Borgarstjóri óttast hryðjuverkaárás í Reykjavíkurhöfn Jón Júlíus Karlsson skrifar 2. janúar 2014 19:46 Jón Gnarr stefnir að því að gera Reykjavík að herlausri borg áður en hann lætur af embætti sem borgarstjóri í vor. Þetta er eitt af áramótaheitum borgarstjórans. Hann óttast að hryðjuverkaárasir gætu fylgt erlendum herskipum til Reykjavíkur. „Mig langar að gera Reykjavík að friðarborg heimsins - að þegar fólk hugsar um frið, þá hugsi það um Reykjavík,“ sagði Jón Gnarr sem fagnar 47 ára afmæli sínu í dag. Jón hefur mjög eindregið verið á móti komu komu herskipa og herflugvéla ti Reykjavíkur frá því að hann tók við sem borgarstjóri árið 2010. Borgarstjóri óttast hryðjuverkaárás í Reykjavíkurhöfn með komu herskipa. „Það er raunhæfur möguleiki á að einhverjum dytti það í hug að fremja hryðjuverk í Reykjavík. Mér finnst við ekki eiga að taka þá áhættu.“Dregur úr komu herflugvéla til Reykjavíkur Borgarstjóra hefur tekist að draga úr komu herflugvéla til landsins á síðustu árum. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia þá lentu 54 herflugvélar í Reykjavík árið 2011 en voru 21 árið á eftir. Verður engin tekjumissir fyrir Reykjavíkurborg að vísa frá herflugvélum og skipum? „Ég held að það verði enginn umtalsverður tekjumissir og tekjurnar haldast alltaf innanlands. Það verða einhverjir aðrir sem fá þær tekjur,“ segir Jón. Íslensku varðskipin eru vopnum búin. Mætti ekki skilgreina þau sem herskip? „Ég er ekki að fara út í þetta vegna þess að þetta er einfalt - þetta er flókið. Ég vil meina að það sé stór munur á sjálfsvörn og árás.“Brand og Bono segja hugmyndina frábæra Jón segir að hugmyndir sínar um herlausa Reykjavík njóti mikils stuðnings. „Ég hef rætt þetta við Russell Brand og Bono og þeir segja báðir að þetta sé frábær hugmynd. Þetta er frábær hugmynd. Það er fullt af tækifærum í friði. Friður er ekki bara hugmynd - friður er líka peningur.“ Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Jón Gnarr stefnir að því að gera Reykjavík að herlausri borg áður en hann lætur af embætti sem borgarstjóri í vor. Þetta er eitt af áramótaheitum borgarstjórans. Hann óttast að hryðjuverkaárasir gætu fylgt erlendum herskipum til Reykjavíkur. „Mig langar að gera Reykjavík að friðarborg heimsins - að þegar fólk hugsar um frið, þá hugsi það um Reykjavík,“ sagði Jón Gnarr sem fagnar 47 ára afmæli sínu í dag. Jón hefur mjög eindregið verið á móti komu komu herskipa og herflugvéla ti Reykjavíkur frá því að hann tók við sem borgarstjóri árið 2010. Borgarstjóri óttast hryðjuverkaárás í Reykjavíkurhöfn með komu herskipa. „Það er raunhæfur möguleiki á að einhverjum dytti það í hug að fremja hryðjuverk í Reykjavík. Mér finnst við ekki eiga að taka þá áhættu.“Dregur úr komu herflugvéla til Reykjavíkur Borgarstjóra hefur tekist að draga úr komu herflugvéla til landsins á síðustu árum. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia þá lentu 54 herflugvélar í Reykjavík árið 2011 en voru 21 árið á eftir. Verður engin tekjumissir fyrir Reykjavíkurborg að vísa frá herflugvélum og skipum? „Ég held að það verði enginn umtalsverður tekjumissir og tekjurnar haldast alltaf innanlands. Það verða einhverjir aðrir sem fá þær tekjur,“ segir Jón. Íslensku varðskipin eru vopnum búin. Mætti ekki skilgreina þau sem herskip? „Ég er ekki að fara út í þetta vegna þess að þetta er einfalt - þetta er flókið. Ég vil meina að það sé stór munur á sjálfsvörn og árás.“Brand og Bono segja hugmyndina frábæra Jón segir að hugmyndir sínar um herlausa Reykjavík njóti mikils stuðnings. „Ég hef rætt þetta við Russell Brand og Bono og þeir segja báðir að þetta sé frábær hugmynd. Þetta er frábær hugmynd. Það er fullt af tækifærum í friði. Friður er ekki bara hugmynd - friður er líka peningur.“
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira