Börn af erlendum uppruna líklegri fórnarlömb eineltis Elimar Hauksson skrifar 16. október 2013 07:00 Um fimm prósent íslenskra barna segjast hafa orðið þolendur eineltis. Mynd/ap Börn af erlendum uppruna eru mun líklegri en íslensk til að verða fyrir einelti. Þetta sýnir ný doktorsrannsókn sem fjallar um vina- og félagasamskipti barna af íslenskum og erlendum uppruna. Rannsóknin er hluti af doktorsrannsókn Eyrúnar Maríu Rúnarsdóttur við Leiden-háskóla í Hollandi. Hún hlaut á dögunum styrk frá styrktarsjóði Margaret og Bent Scheving Magnússonar en Háskóli Íslands sér um úthlutunina. „Hluti af mínu verkefni er að skoða einelti í þessum hópi sérstaklega. Því miður kemur fram að töluvert algengara er að börn af erlendu bergi brotin séu þolendur og jafnframt eru þau gerendur eineltis í meiri mæli en íslensk. Það er hærra hlutfall þeirra í öllum hópum sem rannsakaðir voru,“ segir Eyrún. Í fyrstu niðurstöðum rannsóknarinnar voru fjórir hópar aðgreindir eftir því hvort tungumálið á heimilinu var íslenska, pólska, asískt mál (víetnamska, filippseysk mál og taílenska) eða vesturevrópskt mál. Eyrún segir rannsókninni ekki lokið en hún er meðal annars að skrifa um einelti, auk þess sem hún kannar þætti eins og líðan í skólanum, lífsánægju, vanlíðan og hvernig hópurinn upplifir stuðning frá foreldrum og vinum að ógleymdu einelti. „Niðurstöðurnar benda til þess að asísku börnin standi verst að vígi þegar litið er til þessara þátta. Auk þess er hæsta hlutfall þeirra sem eru bæði þolendur og gerendur í einelti asísk börn eða fjórtán prósent,“ segir Eyrún. Um það bil tvö prósent íslenskra barna sögðust leggja önnur börn í einelti en rúmlega ellefu prósent pólskra barna greindu frá að þau væru gerendur. Rannsóknin sýnir einnig að minni stuðnings gætir frá vinum og foreldrum og upplifun á bekkjarbrag er neikvæðari hjá börnum af erlendum uppruna en íslenskum. Reyndist upplifun asískra barna þar vera verst. „Það virðist margt benda til þess að börn sem eru af erlendu bergi brotin standi auk þess verr að vígi en þau íslensku í félagasamskiptum og eigi jafnframt erfitt með að eignast íslenska vini,“ segir Eyrún María. Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Börn af erlendum uppruna eru mun líklegri en íslensk til að verða fyrir einelti. Þetta sýnir ný doktorsrannsókn sem fjallar um vina- og félagasamskipti barna af íslenskum og erlendum uppruna. Rannsóknin er hluti af doktorsrannsókn Eyrúnar Maríu Rúnarsdóttur við Leiden-háskóla í Hollandi. Hún hlaut á dögunum styrk frá styrktarsjóði Margaret og Bent Scheving Magnússonar en Háskóli Íslands sér um úthlutunina. „Hluti af mínu verkefni er að skoða einelti í þessum hópi sérstaklega. Því miður kemur fram að töluvert algengara er að börn af erlendu bergi brotin séu þolendur og jafnframt eru þau gerendur eineltis í meiri mæli en íslensk. Það er hærra hlutfall þeirra í öllum hópum sem rannsakaðir voru,“ segir Eyrún. Í fyrstu niðurstöðum rannsóknarinnar voru fjórir hópar aðgreindir eftir því hvort tungumálið á heimilinu var íslenska, pólska, asískt mál (víetnamska, filippseysk mál og taílenska) eða vesturevrópskt mál. Eyrún segir rannsókninni ekki lokið en hún er meðal annars að skrifa um einelti, auk þess sem hún kannar þætti eins og líðan í skólanum, lífsánægju, vanlíðan og hvernig hópurinn upplifir stuðning frá foreldrum og vinum að ógleymdu einelti. „Niðurstöðurnar benda til þess að asísku börnin standi verst að vígi þegar litið er til þessara þátta. Auk þess er hæsta hlutfall þeirra sem eru bæði þolendur og gerendur í einelti asísk börn eða fjórtán prósent,“ segir Eyrún. Um það bil tvö prósent íslenskra barna sögðust leggja önnur börn í einelti en rúmlega ellefu prósent pólskra barna greindu frá að þau væru gerendur. Rannsóknin sýnir einnig að minni stuðnings gætir frá vinum og foreldrum og upplifun á bekkjarbrag er neikvæðari hjá börnum af erlendum uppruna en íslenskum. Reyndist upplifun asískra barna þar vera verst. „Það virðist margt benda til þess að börn sem eru af erlendu bergi brotin standi auk þess verr að vígi en þau íslensku í félagasamskiptum og eigi jafnframt erfitt með að eignast íslenska vini,“ segir Eyrún María.
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira