Bormenn vonast til að slá í gegn fyrir áramót Kristján Már Unnarsson skrifar 26. júní 2016 20:20 Bormenn Vaðlaheiðarganga vonast nú til að slá í gegn fyrir lok þessa árs. Þeir segjast búnir að fá meira en nóg af erfiðum seinkunum. Rætt var við Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóra Vaðlaheiðarganga hf., í fréttum Stöðvar 2. Vinnusvæðið blasir við frá Akureyri enda er gangamuninn Eyjafjarðarmegin aðeins um sex kílómetra frá miðbæ höfuðstaðar Norðurlands. Nú er búið að grafa 76 prósent ganganna og bormennirnir fimmtíu skynja vaxandi eftirvæntingu nú þegar farið er að hylla undir þáttaskil í verkinu. „Það er vel fylgst með facebook-síðu okkar og heimasíðunni okkar hvernig staðan er og fólk hefur fullan skilning á því að verkið er að dragast,” segir Valgeir. Gangagerðin er orðin um ári á eftir áætlun. Eyjafjarðarmegin var það heitt vatn sem seinkaði verkinu en Fnjóskadalsmegin kalt vatn samhliða miklu berghruni á tíu til tólf metra kafla. „Allt saman er þetta ekkert óþekkt í jarðgangagerð. En við erum búnir að fá hérna við Vaðlaheiðargöng eiginlega allt sem hægt er að geta gerst í göngum, eiginlega meira en nóg.”Í göngunum Fnjóskárdalsmegin er nú verið að styrkja bergið með gerð svokallaðs pípuþaks. Starfsmennirnir til hægri hræra efnablöndu til þéttingar og styrkingar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Gangagröftur er nú einungist í gangi Eyjafjarðarmegin en þar er búið að grafa fjóra kílómetra. Fnjóskadalsmegin er búið að grafa einn og hálfan kílómetra en þar er munninn á móts við gömlu Fnjóskárbrúna. Þar er unnið að styrkingu bergsins með því að gera svokallað pípuþak, sem er einstakt í göngum á Íslandi. „Þegar búið verður að klára þessar vinnustyrkingar hér þá verður hægt að hefja gangagröftinn beggja vegna frá. Og þá erum við að tala um helmingi meiri afköst heldur en búið er að vera hingað til,” segir Valgeir. Afköstin gætu þá farið upp í 80 til 90 metra á viku sem þýddi að menn þyrftu ekki marga mánuði til að klára þá 1750 metra sem eftir eru ógrafnir af 7200 metra löngum göngum. En svo eru það spurningarnar sem brenna á, að minnsta kosti þeim sem búa nærri göngunum; hvenær slá þeir í gegn og hvenær verða göngin tilbúin? „Ef allt gengur eftir ættum við að geta náð því í lok þessa árs, gegnumslaginu. Þá er allur yfirborðsfrágangur eftir. Það getur tekið 12-14 mánuði, sú vinna. Þannig að endanleg verklok gætu verið í árslok 2017 eða ársbyrjun 2018,” svarar framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. Tengdar fréttir Göngin 2,2 milljarða fram úr áætlun Stjórn Vaðlaheiðarganga hf. telur að göngin undir Vaðlaheiði muni borga sig upp á aðeins þrjátíu árum þó kostnaður fari 20 prósent fram úr kostnaðaráætlun. Gert er ráð fyrir að verkið farið rúmlega 2,2 milljarða fram úr áætlun og að opnun ganganna seinki til loka ársins 2017 í fyrsta lagi. 16. febrúar 2016 07:00 Umferð meiri en spár gerðu ráð fyrir Heildarumferð um Víkurskarð er meiri en spár um umferð um Vaðlaheiðargöng gerðu ráð fyrir. Umferð það sem af er ári er 25 prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Göngin hafa ekki lengst síðan vatn fór að streyma inn í þau að austanverðu. 6. maí 2015 07:00 Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Sjá meira
Bormenn Vaðlaheiðarganga vonast nú til að slá í gegn fyrir lok þessa árs. Þeir segjast búnir að fá meira en nóg af erfiðum seinkunum. Rætt var við Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóra Vaðlaheiðarganga hf., í fréttum Stöðvar 2. Vinnusvæðið blasir við frá Akureyri enda er gangamuninn Eyjafjarðarmegin aðeins um sex kílómetra frá miðbæ höfuðstaðar Norðurlands. Nú er búið að grafa 76 prósent ganganna og bormennirnir fimmtíu skynja vaxandi eftirvæntingu nú þegar farið er að hylla undir þáttaskil í verkinu. „Það er vel fylgst með facebook-síðu okkar og heimasíðunni okkar hvernig staðan er og fólk hefur fullan skilning á því að verkið er að dragast,” segir Valgeir. Gangagerðin er orðin um ári á eftir áætlun. Eyjafjarðarmegin var það heitt vatn sem seinkaði verkinu en Fnjóskadalsmegin kalt vatn samhliða miklu berghruni á tíu til tólf metra kafla. „Allt saman er þetta ekkert óþekkt í jarðgangagerð. En við erum búnir að fá hérna við Vaðlaheiðargöng eiginlega allt sem hægt er að geta gerst í göngum, eiginlega meira en nóg.”Í göngunum Fnjóskárdalsmegin er nú verið að styrkja bergið með gerð svokallaðs pípuþaks. Starfsmennirnir til hægri hræra efnablöndu til þéttingar og styrkingar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Gangagröftur er nú einungist í gangi Eyjafjarðarmegin en þar er búið að grafa fjóra kílómetra. Fnjóskadalsmegin er búið að grafa einn og hálfan kílómetra en þar er munninn á móts við gömlu Fnjóskárbrúna. Þar er unnið að styrkingu bergsins með því að gera svokallað pípuþak, sem er einstakt í göngum á Íslandi. „Þegar búið verður að klára þessar vinnustyrkingar hér þá verður hægt að hefja gangagröftinn beggja vegna frá. Og þá erum við að tala um helmingi meiri afköst heldur en búið er að vera hingað til,” segir Valgeir. Afköstin gætu þá farið upp í 80 til 90 metra á viku sem þýddi að menn þyrftu ekki marga mánuði til að klára þá 1750 metra sem eftir eru ógrafnir af 7200 metra löngum göngum. En svo eru það spurningarnar sem brenna á, að minnsta kosti þeim sem búa nærri göngunum; hvenær slá þeir í gegn og hvenær verða göngin tilbúin? „Ef allt gengur eftir ættum við að geta náð því í lok þessa árs, gegnumslaginu. Þá er allur yfirborðsfrágangur eftir. Það getur tekið 12-14 mánuði, sú vinna. Þannig að endanleg verklok gætu verið í árslok 2017 eða ársbyrjun 2018,” svarar framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf.
Tengdar fréttir Göngin 2,2 milljarða fram úr áætlun Stjórn Vaðlaheiðarganga hf. telur að göngin undir Vaðlaheiði muni borga sig upp á aðeins þrjátíu árum þó kostnaður fari 20 prósent fram úr kostnaðaráætlun. Gert er ráð fyrir að verkið farið rúmlega 2,2 milljarða fram úr áætlun og að opnun ganganna seinki til loka ársins 2017 í fyrsta lagi. 16. febrúar 2016 07:00 Umferð meiri en spár gerðu ráð fyrir Heildarumferð um Víkurskarð er meiri en spár um umferð um Vaðlaheiðargöng gerðu ráð fyrir. Umferð það sem af er ári er 25 prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Göngin hafa ekki lengst síðan vatn fór að streyma inn í þau að austanverðu. 6. maí 2015 07:00 Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Sjá meira
Göngin 2,2 milljarða fram úr áætlun Stjórn Vaðlaheiðarganga hf. telur að göngin undir Vaðlaheiði muni borga sig upp á aðeins þrjátíu árum þó kostnaður fari 20 prósent fram úr kostnaðaráætlun. Gert er ráð fyrir að verkið farið rúmlega 2,2 milljarða fram úr áætlun og að opnun ganganna seinki til loka ársins 2017 í fyrsta lagi. 16. febrúar 2016 07:00
Umferð meiri en spár gerðu ráð fyrir Heildarumferð um Víkurskarð er meiri en spár um umferð um Vaðlaheiðargöng gerðu ráð fyrir. Umferð það sem af er ári er 25 prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Göngin hafa ekki lengst síðan vatn fór að streyma inn í þau að austanverðu. 6. maí 2015 07:00