Lífið

Bloggarar spá í Solstice-trend

Guðrún Ansnes skrifar
blómó
blómó
Hildur Ragnarsdóttir
Þó að sumarblíðan láti kannski lítið fyrir sér fara er víst ábyggilegt að útihátíðirnar á skerinu góða munu ekki gera það. Alltaf má sjá ákveðið mynstur í klæðnaði gesta á hverri og einni hátíð, og því ekki seinna vænna að fara að spá í trendin.

Byrjum á okkar eigin útgáfu af Coachella-hátíðinni, Secret Solstice í Laugardalnum. Sú fyrrnefnda er allajafna ekki minni tískusýning en tónlistarveisla og gera má ráð fyrir að svo verði einnig með sólstöðu-útgáfuna.

Vísir fékk þrjá afar tískuþenkjandi bloggara til að spá fyrir um hvað muni einkenna kvenpeninginn í Laugardalnum á komandi hátíð.

Hildur Ragnarsdóttir tískubloggari og eigandi Einveru.

„Annar hópurinn er hversdagslegur, í víðum „boyfriend“-gallabuxum, regnjökkum, með beanies-húfur, eða bucket-hatta. Doctor Martens, gróf stígvél. Einfaldir stuttermabolir, flannelskyrtur, jogging-peysur, leðurjakkar.

Með fanny packs eða minni bakpoka. Hinn hópurinn er með blómakransa eða höfuðskraut, í flare-buxum, með sailor-hatta. Metallic gervihúðflúr verða áberandi og septum-lokkar.“

Elísabet Gunnarsdóttir
Elísabet Gunnarsdóttir tískubloggari og fatahönnuður

„Ef ég á að nefna eina flík þá dettur mér fyrst í hug fíni sjóarahatturinn sem er að ná hæstu hæðum á Íslandi þessa dagana. Annars afslappað basic lúkk yfir það heila og útvíðar buxur fyrir þær sem þora.

Þó að ég notist mikið við orðatiltækið „less is more“ þá eru hátíðir eins og þessar undantekning og þar má leika sér meira með klæðaburðinn.“

Edda Gunnlaugsdóttir
Edda Gunnlaugsdóttir tískubloggari og nemi í textílhönnun.

„Ég hugsa að það verði mikið um rúskinnsjakka í brúnum lit, jafnvel með kögri, en það er mjög vinsælt fyrir sumarið.

Einnig gallaefni, hvort sem það eru skyrtur, buxur eða pils. Skóbúnaður verður þægilegur og held ég að Adidas-skór verði oft fyrir valinu. Svo vona ég bara að veðrið verði gott og fólk klæði sig í flott mynstur og liti.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×