Innlent

Blóðvatn á Eskifirði: Heilbrigðiseftirlitið átti að loka veitunni

Andrés Elísson fyrrverandi bæjarfulltrúi í Fjarðarbyggð gagnrýnir heilbrigðiseftirlitið harðlega eftir að blóðvatn lak í vatnsveitubæjarins í byrjun mánaðarins. Hann segir að eftirlitið hafi gefið grænt ljós á vatnsveituna eftir að hafa bara tekið sýni á einum stað. Nokkrum dögum síðar hafi hundrað til tvö hundrað manns verið með niðurgang og fólk farið á spítala í kjölfarið.

„Ég hef grun um að það hafi bara verið teknar prufur í sundlauginni en hún er bara hluti af stoðkerfinu. Síðan halda íbúarnir áfram að drekka vatnið og það eru engar ráðstafanir gerðar því allt átti að vera í lagi." Stuttu síðar fer fólk að lenda í því að vera með niðurgang. „Og þú gerir þér kannski ekki grein fyrir því að það eru kannski hundrað til tvöhundruð manns með niðurgang og hluti af þeim fór á sjúkrahús. Íbúarnir gera sér ekki grein fyrir því hvað er að skeð."





Andrés Elísson fyrrverandi bæjarfulltrúi
Hann segir heilbrigðiseftirlitið hafa brugðist. „Heilbrigðiseftirlitið á að sjá um það að loka smituðum veitum og gefa leyfi fyrir þessu. Ekki voru þau að gera kröfu um að veitunni yrði lokað eða að hún yrði klóruð. Eftirlitið tók ekki sýni vítt og breitt um bæinn, mér vitanlega. Með öðrum orðum þetta embættismannakerfi heilbrigðiseftirlitsins er í molum og þetta fólk er ekki starfi sínu vaxið. Ef þetta hefði gerst í stórborg hefðu menn sagt af sér. En við búum í litlusamfélagi og heilbrigðiseftirlitið lætur eins og það viti ekki af þessu."

Andrés telur að þegar að fólk hafi byrjað að veikjast hafi starfsmenn sveitarfélagsins gripið inn í og farið út í frekari hreinsanir. „Þá er gefin út tilkynning að vatnið sé smitað. Þetta er náttúrlega til skammar og mér finnst að Helga Hreinsdóttir, framkvæmdarstjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands eigi að segja af sér. Það er bara verið að breiða yfir þetta. Hún átti að loka veitunni og krefjast þess að íbúarnir yrðu varaðir við, og taka sýni vítt og breitt um bæinn en ekki bara í sundlauginni," segir Andrés.

„Það er lögreglan sem stöðvar umferð þegar það verður óhapp og það er hlutverk lögreglunnar að hleypa henni aftur af stað. Heilbrigðiseftirlitið er lögreglan í þessu máli og eftirlitið brást," segir Andrés að lokum.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×