Borgar á annan milljarð samtals fyrir afnot af Perlunni Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. ágúst 2013 18:50 Ríkissjóður þarf að borga 80 milljónir króna á ári í leigu fyrir afnot af Perlunni undir Náttúruminjasafn Íslands eða samtals vel á annan milljarð króna á samningstímanum. Samningurinn er til 15 ára og er óuppsaegjanlegur. Stjórnarþingmenn gagnrýna leiguna og segja hana óeðlilega háa. Sýning Náttúruminjasafnsins verður á fyrstu hæðinni í Perlunni, en auk leigu á hæðinni fylgir leiga á einum tanki. Munirnir sem verða á sýningunni hafa verið lengi í bráðabirgðahúsnæði í gömlu loftskeytastöðinni í Vesturbænum Við suðurgötu 43. Almennilegan sýningarstað hefur vantað undir þessa muni og samkvæmt áætlunum á safnið að opna haustið 2014. Stjórnarþingmenn eins og Guðlaugur Þór Þórðarson segja að sýningarstaðurinn sé full dýru verði leigður. Sérstaklega á tímum aðhalds í ríkisfjármálum. Guðlaugi Þór finnst einnig hæpið að samningurinn sé óuppsegjanlegur, en hann er gerður með fyrirvara um samþykki Alþingis.Milljarða fjárhæðir „sem á að senda á skattgreiðendur“ „Það er áhugavert að sjá að samningurinn er óuppsegjanlegur til 15 ára og það er ekki hægt að sjá að þarna sé um lága leigu að ræða. Þegar allt er tekið, uppsetningin og annað slíkt þá er um að ræða milljarða upphæðir sem á að senda á skattgreiðendur. Það eina góða við þennan samning er að hann hefur ekki verið samþykktur af hálfu Alþingis. Það kemur því til kasta þingsins í haust hvort menn vilja forgangsraða með þeim hætti að menn setji milljarða í þetta verkefni,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir að nú verði að forgangsraða í ríkisfjármálum, enda sé ríkið að greiða tvöfalda þá fjárhæð sem fer í rekstur heilbrigðiskerfisins í vexti af lánum ríkissjóðs. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir að samningurinn sé sanngjarn fyrir bæði ríki og borg. „Borgin keypti Perluna og leggur um hundrað milljónir króna í breytingar á henni svo af þessari sýningu geti orðið. Leigan stendur í raun bara undir þeirri fjárfestingu (kaupunum á Perlunni innsk.blm) en ekkert umfram það. Þetta er ekki samningur sem er gerður til að græða á leigunni heldur fremur til að njóta góðs af því að þarna opni gott náttúruminjasafn,“ segir Dagur. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira
Ríkissjóður þarf að borga 80 milljónir króna á ári í leigu fyrir afnot af Perlunni undir Náttúruminjasafn Íslands eða samtals vel á annan milljarð króna á samningstímanum. Samningurinn er til 15 ára og er óuppsaegjanlegur. Stjórnarþingmenn gagnrýna leiguna og segja hana óeðlilega háa. Sýning Náttúruminjasafnsins verður á fyrstu hæðinni í Perlunni, en auk leigu á hæðinni fylgir leiga á einum tanki. Munirnir sem verða á sýningunni hafa verið lengi í bráðabirgðahúsnæði í gömlu loftskeytastöðinni í Vesturbænum Við suðurgötu 43. Almennilegan sýningarstað hefur vantað undir þessa muni og samkvæmt áætlunum á safnið að opna haustið 2014. Stjórnarþingmenn eins og Guðlaugur Þór Þórðarson segja að sýningarstaðurinn sé full dýru verði leigður. Sérstaklega á tímum aðhalds í ríkisfjármálum. Guðlaugi Þór finnst einnig hæpið að samningurinn sé óuppsegjanlegur, en hann er gerður með fyrirvara um samþykki Alþingis.Milljarða fjárhæðir „sem á að senda á skattgreiðendur“ „Það er áhugavert að sjá að samningurinn er óuppsegjanlegur til 15 ára og það er ekki hægt að sjá að þarna sé um lága leigu að ræða. Þegar allt er tekið, uppsetningin og annað slíkt þá er um að ræða milljarða upphæðir sem á að senda á skattgreiðendur. Það eina góða við þennan samning er að hann hefur ekki verið samþykktur af hálfu Alþingis. Það kemur því til kasta þingsins í haust hvort menn vilja forgangsraða með þeim hætti að menn setji milljarða í þetta verkefni,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir að nú verði að forgangsraða í ríkisfjármálum, enda sé ríkið að greiða tvöfalda þá fjárhæð sem fer í rekstur heilbrigðiskerfisins í vexti af lánum ríkissjóðs. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir að samningurinn sé sanngjarn fyrir bæði ríki og borg. „Borgin keypti Perluna og leggur um hundrað milljónir króna í breytingar á henni svo af þessari sýningu geti orðið. Leigan stendur í raun bara undir þeirri fjárfestingu (kaupunum á Perlunni innsk.blm) en ekkert umfram það. Þetta er ekki samningur sem er gerður til að græða á leigunni heldur fremur til að njóta góðs af því að þarna opni gott náttúruminjasafn,“ segir Dagur.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira