Innlent

Brenndist af hrauni á Fimmvörðuhálsi

Gissur Sigurðsson skrifar
Þótt yfirborð hraunsins sé storknað er glóð undir niðri.
Þótt yfirborð hraunsins sé storknað er glóð undir niðri.

Kona brenndi sig á hendi um helgina, þegar hún tók upp hraunmola á Fimmvörðuhálsi. Molinn reyndist glóandi að innan þótt yfirborðið væri meinlaust að sjá.

Gönguleiðin úr Þórsmörk að eldstöðvunum er orðin mjög vinsæl og búið er að stika þokkalega örugga gönguleið.

Ferðamenn eru þó hvattir til að fara að öllu með gát, enda sést enn í glóandi kviku í sprungum þótt tveir og háflur mánuðir séu liðnir frá goslokum.

Ferðamaður stakk göngustaf úr áli ofan í slíka kviku, og bráðnaði stafurinn á skammri stundu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×