Innlent

Borðum of lítið af heilkornabrauði

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Heilkornabrauð dregur úr sjúkdómahættu.
Heilkornabrauð dregur úr sjúkdómahættu. Fréttablaðið/Anton
„Æskilegt er að landsmenn borði meira af grófum heilkornabrauðum og öðrum heilkornavörum til að stuðla að bættri heilsu,“ segir í frétt Landlæknis. Íslendingar borði aðeins hálf brauðsneið á dag að meðaltali.



„Rannsóknir benda til að neysla á grófu kornmeti dragi úr líkunum á hjarta- og æðasjúkdómum og sykursýki af tegund 2,“ segir Landlæknir. „Að auki hefur lengi verið vitað að trefjaríkar vörur hafa góð áhrif á meltinguna og benda rannsóknir til þess að neysla trefjaríkra vara úr jurtaríkinu dragi úr líkum á krabbameini í ristli.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×