Breytingin er Íslandi í hag 12. mars 2011 03:15 Utanríkisráðherra segir nýja reglugerð ESB styrkja málstað Íslands í sjávarútvegsmálum. Fréttablaðið/afp Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir að nýleg reglugerðarbreyting á sameiginlegri sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins (ESB) þar sem aðildarríkjum er gert að stýra staðbundnum stofnum innan eigin lögsögu, styrki röksemdir Íslands í aðildarviðræðunum við sambandið. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær, kveður nýtt ákvæði í sjöttu grein reglugerðarinnar, frá janúar síðastliðnum, á um að aðildarríki geti ákvarðað einhliða hámarksafla úr tilteknum stofnum sem eru alfarið nýttir af viðkomandi ríki, í stað þess að tekin sé sameiginleg ákvörðun í ráðherraráðinu eins og átt hefur við hingað til. „Það er ljóst að þetta er sterkt fordæmi,“ segir Össur í samtali við Fréttablaðið. „Hins vegar vil ég ekki vekja upp of miklar væntingar vegna þessa eins, því að það eru önnur sterk rök fyrir því að rétt væri af ESB að fallast á hugmyndir okkar, sem hafa verið mjög eðlisskyldar þessari nýju reglugerð.“ Össur bætir því við að þessi breyting sé í samræmi við nýja hugsun innan ESB um að umsjón með staðbundnum stofnum sé flutt nær upprunanum. „Samkvæmt því er valdið flutt til sérfræðinga á staðnum þar sem fiskurinn er og til fyrirtækjanna sem afla úr stofnunum og vinna úr þeim. Þetta er í anda þess sem við höfum haldið fram, að þeir sem hafi alla sína afkomu af auðlind séu best til þess fallnir að sjá um og stýra nytjum á henni.“ Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir í samtali við Fréttablaðið að þessi breyting hafi ekki áhrif á afstöðu sambandsins til aðildar Íslands að ESB. „Þessi breyting nær yfir mjög takmarkaðan fjölda fiskistofna,“ segir Friðrik. Hann vekur athygli á því að reglugerðin nái til stofna þar sem engin vísindaráðgjöf sé til, sem séu ekki stofnar sem einhverju skipti hér við land. „Þetta er engin grundvallarbreyting varðandi það að þær ákvarðanir sem máli skipta um fiskveiðistjórnunina eru áfram hjá Evrópusambandinu.“ thorgils@frettabladid.is brjann@frettabladid.is Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir að nýleg reglugerðarbreyting á sameiginlegri sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins (ESB) þar sem aðildarríkjum er gert að stýra staðbundnum stofnum innan eigin lögsögu, styrki röksemdir Íslands í aðildarviðræðunum við sambandið. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær, kveður nýtt ákvæði í sjöttu grein reglugerðarinnar, frá janúar síðastliðnum, á um að aðildarríki geti ákvarðað einhliða hámarksafla úr tilteknum stofnum sem eru alfarið nýttir af viðkomandi ríki, í stað þess að tekin sé sameiginleg ákvörðun í ráðherraráðinu eins og átt hefur við hingað til. „Það er ljóst að þetta er sterkt fordæmi,“ segir Össur í samtali við Fréttablaðið. „Hins vegar vil ég ekki vekja upp of miklar væntingar vegna þessa eins, því að það eru önnur sterk rök fyrir því að rétt væri af ESB að fallast á hugmyndir okkar, sem hafa verið mjög eðlisskyldar þessari nýju reglugerð.“ Össur bætir því við að þessi breyting sé í samræmi við nýja hugsun innan ESB um að umsjón með staðbundnum stofnum sé flutt nær upprunanum. „Samkvæmt því er valdið flutt til sérfræðinga á staðnum þar sem fiskurinn er og til fyrirtækjanna sem afla úr stofnunum og vinna úr þeim. Þetta er í anda þess sem við höfum haldið fram, að þeir sem hafi alla sína afkomu af auðlind séu best til þess fallnir að sjá um og stýra nytjum á henni.“ Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir í samtali við Fréttablaðið að þessi breyting hafi ekki áhrif á afstöðu sambandsins til aðildar Íslands að ESB. „Þessi breyting nær yfir mjög takmarkaðan fjölda fiskistofna,“ segir Friðrik. Hann vekur athygli á því að reglugerðin nái til stofna þar sem engin vísindaráðgjöf sé til, sem séu ekki stofnar sem einhverju skipti hér við land. „Þetta er engin grundvallarbreyting varðandi það að þær ákvarðanir sem máli skipta um fiskveiðistjórnunina eru áfram hjá Evrópusambandinu.“ thorgils@frettabladid.is brjann@frettabladid.is
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira