Börnin reyndust vera dömurnar í Draumbæ Kristján Már Unnarsson skrifar 2. júní 2015 22:00 Gátan um íslensku börnin í frönsku kvikmyndinni er leyst. „Þetta eru dömurnar í Draumbæ" sagði einn áhorfenda okkar sem kom okkur á sporið. Í ljós kom að myndirnar voru teknar fyrir hálfri öld í Vestmannaeyjum. Við sýndum myndskeiðið í fréttum Stöðvar 2 í gær en Ásgrímur Sverrisson og nokkrir aðrir kvikmyndaáhugamenn vildu vita hvaða börn þetta væru og hvar og hvenær myndirnar voru teknar. Ástæðan er sú að þetta myndskeið frá Íslandi er notað í franskri kvikmynd sem í fyrra var valin þriðja besta heimildarmynd sögunnar. Í dag barst ábending á Vísi um að myndirnar væru teknar í Vestmannaeyjum, við Draumbæ vestan við flugvöllinn þar sem bjó stór barnafjölskylda á þeim tíma. Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, sem gjörþekkir svæðið, telur að þetta séu dömurnar í Draumbæ, systurnar Kristbjörg, Halldóra og Áshildur, sem þá voru 6, 8 og 11 ára gamlar.Nýleg ljósmynd af systrunum. Áshildur er til vinstri, Halldóra í miðið og Kristbjörg til hægri.„Ég tel það víst að þetta séum við, þrjár systurnar,“ segir Kristbjörg Sigríður Kristmundsdóttir, elsta systirin, fædd 1954, en hún er nú búsett á Patreksfirði. Hinar tvær, sem sjást á myndskeiðinu, Halldóra Kristmundsdóttir, fædd 1957, og Áshildur Kristmundsdóttir, fædd 1959, búa báðar í Svíþjóð. Kristbjörg telur að myndirnar hafi verið teknar árið 1965 og segist aðspurð kannast við fötin sem þær systur klæddust. Franskur eldfjallafræðingur, Haroun Tazieff, tók myndskeiðin á Íslandi en frá Draumbæ sást vel til Surtseyjargossins. Kristbjörg kveðst þó ekki muna sérstaklega eftir myndatökunni. Hún segist aldrei hafa séð þessar myndir áður og segir það svolítið skrýtið að sjá þær núna. Hún kveðst raunar ekki vita til þess að nein önnur kvikmynd sé til af þeim systrum svo ungum og segir gaman að sjá þær, eftir öll þessi ár.Alsystkinin frá Draumbæ eru sjö talsins. Hér eru hópurinn á fjölskyldumynd með móður sinni, Sigríði Valgeirsdóttur, frá árinu 1965, sama ár og kvikmyndin var tekin. Áshildur og Kristbjörg eru lengst til hægri en Halldóra í aftari röð lengst til vinstri. Tengdar fréttir Leitað barna sem sjást í frægri heimildarmynd Nokkrir kvikmyndaáhugamenn leita nú aðstoðar almennings við að komast að því hvaða íslensk börn sjást í áratugagömlu myndskoti í franskri kvikmynd. 1. júní 2015 19:20 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Gátan um íslensku börnin í frönsku kvikmyndinni er leyst. „Þetta eru dömurnar í Draumbæ" sagði einn áhorfenda okkar sem kom okkur á sporið. Í ljós kom að myndirnar voru teknar fyrir hálfri öld í Vestmannaeyjum. Við sýndum myndskeiðið í fréttum Stöðvar 2 í gær en Ásgrímur Sverrisson og nokkrir aðrir kvikmyndaáhugamenn vildu vita hvaða börn þetta væru og hvar og hvenær myndirnar voru teknar. Ástæðan er sú að þetta myndskeið frá Íslandi er notað í franskri kvikmynd sem í fyrra var valin þriðja besta heimildarmynd sögunnar. Í dag barst ábending á Vísi um að myndirnar væru teknar í Vestmannaeyjum, við Draumbæ vestan við flugvöllinn þar sem bjó stór barnafjölskylda á þeim tíma. Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, sem gjörþekkir svæðið, telur að þetta séu dömurnar í Draumbæ, systurnar Kristbjörg, Halldóra og Áshildur, sem þá voru 6, 8 og 11 ára gamlar.Nýleg ljósmynd af systrunum. Áshildur er til vinstri, Halldóra í miðið og Kristbjörg til hægri.„Ég tel það víst að þetta séum við, þrjár systurnar,“ segir Kristbjörg Sigríður Kristmundsdóttir, elsta systirin, fædd 1954, en hún er nú búsett á Patreksfirði. Hinar tvær, sem sjást á myndskeiðinu, Halldóra Kristmundsdóttir, fædd 1957, og Áshildur Kristmundsdóttir, fædd 1959, búa báðar í Svíþjóð. Kristbjörg telur að myndirnar hafi verið teknar árið 1965 og segist aðspurð kannast við fötin sem þær systur klæddust. Franskur eldfjallafræðingur, Haroun Tazieff, tók myndskeiðin á Íslandi en frá Draumbæ sást vel til Surtseyjargossins. Kristbjörg kveðst þó ekki muna sérstaklega eftir myndatökunni. Hún segist aldrei hafa séð þessar myndir áður og segir það svolítið skrýtið að sjá þær núna. Hún kveðst raunar ekki vita til þess að nein önnur kvikmynd sé til af þeim systrum svo ungum og segir gaman að sjá þær, eftir öll þessi ár.Alsystkinin frá Draumbæ eru sjö talsins. Hér eru hópurinn á fjölskyldumynd með móður sinni, Sigríði Valgeirsdóttur, frá árinu 1965, sama ár og kvikmyndin var tekin. Áshildur og Kristbjörg eru lengst til hægri en Halldóra í aftari röð lengst til vinstri.
Tengdar fréttir Leitað barna sem sjást í frægri heimildarmynd Nokkrir kvikmyndaáhugamenn leita nú aðstoðar almennings við að komast að því hvaða íslensk börn sjást í áratugagömlu myndskoti í franskri kvikmynd. 1. júní 2015 19:20 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Leitað barna sem sjást í frægri heimildarmynd Nokkrir kvikmyndaáhugamenn leita nú aðstoðar almennings við að komast að því hvaða íslensk börn sjást í áratugagömlu myndskoti í franskri kvikmynd. 1. júní 2015 19:20