Innlent

Bretar og Hollendingar fá greitt úr Landsbankanum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steingrímur segir að Bretar og Hollendingar fái greitt þrátt fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna.
Steingrímur segir að Bretar og Hollendingar fái greitt þrátt fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna.
Bretar og Hollendingar munu frá greitt úr þrotabúi Landsbankans þrátt fyrir að „Nei" hafi orðið ofan á í þjóðaratkvæðagreiðslunni í gær. Þetta hefur Jyllands Posten eftir Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra á blaðamannafundi sem hann hélt í Þjóðmenningarhúsinu í morgun.

„Það er mjög mikilvægt að undirstrika að þetta mun ekki hafa nein áhrif á endurgreiðslurnar. Við gerum ráð fyrir að endurgreiðslur úr þrotabúinu hefjist seinna í ár, svo innistæðueigendur munu byrja að fá peningana sína til baka," segir Steingímur J. Sigfússon. Hann segir að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafi engin áhrif á þetta. Hann telur að þriðjungur af kröfum í bú Landsbankans verði greiddar í ár.

Í Silfri Egils í dag sagði Steingrímur að hann væri ósáttur við það hvernig aðstoðarfjármálaráðherra Breta hefði túlkað niðurstöðuna í samtali við BBC. Í samtalinu virtist ráðherrann ekki gera ráð fyrir að Íslendingar ætluðu að láta eignir úr þrotabúinu renna til breskra og hollenskra Icesave innistæðueigenda.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×