Innlent

Borgarísjaki norðvestur af Skagatá

Ísjakinn sást rúmlega norðvestur af Skagatá. Myndin er úr safni.
Ísjakinn sást rúmlega norðvestur af Skagatá. Myndin er úr safni. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Stór borgarísjaki sást í gærkvöldi rúmlega tíu sjómílur norðvestur af Skagatá, sem er í minni Skagafjarðar, vestanverðu. Skip, sem átti leið um þessar slóðir sigldi líka í gegn um ísspöng, sem getur verið varasöm skipum, að sögn skipstjórans.

Borgarísjakinn hefur ekki verið skoðaður í návígi og því er ekki vitað hvort ísbjörn kunni að vera á honum, en þeir berast með borgarísjökum hingað til lands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×