Lífið

Bónorð yfir Holuhrauni

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Af vefnum www.akv.is.
Hollenskt par, Suzanne van Dijk og Rick Spanjer flugu fyrir helgi frá Akureyri yfir eldgosið í Holuhrauni ásamt fleiri ferðamönnum. Þegar á eldstöðvarnar var síðan komið bað Suzanne Rick að kvænast sér en Rick játaði strax. Þetta kemur fram á miðlinum www.akv.is.

Fyrirheitin voru innsigluð með kossi en þegar farþegar áttuðu sig á því sem gerst hefði var parinu fagnað með lófataki. Eftir lendingu var síðan tekið á móti parinu með freyðivíni og súkkulaðihúðuðum jarðaberjum.

Saga Travel býður upp á flug yfir eldstöðvarnar tvisvar á dag á meðan gosið endist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.