Innlent

Brasilískur fótboltakappi skar kærustuna í bita og henti fyrir hundana

Bruno Souza gaf sig fram við lögregluna fyrr í vikunni.
Bruno Souza gaf sig fram við lögregluna fyrr í vikunni.
Brasilískur fótboltakappi er sakaður um að hafa myrt kærustuna sína, kyrkt hana og látið hunda éta líkið. Þetta kemur fram í frétt BBC.

Bruno Souza var markvörður brasilíska fótboltaliðsins Flamengo. Hann var fyrirliði liðsins á síðasta ári en hefur nú verið rekinn frá liðinu í kjölfar frétta af morðinu.

Lögreglan segir kærustu Bruno, Eliza Samudia, hafa verið beitt ofbeldi og á endanum kyrkt í borginni Belo Horizonte. Eliza hvarf á dularfullan hátt fyrir um mánuði. Síðast sást til hennar á hóteli í Ríó de Janeiro.

Lík Eliza hefur enn ekki fundist en lögreglan segir líkama hennar hafa verið skorinn í bita og bitunum hent fyrir svanga hunda. Restin á að hafa verið grafin undir steinsteipu.

Bruno gaf sig fram við lögregluna fyrr í vikunni eftir að lögreglan lýsti eftir honum. Hann segist vera með hreina samvisku.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×