Bréf til Össurar Jón Kalman Stefánsson skrifar 15. febrúar 2012 06:00 Kæri Össur, á hverri klukkustund látast 300 börn af völdum vannæringar í heiminum. Það er eins og hvert einasta barn í 25 leikskólum Reykjavíkur myndi deyja í dag – og þá er nóttin eftir. Vannæring hefur verið kölluð þögli morðinginn, um 2,6 milljónir barna deyja ár hvert af hennar sökum, það eru líklega fimm sinnum fleiri börn en í allri Danmörku. Svolítið erfitt fyrir okkur að ná utan um þetta, hér er offita og útlitsdýrkun eitt helsta vandamálið, ef eitthvert tímaritið vill selja vel, slær það manneskju upp á forsíðu sem hefur náð af sér 50 kílóum. Það eru hversdagshetjur okkar. Hversdagshetjurnar í Eþíópíu, Pakistan, Bangladess eru þær sem komast í gegnum daginn án þess að deyja úr hungri. 7.200 börn munu ekki komast lifandi gegnum þennan miðvikudag. Erfitt að ná utan um þessar tölur? Hvað þá þessar: 170 milljón börn eru vannærð í heiminum – tvöfaldur íbúafjöldi Þýskalands – þau hafa aldrei fengið fullnægjandi næringu, þar af leiðandi ekki náð að þroskast eðlilega, hvorki líkamlega né andlega, og eru því á allan hátt vanbúnari að takast á við lífsbaráttuna. Það er grimmilegt að dæma næstum 200 milljón börn til vannæringar, og líka grimmilegur kostnaður fyrir hagkerfi heimsins, hann er áætlaður um 121 milljarður Bandaríkjadala. Össur, ef við bregðumst ekki umsvifalaust við þessu vandamáli, og af öllu afli, þá vex það og fjöldi hinna vannærðu fimmfaldast á næstu 15 árum. Umhyggja okkar fyrir hagkerfi heimsins, þar með eigin buddu, ætti ein og sér duga til að vekja okkur. Kæri Össur, Ísland er fámennt land, en í þessu máli eru til einfaldar leiðir; hér þarf í raun lítið til að gera mikið. Eina sem þarf er vilji. Þú átt til skaphita, kraft, af hverju nýtirðu það ekki, stígur fram á svið heimsins og gerir Ísland að forystulandi í baráttunni gegn vannæringunni, hinum þögla barnamorðingja? Ég efast ekki um góðan vilja þinn, samúð þína, en hvaða gagn er að góðum vilja, góðum orðum og yfirlýsingum, ef þeim fylgja engar athafnir? Össur, þetta er kapphlaup við dauðann – 10 börn létust meðan þú last þetta bréf. Við hljótum því báðir að spyrja okkur: Hvaða gagn er að stjórnmálamönnum ef þeir reyna ekki af afli síns hjarta að bjarga lífum barna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri Össur, á hverri klukkustund látast 300 börn af völdum vannæringar í heiminum. Það er eins og hvert einasta barn í 25 leikskólum Reykjavíkur myndi deyja í dag – og þá er nóttin eftir. Vannæring hefur verið kölluð þögli morðinginn, um 2,6 milljónir barna deyja ár hvert af hennar sökum, það eru líklega fimm sinnum fleiri börn en í allri Danmörku. Svolítið erfitt fyrir okkur að ná utan um þetta, hér er offita og útlitsdýrkun eitt helsta vandamálið, ef eitthvert tímaritið vill selja vel, slær það manneskju upp á forsíðu sem hefur náð af sér 50 kílóum. Það eru hversdagshetjur okkar. Hversdagshetjurnar í Eþíópíu, Pakistan, Bangladess eru þær sem komast í gegnum daginn án þess að deyja úr hungri. 7.200 börn munu ekki komast lifandi gegnum þennan miðvikudag. Erfitt að ná utan um þessar tölur? Hvað þá þessar: 170 milljón börn eru vannærð í heiminum – tvöfaldur íbúafjöldi Þýskalands – þau hafa aldrei fengið fullnægjandi næringu, þar af leiðandi ekki náð að þroskast eðlilega, hvorki líkamlega né andlega, og eru því á allan hátt vanbúnari að takast á við lífsbaráttuna. Það er grimmilegt að dæma næstum 200 milljón börn til vannæringar, og líka grimmilegur kostnaður fyrir hagkerfi heimsins, hann er áætlaður um 121 milljarður Bandaríkjadala. Össur, ef við bregðumst ekki umsvifalaust við þessu vandamáli, og af öllu afli, þá vex það og fjöldi hinna vannærðu fimmfaldast á næstu 15 árum. Umhyggja okkar fyrir hagkerfi heimsins, þar með eigin buddu, ætti ein og sér duga til að vekja okkur. Kæri Össur, Ísland er fámennt land, en í þessu máli eru til einfaldar leiðir; hér þarf í raun lítið til að gera mikið. Eina sem þarf er vilji. Þú átt til skaphita, kraft, af hverju nýtirðu það ekki, stígur fram á svið heimsins og gerir Ísland að forystulandi í baráttunni gegn vannæringunni, hinum þögla barnamorðingja? Ég efast ekki um góðan vilja þinn, samúð þína, en hvaða gagn er að góðum vilja, góðum orðum og yfirlýsingum, ef þeim fylgja engar athafnir? Össur, þetta er kapphlaup við dauðann – 10 börn létust meðan þú last þetta bréf. Við hljótum því báðir að spyrja okkur: Hvaða gagn er að stjórnmálamönnum ef þeir reyna ekki af afli síns hjarta að bjarga lífum barna?
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun