Bretar njósnuðu um Ísland í Icesave deilunni Höskuldur Kári Schram skrifar 8. nóvember 2013 19:15 Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokks Pírata, segir að breska leyniþjónustan hafi njósnað um samninganefnd Íslands í Icesave málinu. Bretar hafi meðal annars lesið tölvupósta nefndarmanna sem innihéldu viðkvæmar upplýsingar. Birgitta átti sæti í þverpólitískri þingmannanefnd sem hafði það hlutverk að fylgjast með framvindu Icesave málsins á árunum 2010 til 2011. Birgitta segir að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hafi fyrstur varað við mögulegum njósnum Breta. Hann hafi komið þeim skilaboðum á framfæri að fulltrúar í samninganefnd Íslands skyldu varast að nota gmail eða hotmail til að senda tölvupósta sín á milli. „Svo gerist það að einn kanadískur sérfræðingur sem sat í samninganefndinni sendi tölvupóst á gmail á annan fulltrúa í nefndinni. Þessi póstur endaði fljótlega á síðum breska dagblaðsins Daily Telegraph,“ segir Birgitta. Hún segir að Bretar hafi markvisst reynt að hlera öll samskipti nefndarmanna. „Bresk yfirvöld höfðu mjög gott aðgengi að öllu því sem fór fram milli nefndarmanna fyrir utan ráðuneytin. Það er hlutverk leyniþjónustu eins t.d. MI5 að njósna um önnur ríki sérstaklega ef það varðar þjóðarhagsmuni eins og Icesave var fyrir Breta. Við getum ekki lokað augunum fyrir því. Þeirra skylda var að afla upplýsinga og njósna um okkur og skylda íslenskra yfirvalda var að gera allt til að vernda okkur gegn slíkum njósnum.“ Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokks Pírata, segir að breska leyniþjónustan hafi njósnað um samninganefnd Íslands í Icesave málinu. Bretar hafi meðal annars lesið tölvupósta nefndarmanna sem innihéldu viðkvæmar upplýsingar. Birgitta átti sæti í þverpólitískri þingmannanefnd sem hafði það hlutverk að fylgjast með framvindu Icesave málsins á árunum 2010 til 2011. Birgitta segir að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hafi fyrstur varað við mögulegum njósnum Breta. Hann hafi komið þeim skilaboðum á framfæri að fulltrúar í samninganefnd Íslands skyldu varast að nota gmail eða hotmail til að senda tölvupósta sín á milli. „Svo gerist það að einn kanadískur sérfræðingur sem sat í samninganefndinni sendi tölvupóst á gmail á annan fulltrúa í nefndinni. Þessi póstur endaði fljótlega á síðum breska dagblaðsins Daily Telegraph,“ segir Birgitta. Hún segir að Bretar hafi markvisst reynt að hlera öll samskipti nefndarmanna. „Bresk yfirvöld höfðu mjög gott aðgengi að öllu því sem fór fram milli nefndarmanna fyrir utan ráðuneytin. Það er hlutverk leyniþjónustu eins t.d. MI5 að njósna um önnur ríki sérstaklega ef það varðar þjóðarhagsmuni eins og Icesave var fyrir Breta. Við getum ekki lokað augunum fyrir því. Þeirra skylda var að afla upplýsinga og njósna um okkur og skylda íslenskra yfirvalda var að gera allt til að vernda okkur gegn slíkum njósnum.“
Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Sjá meira