Borgarráð, börnin og trúin 21. júní 2011 06:00 Borgarráð Reykjavíkur fær til umfjöllunar á næstu dögum reglur mannréttindaráðs um samstarf skóla og trúar- og lífsskoðunarfélaga. Þegar borgarráð tekur afstöðu í málinu er mikilvægt að stuðst sé við vísindalegar rannsóknir þannig að ákvörðunina megi rökstyðja með faglegum hætti. Slíkar rannsóknir er auðvelt að nálgast með leitarvélum. Skólasamfélagið er vísindasamfélag og verður að vera hafið yfir pólitíska stefnu í þessu máli sem öðrum. Margar rannsóknir sem hafa verið gerðar innan heilbrigðis- og félagsvísinda hafa rannsakað tengsl trúar við ýmsar breytur svo sem hamingju, heilsufar, tilgang í lífinu og sjálfsvíg svo dæmi sé tekið. Niðurstöður benda til að þeim sem telja sig trúaða vegni almennt betur en hinum. Því er mun nær fyrir Reykjavíkurborg að hvetja börn til þátttöku í trúarlegu starfi og nýta þær rannsóknir sem hafa verið gerðar, í stað þess að leita leiða til að hindra aðgengi barna að upplýsingum um trúariðkun í nærsamfélaginu. Komi barn heim með bæklinga sem foreldrum hugnast ekki þá er það að sjálfsögðu þeirra hlutverk að leiðbeina barninu. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland er aðili að segir að það sem barni sé fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar stjórnvöld gera ráðstafanir sem varða börn. Reykjavíkurborg er ekki stætt á að fara gegn vísindalegum rannsóknum. Borgarráði er því ekki stætt á að samþykkja reglur mannréttindaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Borgarráð Reykjavíkur fær til umfjöllunar á næstu dögum reglur mannréttindaráðs um samstarf skóla og trúar- og lífsskoðunarfélaga. Þegar borgarráð tekur afstöðu í málinu er mikilvægt að stuðst sé við vísindalegar rannsóknir þannig að ákvörðunina megi rökstyðja með faglegum hætti. Slíkar rannsóknir er auðvelt að nálgast með leitarvélum. Skólasamfélagið er vísindasamfélag og verður að vera hafið yfir pólitíska stefnu í þessu máli sem öðrum. Margar rannsóknir sem hafa verið gerðar innan heilbrigðis- og félagsvísinda hafa rannsakað tengsl trúar við ýmsar breytur svo sem hamingju, heilsufar, tilgang í lífinu og sjálfsvíg svo dæmi sé tekið. Niðurstöður benda til að þeim sem telja sig trúaða vegni almennt betur en hinum. Því er mun nær fyrir Reykjavíkurborg að hvetja börn til þátttöku í trúarlegu starfi og nýta þær rannsóknir sem hafa verið gerðar, í stað þess að leita leiða til að hindra aðgengi barna að upplýsingum um trúariðkun í nærsamfélaginu. Komi barn heim með bæklinga sem foreldrum hugnast ekki þá er það að sjálfsögðu þeirra hlutverk að leiðbeina barninu. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland er aðili að segir að það sem barni sé fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar stjórnvöld gera ráðstafanir sem varða börn. Reykjavíkurborg er ekki stætt á að fara gegn vísindalegum rannsóknum. Borgarráði er því ekki stætt á að samþykkja reglur mannréttindaráðs.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar