Boða til samstöðufundar við bandaríska sendiráðið vegna Trump Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. nóvember 2016 15:58 Boðað hefur verið til samstöðufundar vegna nýkjörins forseta Bandaríkjanna fyrir utan bandaríska sendiráðið klukkan hálf fimm síðdegis í dag. Vísir/Vilhelm/Getty Boðað hefur verið til samstöðufundar vegna nýkjörins forseta Bandaríkjanna fyrir utan bandaríska sendiráðið klukkan hálf fimm síðdegis í dag. Ýmis félagasamtök hafa lýst yfir stuðningi við fundinn, meðal annars Akkeri, Samtökin 78, Trans Ísland og Tabú. Árdís Kristín Ingvarsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði og stundakennari í Háskóla Íslands, er einn skipuleggjanda fundarins ásamt þeim Gëzim Haziri og Benjamín Julian. Gëzim hafði frumkvæði að skipulagningu viðburðarins, en hann kom sjálfur hingað til lands sem flóttamannabarn og hefur unnið að málefnum flóttafólks og innflytjenda.Arndís Kristín Ingvarsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði og stundakennari í Háskóla Íslands.Mynd/ArndísÓttast endurvakningu á réttlætingu hatursorðræðuÁrdís segist hafa þungar áhyggjur af því ofbeldi sem hefur sprottið upp síðustu vikuna, en fréttir hafa borist af því að ofbeldi gegn minnihlutahópum hafi aukist í kjölfar kosninganna. „Ég upplifi það sem kennari uppi í háskóla að nemendur mínir í hinsegin samfélaginu voru mjög áhyggjufullir. Svo var ég að spjalla við fólk í Bandaríkjunum sem sagði mér frá því að þegar þau voru að fara inn á heilsugæslu í Maine, sem er talið frekar frjálslynt ríki. Þar voru sjúkrastofurnar yfirfullar af slösuðu svörtu fólki. Svo heyrði ég einnig í vinkonu minni sem er lesbía úti í Grikklandi og hún var að lýsa hvað hún hefði miklar áhyggjur af því að þetta væri að hafa áhrif þar líka. Að það verði endurvakning á réttlætingu á þessari orðræðu og hatursglæpum,“ segir Árdís í samtali við Vísi. „Þannig að þegar Gezim kallaði okkur til þá fannst mér þetta bara vera alveg rétt. Það sem við erum að gera er að leggja áherslu á samstöðu gegn ofbeldi.“ Árdís segir mikilvægt að senda þau skilaboð að ofbeldi muni ekki líðast. „Við búum í samfélagi sem leggur ofboðslega mikla áherslu á frið og gegn ofbeldi. Ég hef ekki mikla trú á því að það geti komið upp svipað ástand hér en mér finnst samt mikilvægt að senda þessi skilaboð, sérstaklega til barnanna ef þau eru að horfa. Ég var sjálf leikskólakennari í tuttugu ár, meðal annars þegar Íraksstríðið var og maður sá að börnin upplifðu það sem var að gerast annars staðar í gegnum sjónvarp og félagsmiðla. Það er líka mikiolvægt að við ræðum það við börnin okkar að þetta sé ekki í lagi.“ Á Facebook síðu viðburðarins er fólk hvatt til að mæta með rós sem tákn ástar á móti hatri og styrk á móti virðingaleysi. Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Boðað hefur verið til samstöðufundar vegna nýkjörins forseta Bandaríkjanna fyrir utan bandaríska sendiráðið klukkan hálf fimm síðdegis í dag. Ýmis félagasamtök hafa lýst yfir stuðningi við fundinn, meðal annars Akkeri, Samtökin 78, Trans Ísland og Tabú. Árdís Kristín Ingvarsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði og stundakennari í Háskóla Íslands, er einn skipuleggjanda fundarins ásamt þeim Gëzim Haziri og Benjamín Julian. Gëzim hafði frumkvæði að skipulagningu viðburðarins, en hann kom sjálfur hingað til lands sem flóttamannabarn og hefur unnið að málefnum flóttafólks og innflytjenda.Arndís Kristín Ingvarsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði og stundakennari í Háskóla Íslands.Mynd/ArndísÓttast endurvakningu á réttlætingu hatursorðræðuÁrdís segist hafa þungar áhyggjur af því ofbeldi sem hefur sprottið upp síðustu vikuna, en fréttir hafa borist af því að ofbeldi gegn minnihlutahópum hafi aukist í kjölfar kosninganna. „Ég upplifi það sem kennari uppi í háskóla að nemendur mínir í hinsegin samfélaginu voru mjög áhyggjufullir. Svo var ég að spjalla við fólk í Bandaríkjunum sem sagði mér frá því að þegar þau voru að fara inn á heilsugæslu í Maine, sem er talið frekar frjálslynt ríki. Þar voru sjúkrastofurnar yfirfullar af slösuðu svörtu fólki. Svo heyrði ég einnig í vinkonu minni sem er lesbía úti í Grikklandi og hún var að lýsa hvað hún hefði miklar áhyggjur af því að þetta væri að hafa áhrif þar líka. Að það verði endurvakning á réttlætingu á þessari orðræðu og hatursglæpum,“ segir Árdís í samtali við Vísi. „Þannig að þegar Gezim kallaði okkur til þá fannst mér þetta bara vera alveg rétt. Það sem við erum að gera er að leggja áherslu á samstöðu gegn ofbeldi.“ Árdís segir mikilvægt að senda þau skilaboð að ofbeldi muni ekki líðast. „Við búum í samfélagi sem leggur ofboðslega mikla áherslu á frið og gegn ofbeldi. Ég hef ekki mikla trú á því að það geti komið upp svipað ástand hér en mér finnst samt mikilvægt að senda þessi skilaboð, sérstaklega til barnanna ef þau eru að horfa. Ég var sjálf leikskólakennari í tuttugu ár, meðal annars þegar Íraksstríðið var og maður sá að börnin upplifðu það sem var að gerast annars staðar í gegnum sjónvarp og félagsmiðla. Það er líka mikiolvægt að við ræðum það við börnin okkar að þetta sé ekki í lagi.“ Á Facebook síðu viðburðarins er fólk hvatt til að mæta með rós sem tákn ástar á móti hatri og styrk á móti virðingaleysi.
Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira