Breyttu Frakkastíg í hryllingsstíg Gunnar Leó Pálsson skrifar 24. júlí 2015 07:30 Elvar Gunnarsson, leikstjóri myndarinnar, ásamt Gunnari Kristinssyni, einum aðalleikaranna. Vísir/AndriMarinó Þessa dagana fara fram tökur á nýrri íslensk/enskri hryllingsmynd sem ber nafnið Mara. Höfundar myndarinnar eru þeir Elvar Gunnarsson og Ingimar Sveinsson en sá síðarnefndi kom einnig að gerð kvikmyndarinnar Albatross. „Við erum að taka upp úti um allt, aðallega í Haukadalnum á Vesturlandi. Við skjótum líka á Vestfjörðum og svo hérna í Reykjavík,“ segir Elvar, sem er jafnframt leikstjóri myndarinnar. Í gær fóru tökur fram í miðbænum og var búið að breyta Frakkastíg í hálfgerðan hryllingsstíg. Hún gerist einnig í Bandaríkjunum að hluta og fer tökuliðið til Nashville í september þar sem tökur á myndinni verða kláraðar. Spurður út í söguþráðinn segir Elvar að myndin muni fá hárin til að rísa. „Hún fjallar um evrópskt par sem býr í Bandaríkjunum og það ákveður svo að flytja til Íslands en annað þeirra er frá Íslandi. Þau koma til Íslands í von um betra líf og kaupa gistiheimili. Það kemur svo í ljós að það er eitthvað undarlegt í gangi þar og það verður hasar í húsinu,“ útskýrir Elvar. Myndin er önnur myndin sem hann gerir í fullri lengd en hann hefur að mestu komið að leikstjórn tónlistarmyndbanda og auglýsinga. Aðalhlutverkin leika þau Vivian Didriksen Ólafsdóttir og Gunnar Kristinsson. Framleiðslufyrirtækið 23 Frames framleiðir myndina og er hún fjármögnuð af erlendum sem og innlendum fjárfestum. „Þessi mynd er ekki gerð með íslenska styrkjakerfinu heldur fjármögnuð af fjárfestum og þetta hefur allt saman gengið mjög vel.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Þessa dagana fara fram tökur á nýrri íslensk/enskri hryllingsmynd sem ber nafnið Mara. Höfundar myndarinnar eru þeir Elvar Gunnarsson og Ingimar Sveinsson en sá síðarnefndi kom einnig að gerð kvikmyndarinnar Albatross. „Við erum að taka upp úti um allt, aðallega í Haukadalnum á Vesturlandi. Við skjótum líka á Vestfjörðum og svo hérna í Reykjavík,“ segir Elvar, sem er jafnframt leikstjóri myndarinnar. Í gær fóru tökur fram í miðbænum og var búið að breyta Frakkastíg í hálfgerðan hryllingsstíg. Hún gerist einnig í Bandaríkjunum að hluta og fer tökuliðið til Nashville í september þar sem tökur á myndinni verða kláraðar. Spurður út í söguþráðinn segir Elvar að myndin muni fá hárin til að rísa. „Hún fjallar um evrópskt par sem býr í Bandaríkjunum og það ákveður svo að flytja til Íslands en annað þeirra er frá Íslandi. Þau koma til Íslands í von um betra líf og kaupa gistiheimili. Það kemur svo í ljós að það er eitthvað undarlegt í gangi þar og það verður hasar í húsinu,“ útskýrir Elvar. Myndin er önnur myndin sem hann gerir í fullri lengd en hann hefur að mestu komið að leikstjórn tónlistarmyndbanda og auglýsinga. Aðalhlutverkin leika þau Vivian Didriksen Ólafsdóttir og Gunnar Kristinsson. Framleiðslufyrirtækið 23 Frames framleiðir myndina og er hún fjármögnuð af erlendum sem og innlendum fjárfestum. „Þessi mynd er ekki gerð með íslenska styrkjakerfinu heldur fjármögnuð af fjárfestum og þetta hefur allt saman gengið mjög vel.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein