Innlent

Borgarfulltrúi vill að ríkissaksóknari gefi út ákæru í Gillz-málinu

Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík, vill að ríkissaksóknari gefi út ákæru á Egil Einarsson og kærustu hans, svo að málið fari sína leið í réttarkerfinu.
Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík, vill að ríkissaksóknari gefi út ákæru á Egil Einarsson og kærustu hans, svo að málið fari sína leið í réttarkerfinu. mynd úr safni
„Ég vil bara að málið fari þá leið sem það á að fara í réttarkerfinu, það er það sem skiptir öllu máli," segir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri Grænna, um mál Egils „Gillzenegger" Einarssonar, sem nú er til umfjöllunar hjá ríkissaksóknara.

Á Facebook-síðu sinni í dag sagði Sóley: „Nú er bara að krossa fingur" og tengdi frétt þess efnis að Ríkissaksóknari væri kominn með málið á sitt borð.

Í samtali við Vísi segir Sóley að með orðum sínum hafi hún átt við að málið farið sína leið í réttarkerfinu. „Það yrði mjög vont ef málið yrði látið niður falla og engar útskýringar gefnar," segir hún.

Egill er sakaður um að hafa nauðgað ungri stúlku síðla á síðasta ári, ásamt kærustu sinni, og er rannsókn lögreglu nú lokið, en málið var forgangsmál hjá rannsóknardeildinni.

Í dag barst ríkissaksóknara svo málið og mun hann svo ákveða hvort að gefin verði út ákæra í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×