Innlent

Bretar óttast Bárðarbungu: Ekki annað eldgos!

Bretar eru logandi hræddir við annað eldgos á Íslandi. Myndin er frá gosinu í Eyjafjallajökli.
Bretar eru logandi hræddir við annað eldgos á Íslandi. Myndin er frá gosinu í Eyjafjallajökli.

Bretar kvíða fregnum af aukinni virkni í næst stærsta eldfjalli Íslands, Bárðarbungu. Kannski ekki undarlegt í ljósi reynslu Evrópubúa af eldgosinu í Eyjafjallajökli sem stöðvuðu flugsamgöngur síðasta vor.

Í frétt Daily Mail af málinu er fjallað um aukna skjálftavirkni í Bárðarbungu undanfarna daga og meðal annars rætt við Pál Einarsson, jarðfræðing, sem segir í viðtalinu að það sé góð ástæða til þess að óttast gos í jöklinum.

Og óttinn er svo sannarlega ekki af ástæðulausu. Stærsta hraun lands­ins og reyndar á jörð­inni úr einu gosi á nútíma er ættað úr Bárð­ar­bungu, það er Þjórsár­hraunið mikla sem rann fyrir um 8500 árum samkvæmt upplýsingum á eldgos.is. Hraunið rann ofan af hálend­inu skammt vestan Bárð­ar­bungu og til sjávar milli Ölfusár og Þjórsár. Er það talið vera um 21-30 rúm­kíló­metrar og flatar­málið um 950 fer­kíló­metrar.

Umfjöllun Daily Mail má nálgast hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×