Börn þurfa að læra fingrasetningu í snatri Sveinn Arnarsson skrifar 19. september 2016 07:00 Kynslóðin sem nú vex úr grasi er mun færari á snertiskjái en hefðbundið lyklaborð. vísir/stefán Nemendur í fjórða bekk grunnskólanna munu taka samræmd próf í lok september á tölvum, sem hefur valdið foreldrum og kennurum áhyggjum því fingrasetning hefur aldrei verið kennd markvisst á þessum aldri. Sumir skólar eiga ekki nægar tölvur svo allir nemendur geti tekið prófið samtímis og þurfa að fá lánaðar. Færa á prófið yfir á rafrænt form og þurfa því krakkar á þessum aldri að læra fingrasetningu í snatri. „Við höfum heyrt í foreldrum og kennurum sem eru áhyggjufullir yfir prófunum. Einna helst vegna þess að fingrasetning hefur ekki verið kennd markvisst á þessum aldri og því getur reynst erfitt fyrir mörg börn í 4. bekk að taka þessi próf,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. „Breytingar eru jákvæðar og að færa samræmda prófið yfir á rafrænt form er til batnaðar að okkar mati. Það hefði þó verið betra að undirbúa þessar breytingar betur með tilliti til þessa,“ segir Hrefna. Margrét Einarsdóttir, skólastjóri Vesturbæjarskóla, segir að á þriðja tug tölva hafi verið fenginn að láni. „Þetta verður erfitt og smá púsluspil. Það er framtíðin að færa þessi próf yfir í rafrænt form og þetta er í fyrsta skipti sem þetta er gert svona,“ segir Margrét. Prófað verður í íslensku og stærðfræði. Prófið í íslensku skiptist í lestur, málnotkun og ritun. Ritunin hefur mest valdið áhyggjum þar sem snertiskjáakynslóðinni gæti þótt hefðbundin lyklaborð framandi. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir verkefnið hafa verið undirbúið mjög vel. „Við erum búin að hringja í hvern einasta skóla og kynna þetta um land allt. Við höfum ekki orðið varir við áhyggjur. Það eru líka börn sem eiga erfitt með að skrifa og nú hafa hin börnin sem kunna á tölvur vinninginn þegar önnur höfðu vinninginn áður.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Áhyggjur af máltöku snjalltækjabarna Talmeinafræðingar, leikskólastjórar og íslenskufræðingar hafa orðið varir við hægari málþroska og minni orðaforða hjá börnum. Segja snjalltæki ekki mega koma í stað samverustunda. 15. september 2016 06:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Nemendur í fjórða bekk grunnskólanna munu taka samræmd próf í lok september á tölvum, sem hefur valdið foreldrum og kennurum áhyggjum því fingrasetning hefur aldrei verið kennd markvisst á þessum aldri. Sumir skólar eiga ekki nægar tölvur svo allir nemendur geti tekið prófið samtímis og þurfa að fá lánaðar. Færa á prófið yfir á rafrænt form og þurfa því krakkar á þessum aldri að læra fingrasetningu í snatri. „Við höfum heyrt í foreldrum og kennurum sem eru áhyggjufullir yfir prófunum. Einna helst vegna þess að fingrasetning hefur ekki verið kennd markvisst á þessum aldri og því getur reynst erfitt fyrir mörg börn í 4. bekk að taka þessi próf,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. „Breytingar eru jákvæðar og að færa samræmda prófið yfir á rafrænt form er til batnaðar að okkar mati. Það hefði þó verið betra að undirbúa þessar breytingar betur með tilliti til þessa,“ segir Hrefna. Margrét Einarsdóttir, skólastjóri Vesturbæjarskóla, segir að á þriðja tug tölva hafi verið fenginn að láni. „Þetta verður erfitt og smá púsluspil. Það er framtíðin að færa þessi próf yfir í rafrænt form og þetta er í fyrsta skipti sem þetta er gert svona,“ segir Margrét. Prófað verður í íslensku og stærðfræði. Prófið í íslensku skiptist í lestur, málnotkun og ritun. Ritunin hefur mest valdið áhyggjum þar sem snertiskjáakynslóðinni gæti þótt hefðbundin lyklaborð framandi. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir verkefnið hafa verið undirbúið mjög vel. „Við erum búin að hringja í hvern einasta skóla og kynna þetta um land allt. Við höfum ekki orðið varir við áhyggjur. Það eru líka börn sem eiga erfitt með að skrifa og nú hafa hin börnin sem kunna á tölvur vinninginn þegar önnur höfðu vinninginn áður.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Áhyggjur af máltöku snjalltækjabarna Talmeinafræðingar, leikskólastjórar og íslenskufræðingar hafa orðið varir við hægari málþroska og minni orðaforða hjá börnum. Segja snjalltæki ekki mega koma í stað samverustunda. 15. september 2016 06:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Áhyggjur af máltöku snjalltækjabarna Talmeinafræðingar, leikskólastjórar og íslenskufræðingar hafa orðið varir við hægari málþroska og minni orðaforða hjá börnum. Segja snjalltæki ekki mega koma í stað samverustunda. 15. september 2016 06:30