Bréf til Össurar Jón Kalman Stefánsson skrifar 15. febrúar 2012 06:00 Kæri Össur, á hverri klukkustund látast 300 börn af völdum vannæringar í heiminum. Það er eins og hvert einasta barn í 25 leikskólum Reykjavíkur myndi deyja í dag – og þá er nóttin eftir. Vannæring hefur verið kölluð þögli morðinginn, um 2,6 milljónir barna deyja ár hvert af hennar sökum, það eru líklega fimm sinnum fleiri börn en í allri Danmörku. Svolítið erfitt fyrir okkur að ná utan um þetta, hér er offita og útlitsdýrkun eitt helsta vandamálið, ef eitthvert tímaritið vill selja vel, slær það manneskju upp á forsíðu sem hefur náð af sér 50 kílóum. Það eru hversdagshetjur okkar. Hversdagshetjurnar í Eþíópíu, Pakistan, Bangladess eru þær sem komast í gegnum daginn án þess að deyja úr hungri. 7.200 börn munu ekki komast lifandi gegnum þennan miðvikudag. Erfitt að ná utan um þessar tölur? Hvað þá þessar: 170 milljón börn eru vannærð í heiminum – tvöfaldur íbúafjöldi Þýskalands – þau hafa aldrei fengið fullnægjandi næringu, þar af leiðandi ekki náð að þroskast eðlilega, hvorki líkamlega né andlega, og eru því á allan hátt vanbúnari að takast á við lífsbaráttuna. Það er grimmilegt að dæma næstum 200 milljón börn til vannæringar, og líka grimmilegur kostnaður fyrir hagkerfi heimsins, hann er áætlaður um 121 milljarður Bandaríkjadala. Össur, ef við bregðumst ekki umsvifalaust við þessu vandamáli, og af öllu afli, þá vex það og fjöldi hinna vannærðu fimmfaldast á næstu 15 árum. Umhyggja okkar fyrir hagkerfi heimsins, þar með eigin buddu, ætti ein og sér duga til að vekja okkur. Kæri Össur, Ísland er fámennt land, en í þessu máli eru til einfaldar leiðir; hér þarf í raun lítið til að gera mikið. Eina sem þarf er vilji. Þú átt til skaphita, kraft, af hverju nýtirðu það ekki, stígur fram á svið heimsins og gerir Ísland að forystulandi í baráttunni gegn vannæringunni, hinum þögla barnamorðingja? Ég efast ekki um góðan vilja þinn, samúð þína, en hvaða gagn er að góðum vilja, góðum orðum og yfirlýsingum, ef þeim fylgja engar athafnir? Össur, þetta er kapphlaup við dauðann – 10 börn létust meðan þú last þetta bréf. Við hljótum því báðir að spyrja okkur: Hvaða gagn er að stjórnmálamönnum ef þeir reyna ekki af afli síns hjarta að bjarga lífum barna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Kæri Össur, á hverri klukkustund látast 300 börn af völdum vannæringar í heiminum. Það er eins og hvert einasta barn í 25 leikskólum Reykjavíkur myndi deyja í dag – og þá er nóttin eftir. Vannæring hefur verið kölluð þögli morðinginn, um 2,6 milljónir barna deyja ár hvert af hennar sökum, það eru líklega fimm sinnum fleiri börn en í allri Danmörku. Svolítið erfitt fyrir okkur að ná utan um þetta, hér er offita og útlitsdýrkun eitt helsta vandamálið, ef eitthvert tímaritið vill selja vel, slær það manneskju upp á forsíðu sem hefur náð af sér 50 kílóum. Það eru hversdagshetjur okkar. Hversdagshetjurnar í Eþíópíu, Pakistan, Bangladess eru þær sem komast í gegnum daginn án þess að deyja úr hungri. 7.200 börn munu ekki komast lifandi gegnum þennan miðvikudag. Erfitt að ná utan um þessar tölur? Hvað þá þessar: 170 milljón börn eru vannærð í heiminum – tvöfaldur íbúafjöldi Þýskalands – þau hafa aldrei fengið fullnægjandi næringu, þar af leiðandi ekki náð að þroskast eðlilega, hvorki líkamlega né andlega, og eru því á allan hátt vanbúnari að takast á við lífsbaráttuna. Það er grimmilegt að dæma næstum 200 milljón börn til vannæringar, og líka grimmilegur kostnaður fyrir hagkerfi heimsins, hann er áætlaður um 121 milljarður Bandaríkjadala. Össur, ef við bregðumst ekki umsvifalaust við þessu vandamáli, og af öllu afli, þá vex það og fjöldi hinna vannærðu fimmfaldast á næstu 15 árum. Umhyggja okkar fyrir hagkerfi heimsins, þar með eigin buddu, ætti ein og sér duga til að vekja okkur. Kæri Össur, Ísland er fámennt land, en í þessu máli eru til einfaldar leiðir; hér þarf í raun lítið til að gera mikið. Eina sem þarf er vilji. Þú átt til skaphita, kraft, af hverju nýtirðu það ekki, stígur fram á svið heimsins og gerir Ísland að forystulandi í baráttunni gegn vannæringunni, hinum þögla barnamorðingja? Ég efast ekki um góðan vilja þinn, samúð þína, en hvaða gagn er að góðum vilja, góðum orðum og yfirlýsingum, ef þeim fylgja engar athafnir? Össur, þetta er kapphlaup við dauðann – 10 börn létust meðan þú last þetta bréf. Við hljótum því báðir að spyrja okkur: Hvaða gagn er að stjórnmálamönnum ef þeir reyna ekki af afli síns hjarta að bjarga lífum barna?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun