Bólusetningin gagnast fleirum en 12 ára stúlkum Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 25. febrúar 2014 10:23 "Við höfum ekki verið nógu dugleg til þess að hvetja konur og aðra til þess að bólusetja sig,“ segir Kristján. VÍSIR/VILHELM/AÐSEND Félag bandarískra kvensjúkdóma- og fæðingalækna hvetja til þess að bæði konur og karlar upp að 26 ára aldri verði bólusett gegn HPV veirunni. Þar eins og hér á landi eru 12 ára stúlkur þær einu sem eru bólusettar gegn veirunni. „Það eru fleiri hópar sem þessar bólusetningar myndu geta haft áhrif á en ungar stúlkur,“ segir Kristján Oddsson, yfirlæknir hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. „Umræðan um þetta er aðeins að hefjast hér á landi.“ „Við höfum ekki verið nógu dugleg til þess að hvetja konur og aðra til þess að bólusetja sig,“ segir Kristján. En að hans sögn myndu bólusetningarnar koma sér vel fyrir fleiri en þær sem eru bólusettar nú.HPV veiran veldur meðal annars krabbameini í endaþarmi Um 80 prósent fólks smitast af HPV veirunni tveimur árum eftir að það byrjar að stunda kynlíf. Um 40 tegundir eru af veirunni og um 15 af þeim eru krabbameinsvaldandi. Í um 90 prósent tilfella losnar fólkið við veiruna af sjálfu sér að sögn Kristjáns. Bóluefnið sem ungum stúlkum er gefið í dag ver þær fyrir tveimur af þessum 15 krabbameinsvaldandi veirum en þær tvær valda um 70 prósent af leghálskrabbameinum. „HPV veiran getur einnig valdið krabbameini í endaþarmi, munnkoki og getnaðarlimi,“ segir Kristján. Samkynhneigðir karlar eru í 17 prósent meiri hættu á að fá krabbamein í endaþarmsop en þeir sem hafa bara kynmök við konur. Það er vegna HPV veirunnar. Foreldrar ungra drengja ættu því að hafa það í huga að láta bólusetja þá. Konur sem eru að koma úr löngum samböndum og hafa áhuga á að stofna til nýrra ættu sömuleiðis að hugleiða bólusetningu. Ekki sé víst að þær hafi fengið veiruna og með bólusetningu væru þær að verja sig gagnvart smiti. Í Danmörku er konum boðið upp á ókeypis bólusetningu upp að 26 ára aldri. Hér á landi þyrftu þær konur og þeir karlmenn sem hafa áhuga á bólusetningu að greiða fyrir hana sjálf. Tvær tegundir bólusetninga eru í boði hér á landi nú og sú dýrari kostar um 22 þúsund krónur skiptið. Til þess að bólusetningin virki þarf að fara þrisvar sinnum í hana á sex mánaða tímabili. Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
Félag bandarískra kvensjúkdóma- og fæðingalækna hvetja til þess að bæði konur og karlar upp að 26 ára aldri verði bólusett gegn HPV veirunni. Þar eins og hér á landi eru 12 ára stúlkur þær einu sem eru bólusettar gegn veirunni. „Það eru fleiri hópar sem þessar bólusetningar myndu geta haft áhrif á en ungar stúlkur,“ segir Kristján Oddsson, yfirlæknir hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. „Umræðan um þetta er aðeins að hefjast hér á landi.“ „Við höfum ekki verið nógu dugleg til þess að hvetja konur og aðra til þess að bólusetja sig,“ segir Kristján. En að hans sögn myndu bólusetningarnar koma sér vel fyrir fleiri en þær sem eru bólusettar nú.HPV veiran veldur meðal annars krabbameini í endaþarmi Um 80 prósent fólks smitast af HPV veirunni tveimur árum eftir að það byrjar að stunda kynlíf. Um 40 tegundir eru af veirunni og um 15 af þeim eru krabbameinsvaldandi. Í um 90 prósent tilfella losnar fólkið við veiruna af sjálfu sér að sögn Kristjáns. Bóluefnið sem ungum stúlkum er gefið í dag ver þær fyrir tveimur af þessum 15 krabbameinsvaldandi veirum en þær tvær valda um 70 prósent af leghálskrabbameinum. „HPV veiran getur einnig valdið krabbameini í endaþarmi, munnkoki og getnaðarlimi,“ segir Kristján. Samkynhneigðir karlar eru í 17 prósent meiri hættu á að fá krabbamein í endaþarmsop en þeir sem hafa bara kynmök við konur. Það er vegna HPV veirunnar. Foreldrar ungra drengja ættu því að hafa það í huga að láta bólusetja þá. Konur sem eru að koma úr löngum samböndum og hafa áhuga á að stofna til nýrra ættu sömuleiðis að hugleiða bólusetningu. Ekki sé víst að þær hafi fengið veiruna og með bólusetningu væru þær að verja sig gagnvart smiti. Í Danmörku er konum boðið upp á ókeypis bólusetningu upp að 26 ára aldri. Hér á landi þyrftu þær konur og þeir karlmenn sem hafa áhuga á bólusetningu að greiða fyrir hana sjálf. Tvær tegundir bólusetninga eru í boði hér á landi nú og sú dýrari kostar um 22 þúsund krónur skiptið. Til þess að bólusetningin virki þarf að fara þrisvar sinnum í hana á sex mánaða tímabili.
Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira