Erlent

Breivik í fjögurra vikna einangrun: Segist vilja bjarga Evrópu

Erla Hlynsdóttir skrifar
Breivik var fluttur í dómshúsið í brynvörðum bíl
Breivik var fluttur í dómshúsið í brynvörðum bíl Mynd AFP / Aftenposten
Norska fjöldamorðingjanum Anders Breivik verður haldið í einangrun næstu fjórar vikurnar, samkvæmt ákvörðun dómsþingsins í Osló. Þann 22. ágúst losnar hann úr einangrun en verður aðrar fjórar vikur í varðhaldi.

Ákvörðun dómsþingsins var kynnt í beinni útsendingu í Norska ríkissjónvarpinu fyrir stundu.

Það er álit þingsins að nægjanleg gögn séu fyrir hendi til að ákæra Breivik.

Sjálfur segir hann morðin hafa verið nauðsynleg til að koma ákveðnum skilaboðum til almennings, en Breivik lítur svo á að hann sé einskonar musterisriddari í þeirri vegferð að bjarga Evrópu frá múslimum og marxistum.

Breivik hefur viðurkennt að standa á bak við sprenginguna í miðborg Osló og fjöldamorðin á ungmennum í Útey á föstudag.

Hann segir verk sín hafa verið grimmileg en nauðsynleg, og telur sig ekki sekan um glæp.

Samkvæmt úrskurði dómsþings verða Breivik ekki færð nein bréf, sem honum kunna að berast, á meðan hann er í varðhaldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×