Börn sjá hrikalegt ofbeldi 28. ágúst 2012 09:00 Á því tæpa ári sem tilraunaverkefni Barnaverndarstofu vegna heimilisofbeldis hefur staðið yfir hefur sérfræðingur komið að nokkrum tilvikum þar sem konum höfðu verið veittir alvarlegir áverkar; jafnvel lífshættulegir. Fimm af 35 konum þurftu að leita sér aðstoðar á Bráðamóttöku Landspítala (LSH) fyrstu sex mánuðina sem verkefnið stóð yfir. Verkefnið lýtur að því að veita börnum sem búa við heimilisofbeldi sérhæfða þjónustu. Sérfræðingur sinnir einungis málum barna sem verða vitni að eða eru viðstödd ofbeldi á milli foreldra á heimili sínu og lögregla er kölluð á staðinn. Aðkoman er oftar en ekki skelfileg, eins og gefur að skilja. Ragna B. Guðbrandsdóttir, félagsráðgjafi og sérfræðingur í áfallavinnu með börn, hefur haft veg og vanda af vinnunni, en verkefnið hefur nú staðið í tæpt ár og lýkur um áramótin að óbreyttu. „Það hefur ekki verið ákveðið hvort áframhald verður, eða í hvaða mynd það yrði. Reynslan sýnir hins vegar að full ástæða er að festa þetta starf í sessi." Af reynslu verkefnisins segir Ragna að endurtekið ofbeldi á heimilum þar sem börn dvelja virðist vera undantekning frekar en hitt. „Það virðist sem fólk staldri við og hugsi sinn gang. Það virðist vera að þegar fókusinn er settur á börnin sem verða vitni að svona átökum, og hvaða áhrif ofbeldið hefur á þau, að þá hugsi fólk sinn gang." Tölulegar upplýsingar liggja fyrir er lúta að fyrstu sex mánuðum verkefnisins og gefa glögga mynd af því sem við er að eiga. Ragna segir að í flestum tilvikum sé það eiginmaður eða sambýlismaður móður sem beitir ofbeldi eða í nær helmingi tilvika en fyrrverandi maki kom jafnframt oft við sögu. Í þeim 36 málum sem Ragna kom að voru 68 börn á heimilunum. Þar af var 22 börnum veitt sérstök meðferð í kjölfarið, en þar af þurftu fimm börn aðeins eitt viðtal. Misjafnt er hverjir óska eftir hjálp lögreglu í þessum málum. Oft eru það nágrannar sem hringja. Börn og konurnar kalla líka sjálf eftir hjálp. Algengt er að um andlegt ofbeldi sé að ræða auk hótana, og oft hefur mikil eyðilegging átt sér stað. Fimm konur hafa þurft að leita sér aðstoðar á Bráðamóttöku Landspítalans. Aðeins ein kona úr hópnum hefur leitað til Kvennaathvarfsins. Algengt var að ofbeldismaðurinn væri undir áhrifum áfengis eða vímuefna eða í 67 prósent tilvika, í þrjátíu prósentum tilvika var viðkomandi ódrukkinn. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Á því tæpa ári sem tilraunaverkefni Barnaverndarstofu vegna heimilisofbeldis hefur staðið yfir hefur sérfræðingur komið að nokkrum tilvikum þar sem konum höfðu verið veittir alvarlegir áverkar; jafnvel lífshættulegir. Fimm af 35 konum þurftu að leita sér aðstoðar á Bráðamóttöku Landspítala (LSH) fyrstu sex mánuðina sem verkefnið stóð yfir. Verkefnið lýtur að því að veita börnum sem búa við heimilisofbeldi sérhæfða þjónustu. Sérfræðingur sinnir einungis málum barna sem verða vitni að eða eru viðstödd ofbeldi á milli foreldra á heimili sínu og lögregla er kölluð á staðinn. Aðkoman er oftar en ekki skelfileg, eins og gefur að skilja. Ragna B. Guðbrandsdóttir, félagsráðgjafi og sérfræðingur í áfallavinnu með börn, hefur haft veg og vanda af vinnunni, en verkefnið hefur nú staðið í tæpt ár og lýkur um áramótin að óbreyttu. „Það hefur ekki verið ákveðið hvort áframhald verður, eða í hvaða mynd það yrði. Reynslan sýnir hins vegar að full ástæða er að festa þetta starf í sessi." Af reynslu verkefnisins segir Ragna að endurtekið ofbeldi á heimilum þar sem börn dvelja virðist vera undantekning frekar en hitt. „Það virðist sem fólk staldri við og hugsi sinn gang. Það virðist vera að þegar fókusinn er settur á börnin sem verða vitni að svona átökum, og hvaða áhrif ofbeldið hefur á þau, að þá hugsi fólk sinn gang." Tölulegar upplýsingar liggja fyrir er lúta að fyrstu sex mánuðum verkefnisins og gefa glögga mynd af því sem við er að eiga. Ragna segir að í flestum tilvikum sé það eiginmaður eða sambýlismaður móður sem beitir ofbeldi eða í nær helmingi tilvika en fyrrverandi maki kom jafnframt oft við sögu. Í þeim 36 málum sem Ragna kom að voru 68 börn á heimilunum. Þar af var 22 börnum veitt sérstök meðferð í kjölfarið, en þar af þurftu fimm börn aðeins eitt viðtal. Misjafnt er hverjir óska eftir hjálp lögreglu í þessum málum. Oft eru það nágrannar sem hringja. Börn og konurnar kalla líka sjálf eftir hjálp. Algengt er að um andlegt ofbeldi sé að ræða auk hótana, og oft hefur mikil eyðilegging átt sér stað. Fimm konur hafa þurft að leita sér aðstoðar á Bráðamóttöku Landspítalans. Aðeins ein kona úr hópnum hefur leitað til Kvennaathvarfsins. Algengt var að ofbeldismaðurinn væri undir áhrifum áfengis eða vímuefna eða í 67 prósent tilvika, í þrjátíu prósentum tilvika var viðkomandi ódrukkinn. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira