Börn afskipt í ofbeldismálum 17. febrúar 2011 09:00 Tvö þúsund börn á Íslandi hið minnsta verða á hverju ári vitni að heimilisofbeldi. Þessi stóri hópur er hins vegar afskiptur og hafa félagsmálayfirvöld ekki sinnt honum. Þær stofnanir sem bera ábyrgð á börnum sem búa við þessar aðstæður hafa takmarkað samráð sín á milli og fagfólki kom á óvart að málin væru í þeim ólestri sem raun ber vitni. Þetta er meðal niðurstaðna í kolsvartri skýrslu Barnaheilla - Save the Children á Íslandi á þeim stuðningi sem í boði er fyrir börn í Reykjavík. Tölur fagfólks benda til að 2,5 prósent allra barna hér á landi verði vitni að ofbeldi gegn móður sinni, eða milli foreldra, á hverju ári. Líklegt er talið að sá fjöldi sé stórlega vanmetinn sökum þess hversu dult er farið með þessi mál. Félagslega kerfið í Reykjavík fær falleinkunn í skýrslu Barnaheilla. Brýn þörf er talin á gagngerri endurskoðun á málefnum barna sem búa við ofbeldið. Flestir innan kerfisins líta svo á að með því að tilkynna mál til barnaverndar sé tryggt að börn fái þann stuðning og öryggi sem þeim ber. „En í raun og veru er gap á milli þeirra væntinga sem viðmælendur hafa til barnaverndar og þess hvernig barnavernd tekur og getur tekið á málum," segir í skýrslunni. Viðmælendur í rannsókn samtakanna, fagfólkið sem kemur að málaflokknum, eru allir sammála um að börn sem búi við svo dapurlegar aðstæður sem um ræðir séu ekkert síður fórnarlömb þess ofbeldis sem foreldri þess sé beitt og slíkt sé mannskemmandi. Í fréttatilkynningu sem birt var á heimasíðu Barnaverndarstofu á mánudag eru kynntar aðgerðir vegna heimilisofbeldis. Þar er viðurkennt að barnaverndaryfirvöld og aðrir hafi ekki gefið þessum hópi gaum og því verði leitað eftir samstarfi við lögreglu og barnaverndarnefndir um tilraunaverkefni þar sem verður lagt mat „á líðan, hugsanir og óskir barnanna með það fyrir augum að veita þeim áfallahjálp og annan viðeigandi stuðning strax í kjölfar atburða af þessu tagi". Barnaverndarstofa býður í dag eitt hópúrræði fyrir börn sem orðið hafa vitni að heimilisofbeldi. Skilyrði fyrir þátttöku í þeirri meðferð er að ofbeldi sé ekki lengur til staðar á heimili og barnið sé eldra en fimm ára og tali íslensku. - shá Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Tvö þúsund börn á Íslandi hið minnsta verða á hverju ári vitni að heimilisofbeldi. Þessi stóri hópur er hins vegar afskiptur og hafa félagsmálayfirvöld ekki sinnt honum. Þær stofnanir sem bera ábyrgð á börnum sem búa við þessar aðstæður hafa takmarkað samráð sín á milli og fagfólki kom á óvart að málin væru í þeim ólestri sem raun ber vitni. Þetta er meðal niðurstaðna í kolsvartri skýrslu Barnaheilla - Save the Children á Íslandi á þeim stuðningi sem í boði er fyrir börn í Reykjavík. Tölur fagfólks benda til að 2,5 prósent allra barna hér á landi verði vitni að ofbeldi gegn móður sinni, eða milli foreldra, á hverju ári. Líklegt er talið að sá fjöldi sé stórlega vanmetinn sökum þess hversu dult er farið með þessi mál. Félagslega kerfið í Reykjavík fær falleinkunn í skýrslu Barnaheilla. Brýn þörf er talin á gagngerri endurskoðun á málefnum barna sem búa við ofbeldið. Flestir innan kerfisins líta svo á að með því að tilkynna mál til barnaverndar sé tryggt að börn fái þann stuðning og öryggi sem þeim ber. „En í raun og veru er gap á milli þeirra væntinga sem viðmælendur hafa til barnaverndar og þess hvernig barnavernd tekur og getur tekið á málum," segir í skýrslunni. Viðmælendur í rannsókn samtakanna, fagfólkið sem kemur að málaflokknum, eru allir sammála um að börn sem búi við svo dapurlegar aðstæður sem um ræðir séu ekkert síður fórnarlömb þess ofbeldis sem foreldri þess sé beitt og slíkt sé mannskemmandi. Í fréttatilkynningu sem birt var á heimasíðu Barnaverndarstofu á mánudag eru kynntar aðgerðir vegna heimilisofbeldis. Þar er viðurkennt að barnaverndaryfirvöld og aðrir hafi ekki gefið þessum hópi gaum og því verði leitað eftir samstarfi við lögreglu og barnaverndarnefndir um tilraunaverkefni þar sem verður lagt mat „á líðan, hugsanir og óskir barnanna með það fyrir augum að veita þeim áfallahjálp og annan viðeigandi stuðning strax í kjölfar atburða af þessu tagi". Barnaverndarstofa býður í dag eitt hópúrræði fyrir börn sem orðið hafa vitni að heimilisofbeldi. Skilyrði fyrir þátttöku í þeirri meðferð er að ofbeldi sé ekki lengur til staðar á heimili og barnið sé eldra en fimm ára og tali íslensku. - shá
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira