Bloggarar standa fyrir hávaðamótmælum á morgun Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 26. ágúst 2009 12:13 Frosti Sigurjónsson, framkvæmdastjóri, bloggari og mótmælandi. Mynd/Anton Brink „Hugmyndin er sú að sá sem mætir þarna og öskrar getur unnið sér inn eina til tvær milljónir," segir Frosti Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Dohop flugleitarvélarinnar og bloggari. Hann tilheyrir hópi bloggara sem stendur fyrir svokölluðum hávaðamótmælum á Austurvelli á hádegi á morgun til að mótmæla því að Alþingi samþykki ríkisábyrgð á Icesave samningunum. Hann telur að mótmælendur geti unnið sér inn eina til tvær milljónir fyrir litla vinnu, en það er álíka upphæðinni sem deilist á hvern Íslending vegna samninganna. „Menn þurfa að fá útrás - það er ekki bara hægt að blogga í hljóði. Þarna verða öskurkórar, lúðarsveitir og hrossabrestir," segir Frosti og bætir við að fólk geti tekið þátt í hávaðanum hvar sem þeir eru staddir á hádegi á morgun með því að þeyta bílflautu, hækka í græjunum eða stappa niður fótum. Frosti segir markmiðið að sýna ríkisstjórninni að hún hafi þjóðina ekki með sér og stappa stáli í þá þingmenn sem hafa efasemdir um samningana. Hópurinn er ósáttur við að skuldum einkabanka sé velt á almenning og segja afleiðingar þess að samþykkja Icesave samninginn verra en nokkuð sem Bretar og Hollendingar geti hótað þjóðinni. Þá telur hann fyrirvarana við samningana ekki ganga nógu langt. Ríkisábyrgð á Icesave samningunum verður rædd í þinginu á morgun og hefjast umræður klukkan hálf ellefu. Málið var tekið út úr fjárlaganefnd í gær. Blogg Frosta má sjá hér. Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Sjá meira
„Hugmyndin er sú að sá sem mætir þarna og öskrar getur unnið sér inn eina til tvær milljónir," segir Frosti Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Dohop flugleitarvélarinnar og bloggari. Hann tilheyrir hópi bloggara sem stendur fyrir svokölluðum hávaðamótmælum á Austurvelli á hádegi á morgun til að mótmæla því að Alþingi samþykki ríkisábyrgð á Icesave samningunum. Hann telur að mótmælendur geti unnið sér inn eina til tvær milljónir fyrir litla vinnu, en það er álíka upphæðinni sem deilist á hvern Íslending vegna samninganna. „Menn þurfa að fá útrás - það er ekki bara hægt að blogga í hljóði. Þarna verða öskurkórar, lúðarsveitir og hrossabrestir," segir Frosti og bætir við að fólk geti tekið þátt í hávaðanum hvar sem þeir eru staddir á hádegi á morgun með því að þeyta bílflautu, hækka í græjunum eða stappa niður fótum. Frosti segir markmiðið að sýna ríkisstjórninni að hún hafi þjóðina ekki með sér og stappa stáli í þá þingmenn sem hafa efasemdir um samningana. Hópurinn er ósáttur við að skuldum einkabanka sé velt á almenning og segja afleiðingar þess að samþykkja Icesave samninginn verra en nokkuð sem Bretar og Hollendingar geti hótað þjóðinni. Þá telur hann fyrirvarana við samningana ekki ganga nógu langt. Ríkisábyrgð á Icesave samningunum verður rædd í þinginu á morgun og hefjast umræður klukkan hálf ellefu. Málið var tekið út úr fjárlaganefnd í gær. Blogg Frosta má sjá hér.
Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent