Innlent

Bréf til Láru - Pólverjar æfir út í saksóknara

SB skrifar
Michal Gierwatowski vararæðismaður og Danuta Szostak, ræðismaður Póllands.
Michal Gierwatowski vararæðismaður og Danuta Szostak, ræðismaður Póllands. Mynd/Anton Brink

Danuta Szostak, ræðismaður Póllands á Íslandi, gagnrýnir Láru V. Júlíusdóttur, saksóknara í máli níumenningana, harðlega. Í bréfi til Láru segir hann fjarstæðukennt að líkja árás níumenningana við átök Pólverja í Keilufelli árið 2008.

Lára V. Júlíusdóttir líkti árás níumenningana við Keilufellsmálið svokallaða en þar var um uppgjör Pólverja að ræða og voru notuð vopn líkt og hnífar, axir, sleggjur og golfkylfur. Lára sagði bæði tilvikin dæmi um mál þar sem hópar ákveða í sameiningu að gera árás.

Ræðismaðurinn segir í bréfi sínu til Láru að það séu engar rökrænar ástæður fyrir þessari samlíkingu og hún sé ósmekkleg. Málin séu algjörlega óskild.

"Að nota sem dæmi glæpamál þar sem pólskir ríkisborgarar eiga í hlut gefur til kynna að málin séu skild og skaða þar með ímynd Pólverja á Íslandi. Þú gætir allt eins tekið sem dæmi fjölmörg tilvik ofbeldisfullra glæpa þar sem íslenskir borgarar eiga í hlut og tengt við málið."

Þá segir Danuta Szostak í bréfinu að í gær hafi fjölmargir hringt á skrifstofu ræðismanns, jafnt Íslendingar sem og Pólverjar, og kvartað undan þessari samlíkingu Láru.

"Ég vil biðja þig að leiðrétta orð þín opinberlega, viðurkenna að þau hafi ekki verið viðeigandi og engin tengsl séu milli málana," segir að lokum í bréfinu.


Tengdar fréttir

Saksóknari líkti níumenningum við pólskt glæpagengi

Lára V. Júlíusdóttur, settur ríkissaksóknari, segir að árás níumenningana hafa verið fyrirframskipulögð og öryggi Alþingis hafri verið stefnt í hættu. Hún vísaði í Keilufellsmálið, þar sem hópur Pólverja réðust vopnaðir hnífum, sleggjum og hömrum inn í hús og misþyrmdu húsráðendum, máli sínu til stuðnings.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×