Brennuvargar snúa aftur Pétur Ólafsson skrifar 14. febrúar 2012 06:00 Svo virðist sem stjórnmálamenn líti á að þeim sé heimilt að hagræða sannleikanum ef líkur eru á að dómur sögunnar verði þeim ekki hliðhollur. Engu er líkara en sú sé raunin um Hjálmar Hjálmarsson bæjarfulltrúa NæstBesta flokksins í Kópavogi. Hann hefur markvisst reynt að firra sig ábyrgð á því að sprengja meirihluta Samfylkingar, Vinstri grænna, NæstBesta flokks og Y-lista Kópavogsbúa sem sat hér frá því í júnímánuði árið 2010. Í greininni fer ég yfir nokkrar staðreyndir sem fram komu á fundum hjá okkur allt frá því að boðað var til fundar 12. janúar sl. þar sem starfslok bæjarstjóra voru til umræðu. Skýr niðurstaða fundarÁ þessum fundi voru starfslokin rædd, ekki í fyrsta sinn og ekki í annað sinn. Á þeim meirihlutafundum þar sem framtíð bæjarstjóra var til umræðu, m.a. í septembermánuði á síðasta ári og á vormánuðum sama árs, var í báðum tilvikum komist að þeirri niðurstöðu að við bæjarstjórann skyldi rætt, m.a. um verkefnin sem fyrir lágu og þau sem að baki voru. Vonast var eftir bótum og betrun en sú varð ekki raunin. Þegar kom á daginn það sem allir vissu að verulegir brestir voru teknir að myndast í trausti meirihlutans í garð bæjarstjóra, var boðað til þessa fundar. Og til að taka af öll tvímæli þar um, þá sagði Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs, á þeim fundi að hún skyldi fara á fund bæjarstjóra daginn eftir (föstudag) til að ræða hennar starfslok. Öllu skýrara og öllu einfaldara verða hlutirnir ekki. Það var ómögulegt að skilja hlutina öðruvísi og munu hvorki ég, né aðrir bæjarfulltrúar á fundinum taka ábyrgð á allt að því klaufalegum misskilningi bæjarfulltrúa NæstBesta flokksins á svo mikilvægu atriði. Ópólitískur bæjarstjóriÁ föstudegi gengur Guðríður Arnardóttir sem sagt á fund bæjarstjóra og gerir henni grein fyrir ákvörðun meirihlutans. Á sunnudeginum 15. janúar fer af stað atburðarás sem endar með því að málefnum bæjarstjóra er lekið í fjölmiðla, svo markvisst raunar að stærstu fréttastofurnar birta fréttir á sama tíma um málið. Í kjölfarið hittumst við bæjarfulltrúar meirihlutans til að funda um næstu skref. Bæjarfulltrúar Y-lista Kópavogsbúa og NæstBesti flokkurinn lýsa því yfir að þau vilja ekki fá pólitískan bæjarstjóra. Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna samþykktu það eftir talsverðar umræður um efnið. Þar við sat. Á fundi kvöldið eftir, mánudaginn 16. janúar sl., hófum við að kasta á milli okkar nöfnum að heppilegum bæjarstjóra. Engin lending var eftir þann fund og ákveðið að hittast daginn eftir. Örvænting grípur um sigRétt er að taka fram að á þessum tímapunkti var ekkert sem benti til annars en við myndum finna heppilegan kandídat í stól bæjarstjóra. Góður andi var yfir öllum þessum fundum og hugur í bæjarfulltrúum yfir verkefnunum sem framundan voru. Þess vegna kemur það eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar Hjálmar Hjálmarsson mætti á fund oddvita meirihlutaflokkanna daginn eftir og sagðist ekki geta starfað með þeim lengur. Ástæðuna segir hann vera aðferðina frekar en aðgerðina um starfslok bæjarstjóra. Enn þann dag í dag átta ég mig hvorki á vægast sagt afar veiku tilefni bæjarfulltrúans til að sprengja meirihlutann, né örvæntingarfullum aðgerðum hans liðna daga til að reyna að firra sig ábyrgð á þeim slitum sem höfðu þær beinu afleiðingar að nú hafa gömlu refirnir sem settu bæjarfélagið nánast þráðbeint á höfuðið komist til valda á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Svo virðist sem stjórnmálamenn líti á að þeim sé heimilt að hagræða sannleikanum ef líkur eru á að dómur sögunnar verði þeim ekki hliðhollur. Engu er líkara en sú sé raunin um Hjálmar Hjálmarsson bæjarfulltrúa NæstBesta flokksins í Kópavogi. Hann hefur markvisst reynt að firra sig ábyrgð á því að sprengja meirihluta Samfylkingar, Vinstri grænna, NæstBesta flokks og Y-lista Kópavogsbúa sem sat hér frá því í júnímánuði árið 2010. Í greininni fer ég yfir nokkrar staðreyndir sem fram komu á fundum hjá okkur allt frá því að boðað var til fundar 12. janúar sl. þar sem starfslok bæjarstjóra voru til umræðu. Skýr niðurstaða fundarÁ þessum fundi voru starfslokin rædd, ekki í fyrsta sinn og ekki í annað sinn. Á þeim meirihlutafundum þar sem framtíð bæjarstjóra var til umræðu, m.a. í septembermánuði á síðasta ári og á vormánuðum sama árs, var í báðum tilvikum komist að þeirri niðurstöðu að við bæjarstjórann skyldi rætt, m.a. um verkefnin sem fyrir lágu og þau sem að baki voru. Vonast var eftir bótum og betrun en sú varð ekki raunin. Þegar kom á daginn það sem allir vissu að verulegir brestir voru teknir að myndast í trausti meirihlutans í garð bæjarstjóra, var boðað til þessa fundar. Og til að taka af öll tvímæli þar um, þá sagði Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs, á þeim fundi að hún skyldi fara á fund bæjarstjóra daginn eftir (föstudag) til að ræða hennar starfslok. Öllu skýrara og öllu einfaldara verða hlutirnir ekki. Það var ómögulegt að skilja hlutina öðruvísi og munu hvorki ég, né aðrir bæjarfulltrúar á fundinum taka ábyrgð á allt að því klaufalegum misskilningi bæjarfulltrúa NæstBesta flokksins á svo mikilvægu atriði. Ópólitískur bæjarstjóriÁ föstudegi gengur Guðríður Arnardóttir sem sagt á fund bæjarstjóra og gerir henni grein fyrir ákvörðun meirihlutans. Á sunnudeginum 15. janúar fer af stað atburðarás sem endar með því að málefnum bæjarstjóra er lekið í fjölmiðla, svo markvisst raunar að stærstu fréttastofurnar birta fréttir á sama tíma um málið. Í kjölfarið hittumst við bæjarfulltrúar meirihlutans til að funda um næstu skref. Bæjarfulltrúar Y-lista Kópavogsbúa og NæstBesti flokkurinn lýsa því yfir að þau vilja ekki fá pólitískan bæjarstjóra. Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna samþykktu það eftir talsverðar umræður um efnið. Þar við sat. Á fundi kvöldið eftir, mánudaginn 16. janúar sl., hófum við að kasta á milli okkar nöfnum að heppilegum bæjarstjóra. Engin lending var eftir þann fund og ákveðið að hittast daginn eftir. Örvænting grípur um sigRétt er að taka fram að á þessum tímapunkti var ekkert sem benti til annars en við myndum finna heppilegan kandídat í stól bæjarstjóra. Góður andi var yfir öllum þessum fundum og hugur í bæjarfulltrúum yfir verkefnunum sem framundan voru. Þess vegna kemur það eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar Hjálmar Hjálmarsson mætti á fund oddvita meirihlutaflokkanna daginn eftir og sagðist ekki geta starfað með þeim lengur. Ástæðuna segir hann vera aðferðina frekar en aðgerðina um starfslok bæjarstjóra. Enn þann dag í dag átta ég mig hvorki á vægast sagt afar veiku tilefni bæjarfulltrúans til að sprengja meirihlutann, né örvæntingarfullum aðgerðum hans liðna daga til að reyna að firra sig ábyrgð á þeim slitum sem höfðu þær beinu afleiðingar að nú hafa gömlu refirnir sem settu bæjarfélagið nánast þráðbeint á höfuðið komist til valda á ný.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun