Erlent

Braust inn og drap þrjá gullfiska

Gullfiskar eru ekki hrifnir af tómatsósu og sinnepi
Gullfiskar eru ekki hrifnir af tómatsósu og sinnepi
Innbrotsþjófur á unglingsaldri upplýsti lögreglu um að hann hefði drepið þrjá gullfiska í einu innbrotinu því hann „vildi ekki skilja eftir nein vitni."

Þjófurinn, sextán ára gamall drengur, var hluti af þriggja manna gengi sem braust inn á heimili í Arlington-hæðum í Chicagofylki Bandaríkjanna.

Í samtali við Daily Herald segir lögreglumaðurinn Mike Hernandez: „Þetta er í raun frekar truflandi. Samkvæmt lögregluskýrslu leit hann á fiskabúrið og sagði: Við getum ekki skilið eftir nein vitni!"

Samkvæmt lögreglu ákvað þjófagengið að brjótast einmitt þarna inn því þeir vissu að húsið var mannlaust eftir bruna í síðasta mánuði. Drengirnir stálu leikjatölvu, geislaspilara, um 30 geisladiskum og 30 DVD-myndum, loftbyssu, skartgripum og peningaskáp.

Þegar íbúarnir sneru aftur á heimili sitt sáu þeir að gullfiskarnir lágu dauðir fljótandi efst í fiskabúrinu, en í búrið hafði verið hellt tómatsósu, sinnepi, sterkri sósu og kryddum ýmisskonar.

Unglingurinn verður ákærður fyrir innbrot og illa meðferð á dýrum. Félagar hans, 15 og 17 ára, verða ákærðir fyrir innbrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×