Innlent

Boðar til mótmæla gegn útgerðarmönnum

Reykjavíkurhöfn í morgun.
Reykjavíkurhöfn í morgun. Mynd GVA
Boðað hefur verið til annarra mótmæla klukkan fjögur í dag. Það er Andri Sigurðsson hönnuður sem stendur fyrir mótmælunum en á Facebook, þar sem mótmælin eru auglýst, hafa um 700 manns boðað komu sína. Mótmælin fara því fram samhliða mótmælum útgerðarmanna og sjómanna.

Á Facebook segir að mótmælin beinist gegn útgerðarmönnum. Þar segir orðrétt:

„Kvótaþegar og aðrir útgerðarmenn ætla að nota starfsfólk sitt til að mótmæla auknu veiðigjaldi. LÍÚ hefur boðað til mótmæla á Austurvelli á morgun kl. 16:00. Þetta er á mörkum þess að vera siðleg aðgerð, þarna er verið að stilla sjómönnum og starfsmönnum þessara fyrirtækja upp við vegg. Sjómenn munu ekki þora að vera á annarri skoðun en vinnuveitendur þeirra.

Ég skora á alla sem vilja mótmæla hroka og frekju útgerðarinnar, vilja krefjast réttlátara kerfis, vilja sjálfbært fiskveiðistjórnunarkerfi að mæta á Austurvöll og sýna stjórnvöldum að við erum fleiri og sterkari en útgerðarmenn. Við verðum að pressa á ríkisstjórnina að standa við kosningaloforð sín!

Látum ekki útgerðarmenn standa í vegi fyrir eðlilegum framförum. Látum þá ekki hirða áfram allan ávinning af fiskum í sjónum."

Hægt er að nálgast Facebook síðuna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×