Brast í grát eftir synjunina 1. apríl 2011 07:00 Pryianka Thapa. „Ég brast í grát þegar ég heyrði fréttirnar. Ég er ofsalega hrædd og vil ekki fara heim," segir Priyanka Thapa, 23 ára Nepali sem hefur verið synjað um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða á Íslandi. Priyanka stendur frammi fyrir því að þurfa að fara aftur heim til Nepals og giftast fertugum manni, sem hún hefur aldrei hitt, til að bjarga fjölskyldu sinni frá sárri fátækt. Priyanka hefur starfað sem barnfóstra hjá átta manna fjölskyldu hér á landi. Fjölskyldan hefur tekið henni opnum örmum og boðið henni að búa áfram hjá sér. Priyanka hefur auk þess lagt stund á nám í verk- og raunvísindadeild við háskólabrú Keilis með ótrúlega góðum árangri. Hún útskrifast í maí og hyggur á frekara nám í lyfja- eða efnafræði. Priyanka sagði sögu sína í Fréttablaðinu síðasta aðfangadag. Þar kom fram að hún ólst upp hjá einstæðri móður sem getur ekki lengur framfleytt sér né fötluðum syni sínum af heilsufarsástæðum. Því greip hún til þess ráðs að gefa Priyönku. „Lífi mínu er hreinlega lokið ef ég fer aftur heim. Þar bíða mín gamlir karlar og ömurlegar aðstæður – í raun bara þrældómur," sagði Priyanka, sem hafði vonast til að geta búið áfram á Íslandi, fengið sér vinnu meðfram námi og framfleytt fjölskyldu sinni þannig. Útlendingastofnun hefur úrskurðað að Priyanka uppfylli ekki skilyrði um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Í ákvörðuninni er vitnað í tölvupóst frá bróður Priyönku, sem hvetur hana til að giftast manninum, annars fari illa fyrir allri fjölskyldunni. Hún verði auk þess fjölskyldunni til skammar þar sem manninum hafi verið lofað að giftast henni. Hún er beðin um að tilkynna ákvörðun sína eins fljótt og hún geti og vinsamlegast beðin um að koma heim. Útlendingastofnun telur að þar sem bróðir Priyönku biðji hana um að upplýsa um „ákvörðun" sína og að hún sé „vinsamlegast" beðin um að koma heim sé henni í raun í sjálfsvald sett hvort hún giftist manninum. Þá telur stofnunin ekkert benda til þess að fari Priyanka heim til Nepal verði hún neydd í hjónaband eða að ómannúðleg eða vanvirðandi meðferð bíði hennar. Og þótt Priyanka segist eiga bjartari framtíð og betri möguleika til náms á Íslandi telur Útlendingastofnun það eitt og sér ekki ástæðu til að veita henni dvalarleyfið. Í úrskurðinum kemur fram að stofnunin hafi farið yfir gögn sem varða réttindi kvenna í Nepal, þar á meðal hjónabönd, sem voru höfð til hliðsjónar við ákvörðunar í máli Priyönku. Þar er meðal annars vitnað í norsku Útlendingastofnunina, sem staðfesti að hefðin í Nepal væri sú að foreldrar ákvæðu maka fyrir börn sín og hvenær þau gengju í hjónaband. Félagsleg staða fjölskyldunnar, menntun og fjárhagur hefði áhrif á val á maka. Rannsóknir sýndu hins vegar að viðhorf til þessa fyrirkomulags væru að breytast; hjónaböndum þar sem aðilar ákvæðu sjálfir makaval sitt færi fjölgandi og umburðarlyndi gagnvart slíkum hjónaböndum væri að aukast. Útlendingastofnun telur að þessi viðhorfsbreyting renni einnig stoðum undir það að Priyanka verði ekki neydd í hjónaband fari hún aftur til síns heima. Ekki náðist í Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, í gær. kristjan@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
„Ég brast í grát þegar ég heyrði fréttirnar. Ég er ofsalega hrædd og vil ekki fara heim," segir Priyanka Thapa, 23 ára Nepali sem hefur verið synjað um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða á Íslandi. Priyanka stendur frammi fyrir því að þurfa að fara aftur heim til Nepals og giftast fertugum manni, sem hún hefur aldrei hitt, til að bjarga fjölskyldu sinni frá sárri fátækt. Priyanka hefur starfað sem barnfóstra hjá átta manna fjölskyldu hér á landi. Fjölskyldan hefur tekið henni opnum örmum og boðið henni að búa áfram hjá sér. Priyanka hefur auk þess lagt stund á nám í verk- og raunvísindadeild við háskólabrú Keilis með ótrúlega góðum árangri. Hún útskrifast í maí og hyggur á frekara nám í lyfja- eða efnafræði. Priyanka sagði sögu sína í Fréttablaðinu síðasta aðfangadag. Þar kom fram að hún ólst upp hjá einstæðri móður sem getur ekki lengur framfleytt sér né fötluðum syni sínum af heilsufarsástæðum. Því greip hún til þess ráðs að gefa Priyönku. „Lífi mínu er hreinlega lokið ef ég fer aftur heim. Þar bíða mín gamlir karlar og ömurlegar aðstæður – í raun bara þrældómur," sagði Priyanka, sem hafði vonast til að geta búið áfram á Íslandi, fengið sér vinnu meðfram námi og framfleytt fjölskyldu sinni þannig. Útlendingastofnun hefur úrskurðað að Priyanka uppfylli ekki skilyrði um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Í ákvörðuninni er vitnað í tölvupóst frá bróður Priyönku, sem hvetur hana til að giftast manninum, annars fari illa fyrir allri fjölskyldunni. Hún verði auk þess fjölskyldunni til skammar þar sem manninum hafi verið lofað að giftast henni. Hún er beðin um að tilkynna ákvörðun sína eins fljótt og hún geti og vinsamlegast beðin um að koma heim. Útlendingastofnun telur að þar sem bróðir Priyönku biðji hana um að upplýsa um „ákvörðun" sína og að hún sé „vinsamlegast" beðin um að koma heim sé henni í raun í sjálfsvald sett hvort hún giftist manninum. Þá telur stofnunin ekkert benda til þess að fari Priyanka heim til Nepal verði hún neydd í hjónaband eða að ómannúðleg eða vanvirðandi meðferð bíði hennar. Og þótt Priyanka segist eiga bjartari framtíð og betri möguleika til náms á Íslandi telur Útlendingastofnun það eitt og sér ekki ástæðu til að veita henni dvalarleyfið. Í úrskurðinum kemur fram að stofnunin hafi farið yfir gögn sem varða réttindi kvenna í Nepal, þar á meðal hjónabönd, sem voru höfð til hliðsjónar við ákvörðunar í máli Priyönku. Þar er meðal annars vitnað í norsku Útlendingastofnunina, sem staðfesti að hefðin í Nepal væri sú að foreldrar ákvæðu maka fyrir börn sín og hvenær þau gengju í hjónaband. Félagsleg staða fjölskyldunnar, menntun og fjárhagur hefði áhrif á val á maka. Rannsóknir sýndu hins vegar að viðhorf til þessa fyrirkomulags væru að breytast; hjónaböndum þar sem aðilar ákvæðu sjálfir makaval sitt færi fjölgandi og umburðarlyndi gagnvart slíkum hjónaböndum væri að aukast. Útlendingastofnun telur að þessi viðhorfsbreyting renni einnig stoðum undir það að Priyanka verði ekki neydd í hjónaband fari hún aftur til síns heima. Ekki náðist í Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, í gær. kristjan@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira