Breytingar í Bláfjöllum 15. desember 2011 06:00 Í mars 2007 skrifaði ég grein í Morgunblaðið sem bar heitið „Snjóleysi í Bláfjöllum?“ Greinin var ádeila á rekstur skíðasvæðisins, sér í lagi hvers vegna ekki væru snjógirðingar til staðar til að tryggja snjó í helstu skíðaleiðum svæðisins. Sérstaklega í ljósi þess hve gríðarlega vindasamt er á svæðinu og snjór sest og helst illa í brekkunum. Bent var á að nauðsyn þess að að virkja þá gríðarlegu ókeypis efnisflutninga sem eiga sér stað í skafrenningi með einföldum snjógirðingum. Fanga þannig efnið og halda því í brekkunum. Hvernig svo sem það atvikaðist fór það svo að sumarið 2008 var farið af fullum þunga að vinna að landmótun, þ.e. lagfæra og slétta brekkur, og girða með tveggja metra háum snjógirðingum. Núna safnast snjórinn í skíðaleiðirnar í stað þess að fjúka burtu, þökk sé girðingunum. Auk þess þarf nú mun minni snjó til að opna brekkurnar vegna þess hve sléttar þær eru. Þetta er bylting frá því sem áður var. Skíðafólk getur þakkað stóran hluta opnunardaga síðastliðna vetur þessum breytingum. Fyrir sáralitla fjármuni hefur tekist að tryggja snjó miklu betur í skíðaleiðum og þar með bæta rekstargrundvöll svæðisins. En betur má ef duga skal. Það þarf nefnilega að landmóta miklu stærra svæði og girða. Á suðvesturhorninu býr nefnilega meira en 2/3 hlutar þjóðarinnar. Og hefur aðeins aðgang að þessu eina mjög svo fjársvelta skíðasvæði. Snjógirðingar og landmótun eru einnig forsenda þess að hægt sé að fara í snjóframleiðslu svo eitthvert vit sé í. Að öðrum kosti fýkur framleiddur snjórinn burtu rétt eins og sá náttúrulegi. En girðingar hafa líka sína miklu galla. Þetta eru jarðföst mannvirki og lífshættulegt að lenda á þeim á einhverri ferð. Snjógirðing byggir á sverum niðurgröfnum staurum (trjábolum) með þriggja metra millibili. Á þessu hangir gisin klæðning. Þetta er groddalegt og gisið. Þetta er hálfgerður skógur. Víða erlendis skíða menn í braut sem rudd hefur verið gegnum skóg. Skíða með tré á báða bóga. Erlendis setja menn ekki púða á hvert tré í öryggisskyni. Það er talinn ógjörningur. Girðingarnar liggja meðfram skíðaleiðunum og eru þannig séð okkar skógur. Við skíðum með þær á báða bóga. Að ætla sér að púða hvern staur og hverja spýtu er ekki raunhæft. Þó að unnið sé að úrbótum er vandséð hvernig hægt er að gera girðingar hættuminni. Skíðamaðurinn verður einfaldlega að læra að lifa með þessum mannvirkjum. Best er að halda sig í hæfilegri fjarlægð og skíða ekki of hratt. Flest slys má rekja til glannaskapar þegar skíðað er of hratt miðað við getu og aðstæður. Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður ekki rekið án snjógirðinga. Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Ýmis önnur jarðföst mannvirki eru nálægt skíðaleiðum, að ógleymdu grjóti og klettum. Lyftustaurar, ljósastaurar, lyftuskúrar o.s.frv. Reynt er að setja höggvarnir (púða) á hættumestu staðina. Það er hins vegar engin trygging fyrir því að ekki illa fari, lendi menn á slíku á mikilli ferð. Og ógjörningur er að púða allt. Skíðamaðurinn sjálfur verður að passa sig. Það gerir það enginn fyrir hann. Sem skíðagæslumaður kem ég að flestum slysum á svæðinu. Almennt séð eru verstu slysin þegar fólk lendir á einhverju jarðföstu, þar á meðal girðingum. Þeir eru orðnir margir brotnir hjálmarnir sem ég hef tekið af fólki. Sem betur fer því ef það er ekki hjálmurinn þá væri það eitthvað dýrmætara. Hjálmur hefur og getur bjargað mannslífi. Það ættu því allir að nota slíkan búnað. Öll viljum við koma heil heim. Förum því varlega á skíðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í mars 2007 skrifaði ég grein í Morgunblaðið sem bar heitið „Snjóleysi í Bláfjöllum?“ Greinin var ádeila á rekstur skíðasvæðisins, sér í lagi hvers vegna ekki væru snjógirðingar til staðar til að tryggja snjó í helstu skíðaleiðum svæðisins. Sérstaklega í ljósi þess hve gríðarlega vindasamt er á svæðinu og snjór sest og helst illa í brekkunum. Bent var á að nauðsyn þess að að virkja þá gríðarlegu ókeypis efnisflutninga sem eiga sér stað í skafrenningi með einföldum snjógirðingum. Fanga þannig efnið og halda því í brekkunum. Hvernig svo sem það atvikaðist fór það svo að sumarið 2008 var farið af fullum þunga að vinna að landmótun, þ.e. lagfæra og slétta brekkur, og girða með tveggja metra háum snjógirðingum. Núna safnast snjórinn í skíðaleiðirnar í stað þess að fjúka burtu, þökk sé girðingunum. Auk þess þarf nú mun minni snjó til að opna brekkurnar vegna þess hve sléttar þær eru. Þetta er bylting frá því sem áður var. Skíðafólk getur þakkað stóran hluta opnunardaga síðastliðna vetur þessum breytingum. Fyrir sáralitla fjármuni hefur tekist að tryggja snjó miklu betur í skíðaleiðum og þar með bæta rekstargrundvöll svæðisins. En betur má ef duga skal. Það þarf nefnilega að landmóta miklu stærra svæði og girða. Á suðvesturhorninu býr nefnilega meira en 2/3 hlutar þjóðarinnar. Og hefur aðeins aðgang að þessu eina mjög svo fjársvelta skíðasvæði. Snjógirðingar og landmótun eru einnig forsenda þess að hægt sé að fara í snjóframleiðslu svo eitthvert vit sé í. Að öðrum kosti fýkur framleiddur snjórinn burtu rétt eins og sá náttúrulegi. En girðingar hafa líka sína miklu galla. Þetta eru jarðföst mannvirki og lífshættulegt að lenda á þeim á einhverri ferð. Snjógirðing byggir á sverum niðurgröfnum staurum (trjábolum) með þriggja metra millibili. Á þessu hangir gisin klæðning. Þetta er groddalegt og gisið. Þetta er hálfgerður skógur. Víða erlendis skíða menn í braut sem rudd hefur verið gegnum skóg. Skíða með tré á báða bóga. Erlendis setja menn ekki púða á hvert tré í öryggisskyni. Það er talinn ógjörningur. Girðingarnar liggja meðfram skíðaleiðunum og eru þannig séð okkar skógur. Við skíðum með þær á báða bóga. Að ætla sér að púða hvern staur og hverja spýtu er ekki raunhæft. Þó að unnið sé að úrbótum er vandséð hvernig hægt er að gera girðingar hættuminni. Skíðamaðurinn verður einfaldlega að læra að lifa með þessum mannvirkjum. Best er að halda sig í hæfilegri fjarlægð og skíða ekki of hratt. Flest slys má rekja til glannaskapar þegar skíðað er of hratt miðað við getu og aðstæður. Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður ekki rekið án snjógirðinga. Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Ýmis önnur jarðföst mannvirki eru nálægt skíðaleiðum, að ógleymdu grjóti og klettum. Lyftustaurar, ljósastaurar, lyftuskúrar o.s.frv. Reynt er að setja höggvarnir (púða) á hættumestu staðina. Það er hins vegar engin trygging fyrir því að ekki illa fari, lendi menn á slíku á mikilli ferð. Og ógjörningur er að púða allt. Skíðamaðurinn sjálfur verður að passa sig. Það gerir það enginn fyrir hann. Sem skíðagæslumaður kem ég að flestum slysum á svæðinu. Almennt séð eru verstu slysin þegar fólk lendir á einhverju jarðföstu, þar á meðal girðingum. Þeir eru orðnir margir brotnir hjálmarnir sem ég hef tekið af fólki. Sem betur fer því ef það er ekki hjálmurinn þá væri það eitthvað dýrmætara. Hjálmur hefur og getur bjargað mannslífi. Það ættu því allir að nota slíkan búnað. Öll viljum við koma heil heim. Förum því varlega á skíðum.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun