Bókin um Akranes kostar 100 milljónir - 23 ár í vinnslu Erla Hlynsdóttir skrifar 22. nóvember 2010 15:32 Gunnlaugur Haraldsson hefur verið í 23 ár að rita fyrstu tvö bindin af sögu Akraness Mynd: GVA Loks sér fyrir endann á ritun fyrstu tveggja bindanna í sögu Akranesskaupstaðar en söguritari leggur þessa dagana lokahönd á verkið. Endanlegur kostnaður við ritun þessara tveggja binda, og undirbúning hennar fyrir útgáfu, verður um 96 milljónir. Gunnlaugur Haraldsson hefur unnið að ritun verksins frá árinu 1997 og fer stærsti hluti greiðslunnar til hans. Tíu ár þar á undan vann Jón Böðvarsson að verkinu. Ef kostnaðinum við ritunina er dreift niður á íbúa Akranesskaupstaðar jafngildir hann því að hvert mannsbarn í bæjarfélaginu greiði um 15 þúsund krónur fyrir verkið, en á Akranesi búa nú um 6.550 manns. Enn eru óunnin seinni tvö bindin af sögu Akraness og er óvíst hvort þau verða rituð, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Bæjarráð Akranesskaupstaðar hefur falið bæjarstjóra Akraness að ganga til samninga við Uppheima ehf. um útgáfu fyrstu tveggja bindanna. Annar aðaleigenda Uppheima hefur lengi búið á Akranesi og fyrstu starfsár fyrirtækisins sá það um útgáfu Árbókar Akurnesinga og gerir enn. Að sögn Árna Múla Jónassonar bæjarstjóra er það hluti af ástæðunni fyrir því að byrjað verður á að reyna að ná samningum við Uppheima. „Ekki hrist fram úr erminni" Spurður hvort honum finnist réttlætanlegt að bæjarfélagið greiði hátt í hundrað milljónir fyrir ritun sögu Akranesskaupstaðar segir Árni Múli erfitt að leggja á það mat og bendir á að aðeins eru örfáir mánuðir síðan hann tók við sem bæjarstjóri. „Ég hef ekki grænan grun um hvað er eðlilegt í þessu sambandi. Við viljum bara fara að koma þessu út og gleðja bæjarbúa. Það sem ég hef séð af þessu verki heillaði mig. Það er greinilegt að þetta er ekki hrist fram úr erminni," segir Árni Múli. Ef ekki nást góðir samningar við Uppheima verður leitað til annarra útgáfufélaga. Kostnaður við útgáfu leggst ofan á milljónirnar 96. Sú upphæð miðast við uppreiknaðan kostnað miðað við meðalvísitölu hvers árs frá árinu 1987 og til dagsins í dag. Gert er ráð fyrir að fyrstu tvö bindin komi út á fyrri hluta næsta árs. Söguritari hefur meðfram vinnu sinni við ritun fyrstu tveggja bindanna viðað að sér upplýsingum sem talið er að geti nýst ef verður af ritun seinni bindanna tveggja. Vísir greindi síðast í janúar frá kostnaði við ritun sögu Akranesskaupstaðar og var hann kominn upp í tæpar 80 milljónir samkvæmt þeim gögnum sem þá lágu fyrir. Uppfært 23. nóvember: Kristján Kristjánsson, annar aðaleigandi Uppheima, vill koma á framfæri: „Gunnlaugur Haraldsson þjóðháttafræðingur hefur unnið að ritun sögu Akraness síðan 1997. Þar áður fékkst Jón Böðvarsson við verkefnið - frá árinu 1987, og eitt bindi var gefið út. Eins og lesa má um í fundargerðum ritnefndar á vef Akranekaupstaðar liggur fyrir, samkvæmt upplýsingum frá Gunnlaugi Haraldssyni m.a,. að þriðja bindið er nú þegar skrifað og söfnun efnis í það fjórða vel á veg komið." Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Sjá meira
Loks sér fyrir endann á ritun fyrstu tveggja bindanna í sögu Akranesskaupstaðar en söguritari leggur þessa dagana lokahönd á verkið. Endanlegur kostnaður við ritun þessara tveggja binda, og undirbúning hennar fyrir útgáfu, verður um 96 milljónir. Gunnlaugur Haraldsson hefur unnið að ritun verksins frá árinu 1997 og fer stærsti hluti greiðslunnar til hans. Tíu ár þar á undan vann Jón Böðvarsson að verkinu. Ef kostnaðinum við ritunina er dreift niður á íbúa Akranesskaupstaðar jafngildir hann því að hvert mannsbarn í bæjarfélaginu greiði um 15 þúsund krónur fyrir verkið, en á Akranesi búa nú um 6.550 manns. Enn eru óunnin seinni tvö bindin af sögu Akraness og er óvíst hvort þau verða rituð, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Bæjarráð Akranesskaupstaðar hefur falið bæjarstjóra Akraness að ganga til samninga við Uppheima ehf. um útgáfu fyrstu tveggja bindanna. Annar aðaleigenda Uppheima hefur lengi búið á Akranesi og fyrstu starfsár fyrirtækisins sá það um útgáfu Árbókar Akurnesinga og gerir enn. Að sögn Árna Múla Jónassonar bæjarstjóra er það hluti af ástæðunni fyrir því að byrjað verður á að reyna að ná samningum við Uppheima. „Ekki hrist fram úr erminni" Spurður hvort honum finnist réttlætanlegt að bæjarfélagið greiði hátt í hundrað milljónir fyrir ritun sögu Akranesskaupstaðar segir Árni Múli erfitt að leggja á það mat og bendir á að aðeins eru örfáir mánuðir síðan hann tók við sem bæjarstjóri. „Ég hef ekki grænan grun um hvað er eðlilegt í þessu sambandi. Við viljum bara fara að koma þessu út og gleðja bæjarbúa. Það sem ég hef séð af þessu verki heillaði mig. Það er greinilegt að þetta er ekki hrist fram úr erminni," segir Árni Múli. Ef ekki nást góðir samningar við Uppheima verður leitað til annarra útgáfufélaga. Kostnaður við útgáfu leggst ofan á milljónirnar 96. Sú upphæð miðast við uppreiknaðan kostnað miðað við meðalvísitölu hvers árs frá árinu 1987 og til dagsins í dag. Gert er ráð fyrir að fyrstu tvö bindin komi út á fyrri hluta næsta árs. Söguritari hefur meðfram vinnu sinni við ritun fyrstu tveggja bindanna viðað að sér upplýsingum sem talið er að geti nýst ef verður af ritun seinni bindanna tveggja. Vísir greindi síðast í janúar frá kostnaði við ritun sögu Akranesskaupstaðar og var hann kominn upp í tæpar 80 milljónir samkvæmt þeim gögnum sem þá lágu fyrir. Uppfært 23. nóvember: Kristján Kristjánsson, annar aðaleigandi Uppheima, vill koma á framfæri: „Gunnlaugur Haraldsson þjóðháttafræðingur hefur unnið að ritun sögu Akraness síðan 1997. Þar áður fékkst Jón Böðvarsson við verkefnið - frá árinu 1987, og eitt bindi var gefið út. Eins og lesa má um í fundargerðum ritnefndar á vef Akranekaupstaðar liggur fyrir, samkvæmt upplýsingum frá Gunnlaugi Haraldssyni m.a,. að þriðja bindið er nú þegar skrifað og söfnun efnis í það fjórða vel á veg komið."
Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Sjá meira