Innlent

Brasilíumenn mótmæla í miðborginni

Fjöldi fólks sýnir mótmælendum í Brasilíu samhug í miðborg Reykjavíkur þessa stundina en þar fara nú fram mótmæli.

Hópurinn hittist fyrir framan Hallgrímskirkju um klukkan átt í kvöld og gengu svo fylktu liði niður á Lækjartorg.

Brasilíumenn mótmæla lélegri opinberri þjónustu, hrottaskap lögreglu og spillingu í stjórnsýslunni.

Um 200.000 þramma nú um göturnar í stærstu borgum landsins; Sao Paulo, Rio de Janeiro, Belo Horizonte og Brasilíu, en þar hefur fólk klifrað upp á þinghúsið og ruðst inn.

Umferð hefur stöðvast í borgunum en talið er að mótmælin hafi kviknað á samskiptamiðlum; þar sem þau hafa undið uppá sig líkt og snjóbolti.

Eins og sjá má á myndinni var mikið líf í mótmælendum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×