Blómabylting á Bergstaðastræti Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júlí 2014 22:26 Mikil hætta getur skapast af hraðaakstri enda mörg börn á leik við Bergstaðastræti. MYND/BRYJNA HULD/VALGARÐUR Íbúar við Bergstaðastræti í Reykjavík hafa fengið sig fullsadda af miklum umferðarhraða á götunni sem þeir segja alla jafna langt yfir þeim þrjátíu kílómetra hámarkshraða á klukkustund sem umferðarlög kveða á um. Einn þeirra, leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir, hefur farið heldur óhefðbundna leið í baráttu sinni við ökuþórana en allt frá árinu 2011 hefur hún laumað blómapottum út á mitt strætið til að reyna að ná niður umferðahraðanum í götunni. Vigdís segir í samtali við Vísi að kjörnar aðstæður séu til hraðakstur á götunni, á Bergstaðastræti sé beinn og breiður kafli og fólk á stórum bílum eigi því til að misreikna hraða sinn. Ökumenn slysist til að keyra langt yfir hámarkshraða sem getur skapað miklar hættu í íbúagötu sem þessari. Vigdís leitaði til borgarinnar fyrir tveimur árum síðan og bar áhyggjur sínar undir yfirvöld. Þau hafi orðið við óskum hennar um að grípa inn í og ráðist var í byggingu hraðhindrunar í Bergstaðastræti skömmu síðar. Vígdís segir hraðahindrunina þó ekki hafa skilað tilætluðum árangri og að bílar sem keyra um götuna, sérstaklega þeir stóru, þurfi lítið að hægja á sér þegar þeir keyra yfir hana. Því hafi hún gripið til sinna ráða.Eitt af blómum Vigdísar.MYND/BRYNJAHULDBlómin allsráðandi „Þetta eru yfirleitt litlir hlutir - oftar en ekki blómapottar eða pokar og fötur með blómi í - sem ég set á miðjan veginn og því nægt pláss báðum megin við til að keyra fram hjá þeim. Þetta virðist þó fara kalla fram mikil viðbrögð, flestir eru mjög ánægðir og glaðir en einn og einn svartur sauður verður alveg brjálaður yfir blóminu,“ segir Vigdís. Þessir svörtu sauðir eigi því stundum til að siga lögreglunni á blómapottana. „Það er eiginleg hálf hlægilegt að undirmönnuð lögreglan sé að eyða púðri í að taka blóm af veginum, sendandi hingað bíla og mótorhjólalöggur. Það kom til dæmis leðurklædd lögregla á mótorhjóli hingað um daginn og stóð yfir pottinum á meðan hún beið eftir eftir því að hann yrði fjarlægður,“ segir Vigdís en hún telur þó flesta ánægða með uppátækið. Hún ætli því að halda aðgerðum sínum áfram þangað til að varanleg lausn finnst á hraðavandanum. Vigdís fór, í umboði íbúa Bergstaðastrætis, aftur á fund með borgaryfirvöldum á dögunum og sótti formlega um að sérstökum blómakerum yrði komið fyrir við götuna sem gefist hafa vel við aðra götur í Reykjavík. Vigdís vonar að þetta uppátæki hennar leiði til breyttra viðhorfa í reykvískri umferðarmenningu. „Þetta eru falleg skilaboð, ást og kærleikur, sem ég er að reyna að dreifa með blómapottunum og vonandi verða þeir áminning til allra um að götur eru ekki bara fyrir bíla,“ segir Vigdís Hrefna Pálsdóttir.Vigdís Hrefna Pálsdóttr.Vísir/Valgarður Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Íbúar við Bergstaðastræti í Reykjavík hafa fengið sig fullsadda af miklum umferðarhraða á götunni sem þeir segja alla jafna langt yfir þeim þrjátíu kílómetra hámarkshraða á klukkustund sem umferðarlög kveða á um. Einn þeirra, leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir, hefur farið heldur óhefðbundna leið í baráttu sinni við ökuþórana en allt frá árinu 2011 hefur hún laumað blómapottum út á mitt strætið til að reyna að ná niður umferðahraðanum í götunni. Vigdís segir í samtali við Vísi að kjörnar aðstæður séu til hraðakstur á götunni, á Bergstaðastræti sé beinn og breiður kafli og fólk á stórum bílum eigi því til að misreikna hraða sinn. Ökumenn slysist til að keyra langt yfir hámarkshraða sem getur skapað miklar hættu í íbúagötu sem þessari. Vigdís leitaði til borgarinnar fyrir tveimur árum síðan og bar áhyggjur sínar undir yfirvöld. Þau hafi orðið við óskum hennar um að grípa inn í og ráðist var í byggingu hraðhindrunar í Bergstaðastræti skömmu síðar. Vígdís segir hraðahindrunina þó ekki hafa skilað tilætluðum árangri og að bílar sem keyra um götuna, sérstaklega þeir stóru, þurfi lítið að hægja á sér þegar þeir keyra yfir hana. Því hafi hún gripið til sinna ráða.Eitt af blómum Vigdísar.MYND/BRYNJAHULDBlómin allsráðandi „Þetta eru yfirleitt litlir hlutir - oftar en ekki blómapottar eða pokar og fötur með blómi í - sem ég set á miðjan veginn og því nægt pláss báðum megin við til að keyra fram hjá þeim. Þetta virðist þó fara kalla fram mikil viðbrögð, flestir eru mjög ánægðir og glaðir en einn og einn svartur sauður verður alveg brjálaður yfir blóminu,“ segir Vigdís. Þessir svörtu sauðir eigi því stundum til að siga lögreglunni á blómapottana. „Það er eiginleg hálf hlægilegt að undirmönnuð lögreglan sé að eyða púðri í að taka blóm af veginum, sendandi hingað bíla og mótorhjólalöggur. Það kom til dæmis leðurklædd lögregla á mótorhjóli hingað um daginn og stóð yfir pottinum á meðan hún beið eftir eftir því að hann yrði fjarlægður,“ segir Vigdís en hún telur þó flesta ánægða með uppátækið. Hún ætli því að halda aðgerðum sínum áfram þangað til að varanleg lausn finnst á hraðavandanum. Vigdís fór, í umboði íbúa Bergstaðastrætis, aftur á fund með borgaryfirvöldum á dögunum og sótti formlega um að sérstökum blómakerum yrði komið fyrir við götuna sem gefist hafa vel við aðra götur í Reykjavík. Vigdís vonar að þetta uppátæki hennar leiði til breyttra viðhorfa í reykvískri umferðarmenningu. „Þetta eru falleg skilaboð, ást og kærleikur, sem ég er að reyna að dreifa með blómapottunum og vonandi verða þeir áminning til allra um að götur eru ekki bara fyrir bíla,“ segir Vigdís Hrefna Pálsdóttir.Vigdís Hrefna Pálsdóttr.Vísir/Valgarður
Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira