Börn þurfa að læra fingrasetningu í snatri Sveinn Arnarsson skrifar 19. september 2016 07:00 Kynslóðin sem nú vex úr grasi er mun færari á snertiskjái en hefðbundið lyklaborð. vísir/stefán Nemendur í fjórða bekk grunnskólanna munu taka samræmd próf í lok september á tölvum, sem hefur valdið foreldrum og kennurum áhyggjum því fingrasetning hefur aldrei verið kennd markvisst á þessum aldri. Sumir skólar eiga ekki nægar tölvur svo allir nemendur geti tekið prófið samtímis og þurfa að fá lánaðar. Færa á prófið yfir á rafrænt form og þurfa því krakkar á þessum aldri að læra fingrasetningu í snatri. „Við höfum heyrt í foreldrum og kennurum sem eru áhyggjufullir yfir prófunum. Einna helst vegna þess að fingrasetning hefur ekki verið kennd markvisst á þessum aldri og því getur reynst erfitt fyrir mörg börn í 4. bekk að taka þessi próf,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. „Breytingar eru jákvæðar og að færa samræmda prófið yfir á rafrænt form er til batnaðar að okkar mati. Það hefði þó verið betra að undirbúa þessar breytingar betur með tilliti til þessa,“ segir Hrefna. Margrét Einarsdóttir, skólastjóri Vesturbæjarskóla, segir að á þriðja tug tölva hafi verið fenginn að láni. „Þetta verður erfitt og smá púsluspil. Það er framtíðin að færa þessi próf yfir í rafrænt form og þetta er í fyrsta skipti sem þetta er gert svona,“ segir Margrét. Prófað verður í íslensku og stærðfræði. Prófið í íslensku skiptist í lestur, málnotkun og ritun. Ritunin hefur mest valdið áhyggjum þar sem snertiskjáakynslóðinni gæti þótt hefðbundin lyklaborð framandi. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir verkefnið hafa verið undirbúið mjög vel. „Við erum búin að hringja í hvern einasta skóla og kynna þetta um land allt. Við höfum ekki orðið varir við áhyggjur. Það eru líka börn sem eiga erfitt með að skrifa og nú hafa hin börnin sem kunna á tölvur vinninginn þegar önnur höfðu vinninginn áður.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Áhyggjur af máltöku snjalltækjabarna Talmeinafræðingar, leikskólastjórar og íslenskufræðingar hafa orðið varir við hægari málþroska og minni orðaforða hjá börnum. Segja snjalltæki ekki mega koma í stað samverustunda. 15. september 2016 06:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Nemendur í fjórða bekk grunnskólanna munu taka samræmd próf í lok september á tölvum, sem hefur valdið foreldrum og kennurum áhyggjum því fingrasetning hefur aldrei verið kennd markvisst á þessum aldri. Sumir skólar eiga ekki nægar tölvur svo allir nemendur geti tekið prófið samtímis og þurfa að fá lánaðar. Færa á prófið yfir á rafrænt form og þurfa því krakkar á þessum aldri að læra fingrasetningu í snatri. „Við höfum heyrt í foreldrum og kennurum sem eru áhyggjufullir yfir prófunum. Einna helst vegna þess að fingrasetning hefur ekki verið kennd markvisst á þessum aldri og því getur reynst erfitt fyrir mörg börn í 4. bekk að taka þessi próf,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. „Breytingar eru jákvæðar og að færa samræmda prófið yfir á rafrænt form er til batnaðar að okkar mati. Það hefði þó verið betra að undirbúa þessar breytingar betur með tilliti til þessa,“ segir Hrefna. Margrét Einarsdóttir, skólastjóri Vesturbæjarskóla, segir að á þriðja tug tölva hafi verið fenginn að láni. „Þetta verður erfitt og smá púsluspil. Það er framtíðin að færa þessi próf yfir í rafrænt form og þetta er í fyrsta skipti sem þetta er gert svona,“ segir Margrét. Prófað verður í íslensku og stærðfræði. Prófið í íslensku skiptist í lestur, málnotkun og ritun. Ritunin hefur mest valdið áhyggjum þar sem snertiskjáakynslóðinni gæti þótt hefðbundin lyklaborð framandi. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir verkefnið hafa verið undirbúið mjög vel. „Við erum búin að hringja í hvern einasta skóla og kynna þetta um land allt. Við höfum ekki orðið varir við áhyggjur. Það eru líka börn sem eiga erfitt með að skrifa og nú hafa hin börnin sem kunna á tölvur vinninginn þegar önnur höfðu vinninginn áður.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Áhyggjur af máltöku snjalltækjabarna Talmeinafræðingar, leikskólastjórar og íslenskufræðingar hafa orðið varir við hægari málþroska og minni orðaforða hjá börnum. Segja snjalltæki ekki mega koma í stað samverustunda. 15. september 2016 06:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Áhyggjur af máltöku snjalltækjabarna Talmeinafræðingar, leikskólastjórar og íslenskufræðingar hafa orðið varir við hægari málþroska og minni orðaforða hjá börnum. Segja snjalltæki ekki mega koma í stað samverustunda. 15. september 2016 06:30