Bósi borubrattur eftir björgunaraðgerð Heimir Már Pétursson skrifar 14. febrúar 2014 20:00 Kattarvinir tóku fljótt við sér þegar neyðarkall barst frá eigendum Bósa, tæplega hálfs árs högna, sem brotnaði illa þegar keyrt var á hann seinnipartinn í gær. Á um tíu klukkustundum tókst að safna fyrir aðgerð á Bósa sem fram fór í dag. Það er sagt kettir eigi sér níu líf og það sannast á Bósa en það var keyrt á hann í gær og hann brotnaði mjög illa. Aðgerð sem gera þurfti á honum kostar um 200 þúsund krónur sem ekki voru til á heimilinu. Heimilisfarðinn brá á það ráð að stofna Facebook síðu og það tókst á um tíu tímum að safna rúmlega fyrir aðgerðinni. Hann segir að mikinn kipp hafa orðið þegar Vísir greindi frá málinu og afgangurinn renni í slysasjóð fyrir aðra ketti. Komið var Bósa illa slasaðan á Dýraspítalann í Víðidal í gær og þá gerð á honum bráðabirgðaaðgerð en ekki var vitað hver átti hann eða hvar hann átti heima. Það voru börn í Laugarneshverfinu sem gengu hús úr húsi og fundu út að systkinin Símon, Móeiður og Ólafur Símonarbörn eiga Bósa. „Og við öll vorum ótrúlega sorgmædd þegar þetta gerðist og þegar við fréttum þetta í gær,“ sagði Móeiður 8 ára sem talaði fyrir hönd systkina sinna í heimsókn á Dýraspítalann í dag. Augljóslega mjög fegin að Bósi kom heill út úr aðgerðinni. „Við ætlum að passa hann mjög vel þegar hann kemur heim og láta hann ekki aftur fara í svona slys,“ segir Móeiður. Reynt verði að kenna Bósa umferðarreglunnar og þau systkynin séu að reyna að ala Bósa upp, sem vilji t.d. helst sofa á koddanum hjá Símoni bróður hennar en ekki í sínu fleti. „Ég veit ekki af hverju,“ segir hún. Katrín Harðardóttir dýralæknir segir aðgerðina á Bósa hafa gengið mjög vel. „Hann var mjög illa brotinn. Það vantaði hreinlega stóran hluta af lærbeininu. Þess vegna þurftum við að setja sérstaka plötu og pinna í fótin. En þetta er ungur köttur, um fimm mánaða, og þetta mun gróa eins og skot, kannski á fjórum til sex vikum. En hann byrja að labba strax,“ segir hún. Katrín segir dýr bregðast misjafnlega við þegar þau slasast. Mörg þeirra verði reið yfir sársaukanum og skilji ekki alltaf að það sé verið að hjálpa þeim. En Bósi hafi verið yndislegur. „Hann var alla vega mjög þakklátur og því líkt glaður að komast í hús og fá aðhlynningu,“ segir Katrín og Bósi tók undir með góðlátlegu mjálmi í faðmi bjargvættarins. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira
Kattarvinir tóku fljótt við sér þegar neyðarkall barst frá eigendum Bósa, tæplega hálfs árs högna, sem brotnaði illa þegar keyrt var á hann seinnipartinn í gær. Á um tíu klukkustundum tókst að safna fyrir aðgerð á Bósa sem fram fór í dag. Það er sagt kettir eigi sér níu líf og það sannast á Bósa en það var keyrt á hann í gær og hann brotnaði mjög illa. Aðgerð sem gera þurfti á honum kostar um 200 þúsund krónur sem ekki voru til á heimilinu. Heimilisfarðinn brá á það ráð að stofna Facebook síðu og það tókst á um tíu tímum að safna rúmlega fyrir aðgerðinni. Hann segir að mikinn kipp hafa orðið þegar Vísir greindi frá málinu og afgangurinn renni í slysasjóð fyrir aðra ketti. Komið var Bósa illa slasaðan á Dýraspítalann í Víðidal í gær og þá gerð á honum bráðabirgðaaðgerð en ekki var vitað hver átti hann eða hvar hann átti heima. Það voru börn í Laugarneshverfinu sem gengu hús úr húsi og fundu út að systkinin Símon, Móeiður og Ólafur Símonarbörn eiga Bósa. „Og við öll vorum ótrúlega sorgmædd þegar þetta gerðist og þegar við fréttum þetta í gær,“ sagði Móeiður 8 ára sem talaði fyrir hönd systkina sinna í heimsókn á Dýraspítalann í dag. Augljóslega mjög fegin að Bósi kom heill út úr aðgerðinni. „Við ætlum að passa hann mjög vel þegar hann kemur heim og láta hann ekki aftur fara í svona slys,“ segir Móeiður. Reynt verði að kenna Bósa umferðarreglunnar og þau systkynin séu að reyna að ala Bósa upp, sem vilji t.d. helst sofa á koddanum hjá Símoni bróður hennar en ekki í sínu fleti. „Ég veit ekki af hverju,“ segir hún. Katrín Harðardóttir dýralæknir segir aðgerðina á Bósa hafa gengið mjög vel. „Hann var mjög illa brotinn. Það vantaði hreinlega stóran hluta af lærbeininu. Þess vegna þurftum við að setja sérstaka plötu og pinna í fótin. En þetta er ungur köttur, um fimm mánaða, og þetta mun gróa eins og skot, kannski á fjórum til sex vikum. En hann byrja að labba strax,“ segir hún. Katrín segir dýr bregðast misjafnlega við þegar þau slasast. Mörg þeirra verði reið yfir sársaukanum og skilji ekki alltaf að það sé verið að hjálpa þeim. En Bósi hafi verið yndislegur. „Hann var alla vega mjög þakklátur og því líkt glaður að komast í hús og fá aðhlynningu,“ segir Katrín og Bósi tók undir með góðlátlegu mjálmi í faðmi bjargvættarins.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira