Innlent

Boeing Dreamliner á Keflavíkurflugvelli

MYND/AP

Boeing 787 Dreamliner,nýjasta þotan frá Boeing verksmiðjunum, kom til Keflavíkur í nótt til að æfa lendingar á Keflavíkurflugvelli, einkum í hliðarvindi.

Þetta er fyrsta tilraunaflug þotunnar utan Bandaríkjanna, en fyrstu þotur þessarar gerðar munu hefja áætlunarflug um áramót. Þotan er hönnuð frá grunni og hafa tafir orðið á afhendingu hennar, meðal annars vegna hrunsins, en öll helstu flugfélög heims hafa þegar pantað slíkar vélar.

Keflavíkurflugvöllur þykir ákjósanlegur til þess að reyna nýjar vélar í lendingum við erfiðar veðuraðstæður og þannig var nýja Airbus risaþotan, A-380 látin æfa lendingar á Keflavíkurflugvelli, áður en hún var tekin í notkun við áætlunarflug.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×