Innlent

Borgarbúar verða að flokka rusl

Endurvinnsla stóreykst í kjölfar breytinga sem gera á í Reykjavík.
Endurvinnsla stóreykst í kjölfar breytinga sem gera á í Reykjavík. Fréttablaðið/Pjetur
Brátt þurfa allir Reykvíkingar að flokka pappír samkvæmt stefnu Reykjavíkurborgar. Óheimilt verður að setja pappír í sorpílát fyrir blandað sorp.

Íbúum sem setja pappírsefni í ílát fyrir blandað sorp verður tilkynnt með límmiðum, á tunnum eða sorpgeymslu, að ekki hafi verið staðið rétt að flokkun og að við næstu losun verði ílát ekki losuð séu í þeim pappírsefni.

Tveir eftirlitsmenn verða ráðnir til að fara á undan sorpbílunum og taka stikkprufur. Þeir munu einnig sjá um að setja límmiða á tunnur sem innihalda pappír.

Stefnt er að því að innleiða breytinguna í áföngum, þannig að hún taki gildi á mismunandi tímum eftir hverfum.

Breytingarnar taka fyrst gildi á Kjalarnesi þann 1. október á þessu ári en áætlað er að þær taki seinast gildi í Vesturbænum í maí 2013.

Gera má ráð fyrir að mikill fjöldi Reykvíkinga muni kjósa að fá sér bláa ruslatunnu undir pappírsefni og er gert ráð fyrir að borgarbúar panti rúmlega 16 þúsund tunnur hjá borginni á næstu misserum.

- ktg



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×