Breyttar áherslur í námsmati og einkunnagjöf Gylfi Jón Gylfason skrifar 18. desember 2015 00:00 Verkefni nemenda í grunn- og framhaldsskólum hafa breyst undanfarin ár. Nútíminn gerir stöðugt fjölbreyttari kröfur um þekkingu, leikni og hæfni sem hefur í för með sér breytt námsmat. Það færist frá áherslu á staðreyndaupptalningu yfir í að meta hæfni til að finna upplýsingar og vinna með þær í námi og starfi. Til að grunn- og framhaldsskólar geti tekist á við þessar breyttu áherslur var ákveðið að breyta námsmatskerfinu á svipaðan hátt og nágrannaþjóðir okkar hafa gert.Nýtt námsmat kynnt Upphafið að nýju námsmatskerfi á Íslandi má rekja til ársins 2011 þegar ný aðalnámskrá grunnskóla var gefin út, en í almenna hluta hennar segir frá nýju námsmatskerfi og að einkunnagjöf skyldi breyta í bókstafaeinkunnir. Innleiðingarferlið hófst og nýtt kerfi kynnt fyrir kennurum, samtökum foreldra og hagsmunaaðilum. Haldnir voru tæplega 40 kynningarfundir um land allt frá miðju ári 2011 til maí 2012.Betra samræmi í einkunnagjöf Greinasvið aðalnámskrár grunnskóla voru gefin út í mars 2013 en þar er fjallað um einstakar námsgreinar í grunnskólum og birtur nýr einkunnakvarði. Breytingin er sú að hverjum bókstaf fylgir lýsing á hæfni nemenda sem er sambærileg milli skóla. Markmiðið er að samræma betur einkunnagjöf á milli skóla og að einkunnir skýri betur hæfni nemenda.Vinnustofur og kynningarfundir Sem dæmi um það kynningarstarf sem fór fram er landshlutanámskeiðið Leiðtogi í heimabyggð, samstarfsverkefni hins opinbera og stéttarfélaga, sem haldið var í mars 2013. Markmið þess var að kynna innleiðingu nýrrar aðalnámskrár og í apríl birti mennta- og menningarráðuneytið innleiðingaráætlun. Átta vinnustofur um breytingastjórnun í tengslum við ný ákvæði aðalnámskrár voru haldnar um allt land og um haustið var staðið fyrir kynningu á haustþingum kennara. Sama ár héldu Heimili og skóli, landssamtök foreldra, kynningarfundi víðs vegar um land þar sem námskráin og þær breytingar sem snúa að foreldrum voru kynntar.Tækifæri til athugasemda Á haustmánuðum voru haldin málþing, fyrir kennara og skólafólk á leik,- grunn- og framhaldsskólastigi, á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Skólafólk víða um land fylgdist með fyrirlestrum og hélt málstofur í heimabyggð í kjölfarið. Auk þessa var hagsmunaaðilum sent bréf þar sem mögulegar breytingar á námsmati grunnskóla voru kynntar og þeim gefinn kostur á að gera athugasemdir. Alls bárust 15 umsagnir sem tóku afstöðu til þeirra breytinga sem kynntar höfðu verið. Rúmu ári síðar sendi mennta- og menningarmálaráðuneyti bréf til hagsmunaaðila þegar það hafði farið yfir umsagnir og tekið ákvarðanir um breytingar á einkunnagjöf.Stuðningur við breytingar Til að gæta hagsmuna nemenda og styðja við skóla, hafa Menntamálastofnun og mennta- og menningarmálaráðuneytið unnið að ýmsum verkefnum. Í lok árs 2014 var 30 milljóna króna styrk úthlutað til sveitarfélaga og fékk hvert þeirra úthlutað í samræmi við nemendafjölda. Styrkurinn var ætlaður til að sveitarfélög gætu tekið upp upplýsingakerfi sem styðja við innleiðinguna. Þá hefur verið unnið að þróun á rafrænu vitnisburðarskírteini sem tengir saman einkunnir og matsviðmið, sem tekið verður í notkun vorið 2016 þegar allir skólar taka upp nýtt einkunnakerfi. Mun það veita betri upplýsingar um hvar nemandi stendur í náminu, auk þess sem framhaldsskólar geta nýtt skírteinið við innritun. Eins hefur verið opnaður kynningarvefur þar sem veittar eru upplýsingar um nýtt námsmat.Breyting á hugsunarhætti Það má því segja að unnið hefur verið ötullega að kynningu á nýjum einkunnakvarða og námsmati. Menntamálastofnun telur það afar mikilvægt að veita greinargóðar upplýsingar og viðhalda öflugu kynningarstarfi fyrir alla þá sem koma að skólastarfi og námi barnanna okkar. Breytingarnar krefjast breytts hugsunarháttar hvað varðar námsmat að því leyti að nú byggir námsmat á því hvernig nemandinn nýtir það sem hann hefur lært frekar en á því hvað hann getur munað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Verkefni nemenda í grunn- og framhaldsskólum hafa breyst undanfarin ár. Nútíminn gerir stöðugt fjölbreyttari kröfur um þekkingu, leikni og hæfni sem hefur í för með sér breytt námsmat. Það færist frá áherslu á staðreyndaupptalningu yfir í að meta hæfni til að finna upplýsingar og vinna með þær í námi og starfi. Til að grunn- og framhaldsskólar geti tekist á við þessar breyttu áherslur var ákveðið að breyta námsmatskerfinu á svipaðan hátt og nágrannaþjóðir okkar hafa gert.Nýtt námsmat kynnt Upphafið að nýju námsmatskerfi á Íslandi má rekja til ársins 2011 þegar ný aðalnámskrá grunnskóla var gefin út, en í almenna hluta hennar segir frá nýju námsmatskerfi og að einkunnagjöf skyldi breyta í bókstafaeinkunnir. Innleiðingarferlið hófst og nýtt kerfi kynnt fyrir kennurum, samtökum foreldra og hagsmunaaðilum. Haldnir voru tæplega 40 kynningarfundir um land allt frá miðju ári 2011 til maí 2012.Betra samræmi í einkunnagjöf Greinasvið aðalnámskrár grunnskóla voru gefin út í mars 2013 en þar er fjallað um einstakar námsgreinar í grunnskólum og birtur nýr einkunnakvarði. Breytingin er sú að hverjum bókstaf fylgir lýsing á hæfni nemenda sem er sambærileg milli skóla. Markmiðið er að samræma betur einkunnagjöf á milli skóla og að einkunnir skýri betur hæfni nemenda.Vinnustofur og kynningarfundir Sem dæmi um það kynningarstarf sem fór fram er landshlutanámskeiðið Leiðtogi í heimabyggð, samstarfsverkefni hins opinbera og stéttarfélaga, sem haldið var í mars 2013. Markmið þess var að kynna innleiðingu nýrrar aðalnámskrár og í apríl birti mennta- og menningarráðuneytið innleiðingaráætlun. Átta vinnustofur um breytingastjórnun í tengslum við ný ákvæði aðalnámskrár voru haldnar um allt land og um haustið var staðið fyrir kynningu á haustþingum kennara. Sama ár héldu Heimili og skóli, landssamtök foreldra, kynningarfundi víðs vegar um land þar sem námskráin og þær breytingar sem snúa að foreldrum voru kynntar.Tækifæri til athugasemda Á haustmánuðum voru haldin málþing, fyrir kennara og skólafólk á leik,- grunn- og framhaldsskólastigi, á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Skólafólk víða um land fylgdist með fyrirlestrum og hélt málstofur í heimabyggð í kjölfarið. Auk þessa var hagsmunaaðilum sent bréf þar sem mögulegar breytingar á námsmati grunnskóla voru kynntar og þeim gefinn kostur á að gera athugasemdir. Alls bárust 15 umsagnir sem tóku afstöðu til þeirra breytinga sem kynntar höfðu verið. Rúmu ári síðar sendi mennta- og menningarmálaráðuneyti bréf til hagsmunaaðila þegar það hafði farið yfir umsagnir og tekið ákvarðanir um breytingar á einkunnagjöf.Stuðningur við breytingar Til að gæta hagsmuna nemenda og styðja við skóla, hafa Menntamálastofnun og mennta- og menningarmálaráðuneytið unnið að ýmsum verkefnum. Í lok árs 2014 var 30 milljóna króna styrk úthlutað til sveitarfélaga og fékk hvert þeirra úthlutað í samræmi við nemendafjölda. Styrkurinn var ætlaður til að sveitarfélög gætu tekið upp upplýsingakerfi sem styðja við innleiðinguna. Þá hefur verið unnið að þróun á rafrænu vitnisburðarskírteini sem tengir saman einkunnir og matsviðmið, sem tekið verður í notkun vorið 2016 þegar allir skólar taka upp nýtt einkunnakerfi. Mun það veita betri upplýsingar um hvar nemandi stendur í náminu, auk þess sem framhaldsskólar geta nýtt skírteinið við innritun. Eins hefur verið opnaður kynningarvefur þar sem veittar eru upplýsingar um nýtt námsmat.Breyting á hugsunarhætti Það má því segja að unnið hefur verið ötullega að kynningu á nýjum einkunnakvarða og námsmati. Menntamálastofnun telur það afar mikilvægt að veita greinargóðar upplýsingar og viðhalda öflugu kynningarstarfi fyrir alla þá sem koma að skólastarfi og námi barnanna okkar. Breytingarnar krefjast breytts hugsunarháttar hvað varðar námsmat að því leyti að nú byggir námsmat á því hvernig nemandinn nýtir það sem hann hefur lært frekar en á því hvað hann getur munað.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar