ásamt sínu fólki, að einn sjúklingur á Neskaupstað fær blóðskilun þar. Með vorinu eigum við svo von á að boðið verði uppá blóðskilun á Akureyri“, segir Kristín Sæunn ennfremur.
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira