Lífið

Börn eru blessun

Jennifer Lopez gæti vel hugsað sér að eignast fleiri börn í framtíðinni.
Jennifer Lopez gæti vel hugsað sér að eignast fleiri börn í framtíðinni. nordicphotos/getty
Jennifer Lopez á tvíburana Max og Emme en segist vel geta hugsað sér að eignast fleiri börn í framtíðinni.

„Það væri sannkölluð blessun að eignast fleiri börn því þau færa manni þvílíka hamingju og gleði og halda manni jarðbundnum,“ sagði Lopez sem vinnur hörðum höndum þessa dagana. Auk þess að starfa sem dómari í American Idol fer hún með hlutverk í kvikmyndinni What to Expect When You’re Expecting og undirbýr tónleikaferðalag til að fylgja eftir nýrri plötu sinni.

Lopez er skilin við barnsföður sinn, söngvarann Marc Anthony, og hóf nýverið samband með dansaranum Casper Smart.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.