Innlent

Borgaskóli kom best út úr PISA

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Borgaskóli
Borgaskóli VISIR/PJETUR
Nemendur Borgaskóla stóðu sig best allra 15 ára grunnskólanema í Reykjavík í PISA könnunni árið 2012 en niðurstöður könnunarinnar voru birtar í dag.

Borgaskóli heitir nú Vættaskóli eftir sameiningu við Engjaskóla árið 2012.

Hæfni nemenda var metinn eftir þremur þáttum; stærðfræðilæsi, lesskilningi og náttúrufræðilæsi.

Nemendur Borgaskóla reyndust vera með mesta stærðfræðilæsi allra. Þeir komu í öðru sæti hvað lesskilninginn varðar og náttúrufræðilæsi þeirra reyndist það þriðja besta.

Meðaltal árangurs þeirra úr fyrrgreindum þáttum skilar þeim í efsta sætið í heildarframmistöðu allra grunnskóla í Reykjavík.

Hér má sjá hvernig nemendur Borgaskóla röðuðust niður á hæfniþrep PISA-könnunarinnar.

Alls þreyttu 34 nemendur við skólann prófið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×