Börn afskipt í ofbeldismálum 17. febrúar 2011 09:00 Tvö þúsund börn á Íslandi hið minnsta verða á hverju ári vitni að heimilisofbeldi. Þessi stóri hópur er hins vegar afskiptur og hafa félagsmálayfirvöld ekki sinnt honum. Þær stofnanir sem bera ábyrgð á börnum sem búa við þessar aðstæður hafa takmarkað samráð sín á milli og fagfólki kom á óvart að málin væru í þeim ólestri sem raun ber vitni. Þetta er meðal niðurstaðna í kolsvartri skýrslu Barnaheilla - Save the Children á Íslandi á þeim stuðningi sem í boði er fyrir börn í Reykjavík. Tölur fagfólks benda til að 2,5 prósent allra barna hér á landi verði vitni að ofbeldi gegn móður sinni, eða milli foreldra, á hverju ári. Líklegt er talið að sá fjöldi sé stórlega vanmetinn sökum þess hversu dult er farið með þessi mál. Félagslega kerfið í Reykjavík fær falleinkunn í skýrslu Barnaheilla. Brýn þörf er talin á gagngerri endurskoðun á málefnum barna sem búa við ofbeldið. Flestir innan kerfisins líta svo á að með því að tilkynna mál til barnaverndar sé tryggt að börn fái þann stuðning og öryggi sem þeim ber. „En í raun og veru er gap á milli þeirra væntinga sem viðmælendur hafa til barnaverndar og þess hvernig barnavernd tekur og getur tekið á málum," segir í skýrslunni. Viðmælendur í rannsókn samtakanna, fagfólkið sem kemur að málaflokknum, eru allir sammála um að börn sem búi við svo dapurlegar aðstæður sem um ræðir séu ekkert síður fórnarlömb þess ofbeldis sem foreldri þess sé beitt og slíkt sé mannskemmandi. Í fréttatilkynningu sem birt var á heimasíðu Barnaverndarstofu á mánudag eru kynntar aðgerðir vegna heimilisofbeldis. Þar er viðurkennt að barnaverndaryfirvöld og aðrir hafi ekki gefið þessum hópi gaum og því verði leitað eftir samstarfi við lögreglu og barnaverndarnefndir um tilraunaverkefni þar sem verður lagt mat „á líðan, hugsanir og óskir barnanna með það fyrir augum að veita þeim áfallahjálp og annan viðeigandi stuðning strax í kjölfar atburða af þessu tagi". Barnaverndarstofa býður í dag eitt hópúrræði fyrir börn sem orðið hafa vitni að heimilisofbeldi. Skilyrði fyrir þátttöku í þeirri meðferð er að ofbeldi sé ekki lengur til staðar á heimili og barnið sé eldra en fimm ára og tali íslensku. - shá Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Tvö þúsund börn á Íslandi hið minnsta verða á hverju ári vitni að heimilisofbeldi. Þessi stóri hópur er hins vegar afskiptur og hafa félagsmálayfirvöld ekki sinnt honum. Þær stofnanir sem bera ábyrgð á börnum sem búa við þessar aðstæður hafa takmarkað samráð sín á milli og fagfólki kom á óvart að málin væru í þeim ólestri sem raun ber vitni. Þetta er meðal niðurstaðna í kolsvartri skýrslu Barnaheilla - Save the Children á Íslandi á þeim stuðningi sem í boði er fyrir börn í Reykjavík. Tölur fagfólks benda til að 2,5 prósent allra barna hér á landi verði vitni að ofbeldi gegn móður sinni, eða milli foreldra, á hverju ári. Líklegt er talið að sá fjöldi sé stórlega vanmetinn sökum þess hversu dult er farið með þessi mál. Félagslega kerfið í Reykjavík fær falleinkunn í skýrslu Barnaheilla. Brýn þörf er talin á gagngerri endurskoðun á málefnum barna sem búa við ofbeldið. Flestir innan kerfisins líta svo á að með því að tilkynna mál til barnaverndar sé tryggt að börn fái þann stuðning og öryggi sem þeim ber. „En í raun og veru er gap á milli þeirra væntinga sem viðmælendur hafa til barnaverndar og þess hvernig barnavernd tekur og getur tekið á málum," segir í skýrslunni. Viðmælendur í rannsókn samtakanna, fagfólkið sem kemur að málaflokknum, eru allir sammála um að börn sem búi við svo dapurlegar aðstæður sem um ræðir séu ekkert síður fórnarlömb þess ofbeldis sem foreldri þess sé beitt og slíkt sé mannskemmandi. Í fréttatilkynningu sem birt var á heimasíðu Barnaverndarstofu á mánudag eru kynntar aðgerðir vegna heimilisofbeldis. Þar er viðurkennt að barnaverndaryfirvöld og aðrir hafi ekki gefið þessum hópi gaum og því verði leitað eftir samstarfi við lögreglu og barnaverndarnefndir um tilraunaverkefni þar sem verður lagt mat „á líðan, hugsanir og óskir barnanna með það fyrir augum að veita þeim áfallahjálp og annan viðeigandi stuðning strax í kjölfar atburða af þessu tagi". Barnaverndarstofa býður í dag eitt hópúrræði fyrir börn sem orðið hafa vitni að heimilisofbeldi. Skilyrði fyrir þátttöku í þeirri meðferð er að ofbeldi sé ekki lengur til staðar á heimili og barnið sé eldra en fimm ára og tali íslensku. - shá
Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent