Innlent

Bollywood-kvikmynd tekin upp á Íslandi

Vefsíðan Times of India greindir frá því að framleiðendur frá Indlandi ætli sér að koma til Íslands ásamt tökuliði seinna í maí með það fyrir augum að endurgera Bollywood-kvikmyndina Brindavanam.

Með í för verða meðal annars indverskar kvikmyndastjörnur. Ráðgert er að tökur standi yfir í tíu daga. Fæstir aðstandandan myndarinnar hafa komið til Íslands og sjaldgæft að kvikmyndaverin þar í landi leiti svo langt norður.

Leikstjóri myndarinnar er K. Madesha en myndin er, eins og oft er með indverskar kvikmyndir, sérkennileg blanda af rómantískri ástarsögu, gegndarlausum hasar og hópdansatriðum.

Afkastamiklu framleiðslufyrirtækin í Bollywood bætast þar með í hóp fjölda kvikmyndafyrirtækja sem hafa tekið kvikmyndir sínar að hluta til upp á hér á landi, og er skemmst að minnast Oblivion með Tom Cruise í aðalhlutverki.

Hér fyrir ofan má sjá stiklu úr upprunalegu myndinni sem var sýnd í kvikmyndahúsum á Indlandi árið 2010 og gekk feykilega vel í miðasölunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×