Bósi borubrattur eftir björgunaraðgerð Heimir Már Pétursson skrifar 14. febrúar 2014 20:00 Kattarvinir tóku fljótt við sér þegar neyðarkall barst frá eigendum Bósa, tæplega hálfs árs högna, sem brotnaði illa þegar keyrt var á hann seinnipartinn í gær. Á um tíu klukkustundum tókst að safna fyrir aðgerð á Bósa sem fram fór í dag. Það er sagt kettir eigi sér níu líf og það sannast á Bósa en það var keyrt á hann í gær og hann brotnaði mjög illa. Aðgerð sem gera þurfti á honum kostar um 200 þúsund krónur sem ekki voru til á heimilinu. Heimilisfarðinn brá á það ráð að stofna Facebook síðu og það tókst á um tíu tímum að safna rúmlega fyrir aðgerðinni. Hann segir að mikinn kipp hafa orðið þegar Vísir greindi frá málinu og afgangurinn renni í slysasjóð fyrir aðra ketti. Komið var Bósa illa slasaðan á Dýraspítalann í Víðidal í gær og þá gerð á honum bráðabirgðaaðgerð en ekki var vitað hver átti hann eða hvar hann átti heima. Það voru börn í Laugarneshverfinu sem gengu hús úr húsi og fundu út að systkinin Símon, Móeiður og Ólafur Símonarbörn eiga Bósa. „Og við öll vorum ótrúlega sorgmædd þegar þetta gerðist og þegar við fréttum þetta í gær,“ sagði Móeiður 8 ára sem talaði fyrir hönd systkina sinna í heimsókn á Dýraspítalann í dag. Augljóslega mjög fegin að Bósi kom heill út úr aðgerðinni. „Við ætlum að passa hann mjög vel þegar hann kemur heim og láta hann ekki aftur fara í svona slys,“ segir Móeiður. Reynt verði að kenna Bósa umferðarreglunnar og þau systkynin séu að reyna að ala Bósa upp, sem vilji t.d. helst sofa á koddanum hjá Símoni bróður hennar en ekki í sínu fleti. „Ég veit ekki af hverju,“ segir hún. Katrín Harðardóttir dýralæknir segir aðgerðina á Bósa hafa gengið mjög vel. „Hann var mjög illa brotinn. Það vantaði hreinlega stóran hluta af lærbeininu. Þess vegna þurftum við að setja sérstaka plötu og pinna í fótin. En þetta er ungur köttur, um fimm mánaða, og þetta mun gróa eins og skot, kannski á fjórum til sex vikum. En hann byrja að labba strax,“ segir hún. Katrín segir dýr bregðast misjafnlega við þegar þau slasast. Mörg þeirra verði reið yfir sársaukanum og skilji ekki alltaf að það sé verið að hjálpa þeim. En Bósi hafi verið yndislegur. „Hann var alla vega mjög þakklátur og því líkt glaður að komast í hús og fá aðhlynningu,“ segir Katrín og Bósi tók undir með góðlátlegu mjálmi í faðmi bjargvættarins. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Kattarvinir tóku fljótt við sér þegar neyðarkall barst frá eigendum Bósa, tæplega hálfs árs högna, sem brotnaði illa þegar keyrt var á hann seinnipartinn í gær. Á um tíu klukkustundum tókst að safna fyrir aðgerð á Bósa sem fram fór í dag. Það er sagt kettir eigi sér níu líf og það sannast á Bósa en það var keyrt á hann í gær og hann brotnaði mjög illa. Aðgerð sem gera þurfti á honum kostar um 200 þúsund krónur sem ekki voru til á heimilinu. Heimilisfarðinn brá á það ráð að stofna Facebook síðu og það tókst á um tíu tímum að safna rúmlega fyrir aðgerðinni. Hann segir að mikinn kipp hafa orðið þegar Vísir greindi frá málinu og afgangurinn renni í slysasjóð fyrir aðra ketti. Komið var Bósa illa slasaðan á Dýraspítalann í Víðidal í gær og þá gerð á honum bráðabirgðaaðgerð en ekki var vitað hver átti hann eða hvar hann átti heima. Það voru börn í Laugarneshverfinu sem gengu hús úr húsi og fundu út að systkinin Símon, Móeiður og Ólafur Símonarbörn eiga Bósa. „Og við öll vorum ótrúlega sorgmædd þegar þetta gerðist og þegar við fréttum þetta í gær,“ sagði Móeiður 8 ára sem talaði fyrir hönd systkina sinna í heimsókn á Dýraspítalann í dag. Augljóslega mjög fegin að Bósi kom heill út úr aðgerðinni. „Við ætlum að passa hann mjög vel þegar hann kemur heim og láta hann ekki aftur fara í svona slys,“ segir Móeiður. Reynt verði að kenna Bósa umferðarreglunnar og þau systkynin séu að reyna að ala Bósa upp, sem vilji t.d. helst sofa á koddanum hjá Símoni bróður hennar en ekki í sínu fleti. „Ég veit ekki af hverju,“ segir hún. Katrín Harðardóttir dýralæknir segir aðgerðina á Bósa hafa gengið mjög vel. „Hann var mjög illa brotinn. Það vantaði hreinlega stóran hluta af lærbeininu. Þess vegna þurftum við að setja sérstaka plötu og pinna í fótin. En þetta er ungur köttur, um fimm mánaða, og þetta mun gróa eins og skot, kannski á fjórum til sex vikum. En hann byrja að labba strax,“ segir hún. Katrín segir dýr bregðast misjafnlega við þegar þau slasast. Mörg þeirra verði reið yfir sársaukanum og skilji ekki alltaf að það sé verið að hjálpa þeim. En Bósi hafi verið yndislegur. „Hann var alla vega mjög þakklátur og því líkt glaður að komast í hús og fá aðhlynningu,“ segir Katrín og Bósi tók undir með góðlátlegu mjálmi í faðmi bjargvættarins.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira